Virðast hafa fundið fleiri lambahryggi Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. júlí 2019 15:05 Talið var að lambahryggir myndu seljast upp á næstu vikum. Af þeim sökum var veitt undanþága fyrir innflutning - sem nú er verið að endurskoða vegna nýrra upplýsinga um birgðastöðu í landinu. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur óskað eftir því að ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara endurmeti hvort þörf sé á því að opna tollkvóta á lambahryggjum. Í tilkynningu ráðuneytisins segir að ráðherra taki þessa ákvörðun vegna „nýrra upplýsinga sem nefndinni bárust frá framleiðendum.“ „Frá því í vor hefur ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara reglulega fengið tilkynningar um skort á lambahryggjum frá dreifingaraðilum. Hinn 22. júlí síðastliðinn fékk nefndin upplýsingar sem bentu til þess að það stefndi í skort hjá stórum hluta framleiðendanna sem ýmist voru búnir að tæma sínar birgðir, áttu lítið eftir eða gátu ekki annað dreifingu með góðum hætti,“ segir á vef ráðuneytisins. Af þeim sökum lagði ráðgjafanefndin til í síðustu viku að felld yrði niður innflutningsvernd á lambahryggjum tímabundið, eða frá 29. júlí fram til 30. ágúst 2019. Hagsmunasamtök verslunarinnar fögnuðu tillögu nefndarinnar um leið og þau kölluðu eftir því að „háttsemi afurðastöðva sem leitt hefur til fyrirsjáanlegs skorts á lambahryggjum í verslunum, og viðbrögð stjórnvalda við fyrirsjáanlegum skorti,“ yrðu tekin til skoðunar. Í tilkynningu Félags atvinnurekenda var þess getið að „yfirvofandi skortur eigi ekki rætur sínar að rekja til óvenjumikillar neyslu landsmanna á lambakjöti eða framleiðslubrests, heldur til stórtæks útflutnings afurðastöðva á lambakjöti til útlanda á verði sem er mun lægra en íslenskum verslunum stendur til boða.“ Ráðherra gaf hins vegar ekki út reglugerð sem hefði heimilað innflutning á lambahryggjum fyrir 29. júlí. Að sögn ráðuneytisins var það vegna þess að ráðgjafanefndin fékk upplýsingar um „breytta birgðastöðu framleiðenda sem kunna að hafa áhrif á hvort lagaskilyrðum fyrir opnun tollkvóta sé fullnægt.“ Ekki er hins vegar tekið fram hvenær þessar upplýsingar bárust eða hvað þær bera nákvæmlega með sér. Ráðherra óskaði þó eftir því að nefndin tæki málið aftur til afgreiðslu og ljúki yfirferð sinni í þessari viku. Landbúnaður Neytendur Tengdar fréttir Undanþága vegna innflutnings á lambakjöti veitt Íslenskir lambahryggir hafa verið af skornum skammti í sumar en ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara samþykkti í dag að opna tollkvóta á lambahryggjum. Fyrr í sumar hafði ósk um undanþágu frá tollum á innflutt kjöt verið hafnað.f 23. júlí 2019 16:11 Aðkoma afurðastöðva og stjórnvalda að lambakjötsskorti verði skoðuð Félag atvinnurekenda hefur sent Samkeppniseftirlitinu erindi. 25. júlí 2019 14:34 Stjórnvöld bregðist of seint við skorti á lambahryggjum Formaður Félags atvinnurekenda segir stjórnvöld bregðast of seint við skorti á lambahryggjum með því að leyfa innflutning á erlendu kjöti. 25. júlí 2019 12:30 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir „Ég enda örugglega á að verða 83 ára gömul drottning í Gleðigöngunni“ Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur óskað eftir því að ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara endurmeti hvort þörf sé á því að opna tollkvóta á lambahryggjum. Í tilkynningu ráðuneytisins segir að ráðherra taki þessa ákvörðun vegna „nýrra upplýsinga sem nefndinni bárust frá framleiðendum.