Öndin Búkolla hegðar sér eins og hundur Kristinn Haukur Guðnason skrifar 30. júlí 2019 07:00 Öndin Búkolla er mikill gleðigjafi fjölskyldunnar. mynd/Ragnheiður Búkolla er æðarkolla og þaðan kemur hið sérstaka nafn sem flestir þekkja úr ævintýrinu. Vinkona Ragnheiðar og Geirs á varpland nálægt Flateyri og þaðan kom Búkolla. Þau tóku hana að sér síðasta haust eftir að köttur hafði slitið væng hennar og gert hana ófleyga. „Hún er gæf enda hefur hún alist upp með tveimur hundum. Það gerir það að verkum að hún hegðar sér að miklu leyti eins og hundur,“ segir Ragnheiður. „Ef hún er í stuði þá hleypur hún eftir dóti sem við rennum eftir gólfinu og nartar í það. Ef Búkolla fengi að ráða þá myndi hún aðeins éta hundamat.“ Búkollu kemur ágætlega saman við hina hundana og stjórnar þeim að miklu leyti. Ef Búkolla á slæman dag stuggar hún þeim í burtu og þeir halda sinni fjarlægð. Ragnheiður segir að Búkolla sé mjög hænd að heimilisfólkinu og að hún geri sér mannamun. „Ef við sitjum í sófanum þá kemur hún vappandi að og hættir ekki að pikka í sófann fyrr en maður tekur hana upp. Hún vill kúra hjá okkur en þess á milli á hún sitt horn sem henni finnst gott að vera í.“ Þó að Búkolla hafi lært ýmislegt af hundunum þá ver hún ekki heimilið þegar barið er að dyrum. Hún er engu að síðu mjög forvitin og vill sjá ef gesti ber að garði. Sumir vilja meina að hægt sé að temja eða þjálfa endur. Ragnheiður segir að þau hafi ekki látið reyna á það. Það yrði of erfitt og tímafrekt. Fjölskyldan á heimili í Norðlingaholti og Búkolla ferðast með þeim milli landshluta. Á báðum stöðunum fer fjölskyldan með hana í sund en óttast það ekki að hún skili sér ekki til baka. „Hún syndir alveg töluvert langt út á sjó, hittir aðra fugla en fylgist alltaf með okkur og kemur svo syndandi til baka,“ segir Ragnheiður. „Við þekkjum kallið hennar.“ Birtist í Fréttablaðinu Dýr Ísafjarðarbær Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Óttast að ofbeldisbrot gegn eldri borgurum séu yfir þúsund á ári Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Sjá meira
Búkolla er æðarkolla og þaðan kemur hið sérstaka nafn sem flestir þekkja úr ævintýrinu. Vinkona Ragnheiðar og Geirs á varpland nálægt Flateyri og þaðan kom Búkolla. Þau tóku hana að sér síðasta haust eftir að köttur hafði slitið væng hennar og gert hana ófleyga. „Hún er gæf enda hefur hún alist upp með tveimur hundum. Það gerir það að verkum að hún hegðar sér að miklu leyti eins og hundur,“ segir Ragnheiður. „Ef hún er í stuði þá hleypur hún eftir dóti sem við rennum eftir gólfinu og nartar í það. Ef Búkolla fengi að ráða þá myndi hún aðeins éta hundamat.“ Búkollu kemur ágætlega saman við hina hundana og stjórnar þeim að miklu leyti. Ef Búkolla á slæman dag stuggar hún þeim í burtu og þeir halda sinni fjarlægð. Ragnheiður segir að Búkolla sé mjög hænd að heimilisfólkinu og að hún geri sér mannamun. „Ef við sitjum í sófanum þá kemur hún vappandi að og hættir ekki að pikka í sófann fyrr en maður tekur hana upp. Hún vill kúra hjá okkur en þess á milli á hún sitt horn sem henni finnst gott að vera í.“ Þó að Búkolla hafi lært ýmislegt af hundunum þá ver hún ekki heimilið þegar barið er að dyrum. Hún er engu að síðu mjög forvitin og vill sjá ef gesti ber að garði. Sumir vilja meina að hægt sé að temja eða þjálfa endur. Ragnheiður segir að þau hafi ekki látið reyna á það. Það yrði of erfitt og tímafrekt. Fjölskyldan á heimili í Norðlingaholti og Búkolla ferðast með þeim milli landshluta. Á báðum stöðunum fer fjölskyldan með hana í sund en óttast það ekki að hún skili sér ekki til baka. „Hún syndir alveg töluvert langt út á sjó, hittir aðra fugla en fylgist alltaf með okkur og kemur svo syndandi til baka,“ segir Ragnheiður. „Við þekkjum kallið hennar.“
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Ísafjarðarbær Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Óttast að ofbeldisbrot gegn eldri borgurum séu yfir þúsund á ári Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Sjá meira