Öndin Búkolla hegðar sér eins og hundur Kristinn Haukur Guðnason skrifar 30. júlí 2019 07:00 Öndin Búkolla er mikill gleðigjafi fjölskyldunnar. mynd/Ragnheiður Búkolla er æðarkolla og þaðan kemur hið sérstaka nafn sem flestir þekkja úr ævintýrinu. Vinkona Ragnheiðar og Geirs á varpland nálægt Flateyri og þaðan kom Búkolla. Þau tóku hana að sér síðasta haust eftir að köttur hafði slitið væng hennar og gert hana ófleyga. „Hún er gæf enda hefur hún alist upp með tveimur hundum. Það gerir það að verkum að hún hegðar sér að miklu leyti eins og hundur,“ segir Ragnheiður. „Ef hún er í stuði þá hleypur hún eftir dóti sem við rennum eftir gólfinu og nartar í það. Ef Búkolla fengi að ráða þá myndi hún aðeins éta hundamat.“ Búkollu kemur ágætlega saman við hina hundana og stjórnar þeim að miklu leyti. Ef Búkolla á slæman dag stuggar hún þeim í burtu og þeir halda sinni fjarlægð. Ragnheiður segir að Búkolla sé mjög hænd að heimilisfólkinu og að hún geri sér mannamun. „Ef við sitjum í sófanum þá kemur hún vappandi að og hættir ekki að pikka í sófann fyrr en maður tekur hana upp. Hún vill kúra hjá okkur en þess á milli á hún sitt horn sem henni finnst gott að vera í.“ Þó að Búkolla hafi lært ýmislegt af hundunum þá ver hún ekki heimilið þegar barið er að dyrum. Hún er engu að síðu mjög forvitin og vill sjá ef gesti ber að garði. Sumir vilja meina að hægt sé að temja eða þjálfa endur. Ragnheiður segir að þau hafi ekki látið reyna á það. Það yrði of erfitt og tímafrekt. Fjölskyldan á heimili í Norðlingaholti og Búkolla ferðast með þeim milli landshluta. Á báðum stöðunum fer fjölskyldan með hana í sund en óttast það ekki að hún skili sér ekki til baka. „Hún syndir alveg töluvert langt út á sjó, hittir aðra fugla en fylgist alltaf með okkur og kemur svo syndandi til baka,“ segir Ragnheiður. „Við þekkjum kallið hennar.“ Birtist í Fréttablaðinu Dýr Ísafjarðarbær Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Búkolla er æðarkolla og þaðan kemur hið sérstaka nafn sem flestir þekkja úr ævintýrinu. Vinkona Ragnheiðar og Geirs á varpland nálægt Flateyri og þaðan kom Búkolla. Þau tóku hana að sér síðasta haust eftir að köttur hafði slitið væng hennar og gert hana ófleyga. „Hún er gæf enda hefur hún alist upp með tveimur hundum. Það gerir það að verkum að hún hegðar sér að miklu leyti eins og hundur,“ segir Ragnheiður. „Ef hún er í stuði þá hleypur hún eftir dóti sem við rennum eftir gólfinu og nartar í það. Ef Búkolla fengi að ráða þá myndi hún aðeins éta hundamat.“ Búkollu kemur ágætlega saman við hina hundana og stjórnar þeim að miklu leyti. Ef Búkolla á slæman dag stuggar hún þeim í burtu og þeir halda sinni fjarlægð. Ragnheiður segir að Búkolla sé mjög hænd að heimilisfólkinu og að hún geri sér mannamun. „Ef við sitjum í sófanum þá kemur hún vappandi að og hættir ekki að pikka í sófann fyrr en maður tekur hana upp. Hún vill kúra hjá okkur en þess á milli á hún sitt horn sem henni finnst gott að vera í.“ Þó að Búkolla hafi lært ýmislegt af hundunum þá ver hún ekki heimilið þegar barið er að dyrum. Hún er engu að síðu mjög forvitin og vill sjá ef gesti ber að garði. Sumir vilja meina að hægt sé að temja eða þjálfa endur. Ragnheiður segir að þau hafi ekki látið reyna á það. Það yrði of erfitt og tímafrekt. Fjölskyldan á heimili í Norðlingaholti og Búkolla ferðast með þeim milli landshluta. Á báðum stöðunum fer fjölskyldan með hana í sund en óttast það ekki að hún skili sér ekki til baka. „Hún syndir alveg töluvert langt út á sjó, hittir aðra fugla en fylgist alltaf með okkur og kemur svo syndandi til baka,“ segir Ragnheiður. „Við þekkjum kallið hennar.“
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Ísafjarðarbær Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent