Fyrrverandi tengdamóðir Sigurðar sektuð um 106 milljónir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. júlí 2019 11:45 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness þann 1. júlí. Vísir/Valli Unnur Birgisdóttir hefur verið dæmd í 15 mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 106,5 milljóna króna sektar fyrir að hafa hvorki staðið skil á virðisaukaskatti né staðgreiðslu opinberra gjalda í tengslum við rekstur félagsins SS verk ehf. árið 2016. Félagið var áður í eigu Sigurðar Ragnars Kristinssonar, fyrrverandi tengdasonar Unnar en Unnur stýrði daglegum rekstri félagsins frá því í mars fram í ágúst á árinu 2016. Armando Luis Rodriguez, sem einnig var ákærður og dæmdur í málinu, tók við rekstrinum af Unni og stýrði félaginu þar til það fór í þrot síðla sama árs. Sigurður Ragnar var í desember á síðasta ári dæmdur í 20 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir meiriháttar skattalagabrot í rekstri félagsins. Þá var honum einnig gert að greiða 137 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs. Í febrúar var Sigurður Ragnar einnig dæmdur í til fjögurra og hálfs árs fangelsisvistar vegna aðildar hans að Skáksambandsmálinu svokallaða, sem varðaði innflutning á fimm kílóum af amfetamíni til Íslands frá Spáni.Sigurður Ragnar Kristinsson hafði áður verið sakfelldur fyrir skattsvik í tengslum við rekstur félagsins.Vísir/VilhelmFór í reynd með stjórn félagsins Sem daglegur stjórnandi félagsins frá 29. mars 2016 til 10. ágúst sama ár var Unnur ákærð fyrir að hafa hvorki staðið skil á virðisaukaskatti né staðgreiðslu opinberra gjalda í tengslum við rekstur félagsins, alls um 50 milljónir króna. Þá var Armando, ásamt Unni, ákærður fyrir að hafa í ágúst 2016 vísvitandi staðið að röngum eða villandi tilkynningum til hlutafélagaskrár um hagi félagsins og fyrirsvar þess þegar hann tók til málamynda við stjórn félagsins af Unni þann 10. ágúst 2016.Armando játaði sök og var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir aðild sína að málinu. Héraðsdómi þótti einnig sannað að Unnur hafi í reynd farið með stjórn félagsins á hinu umrædda tímabili þegar skattaskuldirnar féllu í gjalddaga. Þá þótti einnig sannað að Unnur hafi í reynd áfram verið daglegur stjórnandi félagsins, þrátt fyrir að Armando hafi formlega tekið við því hlutverki. Var Unnur því sakfelld fyrir aðild sína að málinu.Í dómi héraðsdóms kemur fram að við ákvörðun refsingar hafi verið litið til heilsubrests hennar og önnur áföll undanfarin misseri. Þótti því hæfileg refsing 15 mánaða skilorðsbundið fangelsi auk þess sem Unnur þarf að greiða 106,5 milljóna sekt í ríkissjóð innan fjögurra vikna frá dómsuppkvaðningu, en sæti ella fangelsi í 360 daga. Dómsmál Mál Sunnu Elviru Skáksambandsmálið Tengdar fréttir „Þessi verk voru unnin“ Sigurður Ragnar Kristinsson þarf einn að svara til saka fyrir meint meiriháttar skattalagabrot í rekstri verktakafyrirtæksins SS verks ehf. 15. nóvember 2018 14:15 Eiginmaður og móðir Sunnu Elvíru ákærð fyrir skattalagabrot Héraðssaksóknari hefur ákært Sigurð Kristinsson fyrir skattalagabrot við rekstur verktakafyrirtækisins SS verks. 9. apríl 2018 13:46 Ákærður fyrir 50 milljóna króna skattsvik Sigurður Ragnar Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, og tveir aðrir hafa verið ákærðir fyrir skattsvik sem tengjast fyrirtækinu SS verk ehf. Meint skattsvik nema um 100 milljónum króna. 23. apríl 2018 06:00 Fyrrverandi tengdamóðir Sigurðar ákærð fyrir stórfellt skattalagabrot Konan er fyrrverandi tengdamóðir Sigurðar Kristinssonar sem í desember var sakfelldur fyrir skattsvik í rekstri fyrirtækisins. 