Skilur ekki af hverju það er ekki búið að tryggja innanlandsflug eins og fyrirheit voru um Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. ágúst 2019 18:45 Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar skilur ekki afhverju stjórnvöld séu ekki búin að tryggja innanlandsflug með niðurgreiðslu flugfargjalda sem fyrirheit voru um fyrir síðustu alþingiskosningar. Hann hefur áhyggjur af þeirri stöðu sem upp er komin eftir að tilkynnt var um fækkun flugvéla í flugflota Air Iceland Connect.Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að Flugfélag Íslands hyggst fækka flugvélum í flugflota Air Iceland Connect úr sex í fjórar. Tíu prósenta samdráttur hefur verið í farþegafjölda frá áramótum og þá hefur flug til Aberdeen og Belfast ekki gengið eftir. Framkvæmdastjóri flugfélagsins sagði þó að hann ætti von á að innanlandsflug ætti eftir að glæðast á ný. Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar er hugsi yfir stöðunni sem upp er kominn. „Við höfum verulegar áhyggjur af þessu. Þetta segir okkur bara það, sem við höfum vitað í talsverðan tíma, að þetta er ekki lengur raunhæfur valkostur fyrir venjulegt fólk,“ segir Guðmundur.Framsóknarflokkurinn var með á stefnuskrá sinni fyrir síðustu alþingiskosningar að efla innanlandsflug og vildi taka upp niðurgreiðslu að skoskri fyrirmynd og setti ráðherra sveitarstjórnarmála og formaður flokksins saman starfshóp sem skilaði skýrslu þar sem lagt var til að þeir sem búi 200-300 kílómetra akstursfjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu fengi 50% af fargjöldum sínum til og frá svæðinu í einkaerindum niðurgreidd. Niðurgreiðslan ætti að ná að hámarki til fjögurra ferða fram og til baka á hvern einstakling á meðan reynsla kæmist á kerfið.Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri á Ísafirði.Fréttablaðið/Sigtryggur AriTrúir ekki öðru en að fjármagn verði tryggtSjá einnig: Vilja niðurgreiða innanlandsflug fyrir valda landsbyggðarbúa„Við skiljum einfaldlega ekki afhverju það er ekki búið að hrinda þessu í framkvæmd. En nú trúum við varla öðru en að með þessum síðustu vendingum og þessum ákvörðunum, sem eru skiljanlegar hjá fyrirtæki í rekstri, en þá verðum við að mæta þessari stöðu. Og ég trúi ekki öðru, ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því en að það verði tryggt fjármagn til þess að við getum farið í þessa skosku leið sem að hefur sýnt sig að mun auka möguleika fólks á að nýta þennan ferðamáta og við viljum bara sjá að þetta gerist ekki síðar en 2020 eins og fyrirheit hafa verið um en eins og svo oft áður þá hræða sporin og við auðvitað óttumst í þessu máli eins og öðrum að við munum draga lappirnar,“ segir Guðmundur. Byggðamál Ísafjarðarbær Samgöngur Tengdar fréttir Flugfélag Íslands fækkar flugvélum niður í fjórar Flugfélag Íslands hefur ákveðið að skera flugflota sinn niður um þriðjung og fækka flugvélum úr sex niður í fjórar. Tíu prósenta samdráttur er í farþegafjölda frá áramótum. 7. ágúst 2019 21:49 Air Iceland Connect aftur hætt að fljúga milli Akureyrar og Keflavíkur Markmið flugsins var að auka hlutdeild erlendra ferðamanna í innanlandsflugi. 2. ágúst 2019 12:45 Vilja niðurgreiða innanlandsflug fyrir valda landsbyggðarbúa Fólk sem býr meira en 200-300 kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu geta fengið helming flugfargjalda niðurgreiddan frá ríkinu samkvæmt tillögu starfshóps um innanlandsflug. 4. desember 2018 13:08 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar skilur ekki afhverju stjórnvöld séu ekki búin að tryggja innanlandsflug með niðurgreiðslu flugfargjalda sem fyrirheit voru um fyrir síðustu alþingiskosningar. Hann hefur áhyggjur af þeirri stöðu sem upp er komin eftir að tilkynnt var um fækkun flugvéla í flugflota Air Iceland Connect.Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að Flugfélag Íslands hyggst fækka flugvélum í flugflota Air Iceland Connect úr sex í fjórar. Tíu prósenta samdráttur hefur verið í farþegafjölda frá áramótum og þá hefur flug til Aberdeen og Belfast ekki gengið eftir. Framkvæmdastjóri flugfélagsins sagði þó að hann ætti von á að innanlandsflug ætti eftir að glæðast á ný. Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar er hugsi yfir stöðunni sem upp er kominn. „Við höfum verulegar áhyggjur af þessu. Þetta segir okkur bara það, sem við höfum vitað í talsverðan tíma, að þetta er ekki lengur raunhæfur valkostur fyrir venjulegt fólk,“ segir Guðmundur.Framsóknarflokkurinn var með á stefnuskrá sinni fyrir síðustu alþingiskosningar að efla innanlandsflug og vildi taka upp niðurgreiðslu að skoskri fyrirmynd og setti ráðherra sveitarstjórnarmála og formaður flokksins saman starfshóp sem skilaði skýrslu þar sem lagt var til að þeir sem búi 200-300 kílómetra akstursfjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu fengi 50% af fargjöldum sínum til og frá svæðinu í einkaerindum niðurgreidd. Niðurgreiðslan ætti að ná að hámarki til fjögurra ferða fram og til baka á hvern einstakling á meðan reynsla kæmist á kerfið.Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri á Ísafirði.Fréttablaðið/Sigtryggur AriTrúir ekki öðru en að fjármagn verði tryggtSjá einnig: Vilja niðurgreiða innanlandsflug fyrir valda landsbyggðarbúa„Við skiljum einfaldlega ekki afhverju það er ekki búið að hrinda þessu í framkvæmd. En nú trúum við varla öðru en að með þessum síðustu vendingum og þessum ákvörðunum, sem eru skiljanlegar hjá fyrirtæki í rekstri, en þá verðum við að mæta þessari stöðu. Og ég trúi ekki öðru, ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því en að það verði tryggt fjármagn til þess að við getum farið í þessa skosku leið sem að hefur sýnt sig að mun auka möguleika fólks á að nýta þennan ferðamáta og við viljum bara sjá að þetta gerist ekki síðar en 2020 eins og fyrirheit hafa verið um en eins og svo oft áður þá hræða sporin og við auðvitað óttumst í þessu máli eins og öðrum að við munum draga lappirnar,“ segir Guðmundur.
Byggðamál Ísafjarðarbær Samgöngur Tengdar fréttir Flugfélag Íslands fækkar flugvélum niður í fjórar Flugfélag Íslands hefur ákveðið að skera flugflota sinn niður um þriðjung og fækka flugvélum úr sex niður í fjórar. Tíu prósenta samdráttur er í farþegafjölda frá áramótum. 7. ágúst 2019 21:49 Air Iceland Connect aftur hætt að fljúga milli Akureyrar og Keflavíkur Markmið flugsins var að auka hlutdeild erlendra ferðamanna í innanlandsflugi. 2. ágúst 2019 12:45 Vilja niðurgreiða innanlandsflug fyrir valda landsbyggðarbúa Fólk sem býr meira en 200-300 kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu geta fengið helming flugfargjalda niðurgreiddan frá ríkinu samkvæmt tillögu starfshóps um innanlandsflug. 4. desember 2018 13:08 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Flugfélag Íslands fækkar flugvélum niður í fjórar Flugfélag Íslands hefur ákveðið að skera flugflota sinn niður um þriðjung og fækka flugvélum úr sex niður í fjórar. Tíu prósenta samdráttur er í farþegafjölda frá áramótum. 7. ágúst 2019 21:49
Air Iceland Connect aftur hætt að fljúga milli Akureyrar og Keflavíkur Markmið flugsins var að auka hlutdeild erlendra ferðamanna í innanlandsflugi. 2. ágúst 2019 12:45
Vilja niðurgreiða innanlandsflug fyrir valda landsbyggðarbúa Fólk sem býr meira en 200-300 kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu geta fengið helming flugfargjalda niðurgreiddan frá ríkinu samkvæmt tillögu starfshóps um innanlandsflug. 4. desember 2018 13:08