“ „Frá því í vor hefur ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara reglulega fengið tilkynningar um skort á lambahryggjum frá dreifingaraðilum. Hinn 22. júlí síðastliðinn fékk nefndin upplýsingar sem bentu til þess að það stefndi í skort hjá stórum hluta framleiðendanna sem ýmist voru búnir að tæma sínar birgðir, áttu lítið eftir eða gátu ekki annað dreifingu með góðum hætti,“ segir á vef ráðuneytisins. Af þeim sökum lagði ráðgjafanefndin til í síðustu viku að felld yrði niður innflutningsvernd á lambahryggjum tímabundið, eða frá 29. júlí fram til 30. ágúst 2019. Hagsmunasamtök verslunarinnar fögnuðu tillögu nefndarinnar um leið og þau kölluðu eftir því að „háttsemi afurðastöðva sem leitt hefur til fyrirsjáanlegs skorts á lambahryggjum í verslunum, og viðbrögð stjórnvalda við fyrirsjáanlegum skorti,“ yrðu tekin til skoðunar. Í tilkynningu Félags atvinnurekenda var þess getið að „yfirvofandi skortur eigi ekki rætur sínar að rekja til óvenjumikillar neyslu landsmanna á lambakjöti eða framleiðslubrests, heldur til stórtæks útflutnings afurðastöðva á lambakjöti til útlanda á verði sem er mun lægra en íslenskum verslunum stendur til boða.“ Ráðherra gaf hins vegar ekki út reglugerð sem hefði heimilað innflutning á lambahryggjum fyrir 29. júlí. Að sögn ráðuneytisins var það vegna þess að ráðgjafanefndin fékk upplýsingar um „breytta birgðastöðu framleiðenda sem kunna að hafa áhrif á hvort lagaskilyrðum fyrir opnun tollkvóta sé fullnægt.“ Ekki er hins vegar tekið fram hvenær þessar upplýsingar bárust eða hvað þær bera nákvæmlega með sér. Ráðherra óskaði þó eftir því að nefndin tæki málið aftur til afgreiðslu og ljúki yfirferð sinni í þessari viku.
Landbúnaður Neytendur Tengdar fréttir Undanþága vegna innflutnings á lambakjöti veitt Íslenskir lambahryggir hafa verið af skornum skammti í sumar en ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara samþykkti í dag að opna tollkvóta á lambahryggjum. Fyrr í sumar hafði ósk um undanþágu frá tollum á innflutt kjöt verið hafnað.f 23. júlí 2019 16:11 Aðkoma afurðastöðva og stjórnvalda að lambakjötsskorti verði skoðuð Félag atvinnurekenda hefur sent Samkeppniseftirlitinu erindi. 25. júlí 2019 14:34 Stjórnvöld bregðist of seint við skorti á lambahryggjum Formaður Félags atvinnurekenda segir stjórnvöld bregðast of seint við skorti á lambahryggjum með því að leyfa innflutning á erlendu kjöti. 25. júlí 2019 12:30 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir „Ég enda örugglega á að verða 83 ára gömul drottning í Gleðigöngunni“ Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Undanþága vegna innflutnings á lambakjöti veitt Íslenskir lambahryggir hafa verið af skornum skammti í sumar en ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara samþykkti í dag að opna tollkvóta á lambahryggjum. Fyrr í sumar hafði ósk um undanþágu frá tollum á innflutt kjöt verið hafnað.f 23. júlí 2019 16:11
Aðkoma afurðastöðva og stjórnvalda að lambakjötsskorti verði skoðuð Félag atvinnurekenda hefur sent Samkeppniseftirlitinu erindi. 25. júlí 2019 14:34
Stjórnvöld bregðist of seint við skorti á lambahryggjum Formaður Félags atvinnurekenda segir stjórnvöld bregðast of seint við skorti á lambahryggjum með því að leyfa innflutning á erlendu kjöti. 25. júlí 2019 12:30