7. apríl 2019 10:13 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Unnur Birgisdóttir hefur verið dæmd í 15 mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 106,5 milljóna króna sektar fyrir að hafa hvorki staðið skil á virðisaukaskatti né staðgreiðslu opinberra gjalda í tengslum við rekstur félagsins SS verk ehf. árið 2016. Félagið var áður í eigu Sigurðar Ragnars Kristinssonar, fyrrverandi tengdasonar Unnar en Unnur stýrði daglegum rekstri félagsins frá því í mars fram í ágúst á árinu 2016. Armando Luis Rodriguez, sem einnig var ákærður og dæmdur í málinu, tók við rekstrinum af Unni og stýrði félaginu þar til það fór í þrot síðla sama árs. Sigurður Ragnar var í desember á síðasta ári dæmdur í 20 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir meiriháttar skattalagabrot í rekstri félagsins. Þá var honum einnig gert að greiða 137 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs. Í febrúar var Sigurður Ragnar einnig dæmdur í til fjögurra og hálfs árs fangelsisvistar vegna aðildar hans að Skáksambandsmálinu svokallaða, sem varðaði innflutning á fimm kílóum af amfetamíni til Íslands frá Spáni.Sigurður Ragnar Kristinsson hafði áður verið sakfelldur fyrir skattsvik í tengslum við rekstur félagsins.Vísir/VilhelmFór í reynd með stjórn félagsins Sem daglegur stjórnandi félagsins frá 29. mars 2016 til 10. ágúst sama ár var Unnur ákærð fyrir að hafa hvorki staðið skil á virðisaukaskatti né staðgreiðslu opinberra gjalda í tengslum við rekstur félagsins, alls um 50 milljónir króna. Þá var Armando, ásamt Unni, ákærður fyrir að hafa í ágúst 2016 vísvitandi staðið að röngum eða villandi tilkynningum til hlutafélagaskrár um hagi félagsins og fyrirsvar þess þegar hann tók til málamynda við stjórn félagsins af Unni þann 10. ágúst 2016.Armando játaði sök og var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir aðild sína að málinu. Héraðsdómi þótti einnig sannað að Unnur hafi í reynd farið með stjórn félagsins á hinu umrædda tímabili þegar skattaskuldirnar féllu í gjalddaga. Þá þótti einnig sannað að Unnur hafi í reynd áfram verið daglegur stjórnandi félagsins, þrátt fyrir að Armando hafi formlega tekið við því hlutverki. Var Unnur því sakfelld fyrir aðild sína að málinu.Í dómi héraðsdóms kemur fram að við ákvörðun refsingar hafi verið litið til heilsubrests hennar og önnur áföll undanfarin misseri. Þótti því hæfileg refsing 15 mánaða skilorðsbundið fangelsi auk þess sem Unnur þarf að greiða 106,5 milljóna sekt í ríkissjóð innan fjögurra vikna frá dómsuppkvaðningu, en sæti ella fangelsi í 360 daga.
Dómsmál Mál Sunnu Elviru Skáksambandsmálið Tengdar fréttir „Þessi verk voru unnin“ Sigurður Ragnar Kristinsson þarf einn að svara til saka fyrir meint meiriháttar skattalagabrot í rekstri verktakafyrirtæksins SS verks ehf. 15. nóvember 2018 14:15 Eiginmaður og móðir Sunnu Elvíru ákærð fyrir skattalagabrot Héraðssaksóknari hefur ákært Sigurð Kristinsson fyrir skattalagabrot við rekstur verktakafyrirtækisins SS verks. 9. apríl 2018 13:46 Ákærður fyrir 50 milljóna króna skattsvik Sigurður Ragnar Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, og tveir aðrir hafa verið ákærðir fyrir skattsvik sem tengjast fyrirtækinu SS verk ehf. Meint skattsvik nema um 100 milljónum króna. 23. apríl 2018 06:00 Fyrrverandi tengdamóðir Sigurðar ákærð fyrir stórfellt skattalagabrot Konan er fyrrverandi tengdamóðir Sigurðar Kristinssonar sem í desember var sakfelldur fyrir skattsvik í rekstri fyrirtækisins. 7. apríl 2019 10:13 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
„Þessi verk voru unnin“ Sigurður Ragnar Kristinsson þarf einn að svara til saka fyrir meint meiriháttar skattalagabrot í rekstri verktakafyrirtæksins SS verks ehf. 15. nóvember 2018 14:15
Eiginmaður og móðir Sunnu Elvíru ákærð fyrir skattalagabrot Héraðssaksóknari hefur ákært Sigurð Kristinsson fyrir skattalagabrot við rekstur verktakafyrirtækisins SS verks. 9. apríl 2018 13:46
Ákærður fyrir 50 milljóna króna skattsvik Sigurður Ragnar Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, og tveir aðrir hafa verið ákærðir fyrir skattsvik sem tengjast fyrirtækinu SS verk ehf. Meint skattsvik nema um 100 milljónum króna. 23. apríl 2018 06:00
Fyrrverandi tengdamóðir Sigurðar ákærð fyrir stórfellt skattalagabrot Konan er fyrrverandi tengdamóðir Sigurðar Kristinssonar sem í desember var sakfelldur fyrir skattsvik í rekstri fyrirtækisins. 7. apríl 2019 10:13