Olíuleki í Hvalfirði: „Við vorum dálítið hræddir um að allt myndi fara til andskotans“ Jóhann K. Jóhannsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 30. júlí 2019 20:25 Betur fór en á horfðist eftir að tengivagn slitnaði frá vörubíl og valt með þeim afleiðingum að olía tók að leka úr vagninum innst í Hvalfirði, nánar tiltekið við Hvammsvík, rétt fyrir klukkan 18 í kvöld. Engin slys urðu á fólki. Í tengivagninum var rafgeymir sem verið var að flytja, og um sex þúsund lítra olíutankur sem tók að leka eftir að vagninn valt. Þórður Bogi Bogason, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, segir útlitið á vettvangi hafa verið ansi svart um tíma. „Það lak svolítið í lækinn sem er hérna fyrir neðan og við lokuðum bara af vettvanginn. Við komumst inn í gáminn fljótlega og sáum að mestur lekinn var úr aftasta hluta gámsins,“ segir Þórður. Hann segir að neistað hafi af rafgeyminum þegar vagninn var reistur við með krana. „Þannig að við vorum dálítið hræddir um að allt myndi fara til andskotans því það var eldsneytislekinn, gufur frá honum og þessi neistamyndum þegar við lyftum gámnum.“ Hann segir mikla hættu hafa verið á vettvangi um tíma. Hann segir að með aðstoð Olíudreifingar hafi þó gengið prýðilega að reisa gáminn aftur við. Hann segir að unnið sé að því að sjúga upp þá olíu sem lak, eins verði öðru mokað upp. „Þetta er búið að vera bara gott samstarf allra aðila.“ Þórður segir bæði Heilbrigðiseftirlitinu sem og Umhverfisstofnun hafa verið gert viðvart um málið. Fulltrúar Heilbrigðiseftirlits Mosfellsbæjar séu þegar komnir á vettvang til þess að meta umhverfisáhrif lekans. Eins segist Þórður ekki eiga von á því að lekinn muni hafa varanleg áhrif á umhverfið. „Það er ekki kominn neinn flekkur í sjóinn hérna fyrir neðan. Við stífluðum strax þegar við komum á staðinn, þá mokuðum við fyrir ræsið. Þannig að ég held að það hafi komið í veg fyrir að það færi meira út í. En eitthvað hefur eflaust lekið,“ segir Þórður sem segist jafnframt ekki eiga von á því að þjóðvegurinn um Hvalfjörð verði lokaður lengi vegna óhappsins. Kjósarhreppur Slökkvilið Umferðaröryggi Umhverfismál Tengdar fréttir Olíuleki eftir að tengivagn valt í Hvalfirði Tengivagn slitnaði frá vörubíl og valt í Hvalfirði, innst við Hvammsvík rétt fyrir klukkan 18 í kvöld. 30. júlí 2019 18:27 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Sjá meira
Betur fór en á horfðist eftir að tengivagn slitnaði frá vörubíl og valt með þeim afleiðingum að olía tók að leka úr vagninum innst í Hvalfirði, nánar tiltekið við Hvammsvík, rétt fyrir klukkan 18 í kvöld. Engin slys urðu á fólki. Í tengivagninum var rafgeymir sem verið var að flytja, og um sex þúsund lítra olíutankur sem tók að leka eftir að vagninn valt. Þórður Bogi Bogason, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, segir útlitið á vettvangi hafa verið ansi svart um tíma. „Það lak svolítið í lækinn sem er hérna fyrir neðan og við lokuðum bara af vettvanginn. Við komumst inn í gáminn fljótlega og sáum að mestur lekinn var úr aftasta hluta gámsins,“ segir Þórður. Hann segir að neistað hafi af rafgeyminum þegar vagninn var reistur við með krana. „Þannig að við vorum dálítið hræddir um að allt myndi fara til andskotans því það var eldsneytislekinn, gufur frá honum og þessi neistamyndum þegar við lyftum gámnum.“ Hann segir mikla hættu hafa verið á vettvangi um tíma. Hann segir að með aðstoð Olíudreifingar hafi þó gengið prýðilega að reisa gáminn aftur við. Hann segir að unnið sé að því að sjúga upp þá olíu sem lak, eins verði öðru mokað upp. „Þetta er búið að vera bara gott samstarf allra aðila.“ Þórður segir bæði Heilbrigðiseftirlitinu sem og Umhverfisstofnun hafa verið gert viðvart um málið. Fulltrúar Heilbrigðiseftirlits Mosfellsbæjar séu þegar komnir á vettvang til þess að meta umhverfisáhrif lekans. Eins segist Þórður ekki eiga von á því að lekinn muni hafa varanleg áhrif á umhverfið. „Það er ekki kominn neinn flekkur í sjóinn hérna fyrir neðan. Við stífluðum strax þegar við komum á staðinn, þá mokuðum við fyrir ræsið. Þannig að ég held að það hafi komið í veg fyrir að það færi meira út í. En eitthvað hefur eflaust lekið,“ segir Þórður sem segist jafnframt ekki eiga von á því að þjóðvegurinn um Hvalfjörð verði lokaður lengi vegna óhappsins.
Kjósarhreppur Slökkvilið Umferðaröryggi Umhverfismál Tengdar fréttir Olíuleki eftir að tengivagn valt í Hvalfirði Tengivagn slitnaði frá vörubíl og valt í Hvalfirði, innst við Hvammsvík rétt fyrir klukkan 18 í kvöld. 30. júlí 2019 18:27 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Sjá meira
Olíuleki eftir að tengivagn valt í Hvalfirði Tengivagn slitnaði frá vörubíl og valt í Hvalfirði, innst við Hvammsvík rétt fyrir klukkan 18 í kvöld. 30. júlí 2019 18:27