Fangi kærir umfjöllun í DV til siðanefndar BÍ Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 31. júlí 2019 06:00 Ágúst Borgþór Sverrisson hefur starfað á DV um árabil. Fréttablaðið/ERNIR Afstaða, félag fanga, hefur kært blaðamann DV til siðanefndar Blaðamannafélagsins fyrir hönd Gunnars Rúnars Sigþórssonar sem afplánar á áfangaheimilinu Vernd í Reykjavík. Gunnar Rúnar var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir morðið á Hannesi Helgasyni í Hæstarétti árið 2011. Notkun Gunnars á stefnumótaappinu Tinder hefur verið grundvöllur ítrekaðrar umfjöllunar DV um Gunnar í júlímánuði en í kæru Afstöðu eru sérstaklega gerðar athugasemdir við vinnubrögð Ágústs Borgþórs Sverrissonar og framsetningu fréttar hans frá 19. júlí síðastliðnum. Meðal þess sem Afstaða gerir athugasemdir við er að Ágúst Borgþór hafi setið fyrir Gunnari Rúnari fyrir utan áfangaheimilið Vernd og falast eftir viðtali, ítarlegar útlitslýsingar á Gunnari, birtingar mynda sem teknar voru úr ‚launsátri‘ eins og segir í kærunni; birting heimilisfangs nánustu fjölskyldu Gunnars þangað sem Gunnar venji komur sínar, auk umfjöllunar um fötlun bróður hans og sjálfsvíg föður þeirra. Byggt er á því í kærunni að Ágúst Borgþór hafi gerst sekur um brot gegn 3. gr. siðareglna blaðamanna sem kveður á um að blaðamaður skuli vanda upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu. Hann skuli sýna fyllstu tillitssemi í vandasömum málum og forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu. Í kærunni er kvartað undan því að Ágúst hafi virt bæði lög og reglur að vettugi þegar hann sat fyrir Gunnari fyrir utan Vernd og falaðist eftir viðtali við hann án leyfis Fangelsisstofnunar, eins og skylt er. Þá hafi Ágúst sýnt tillitsleysi með nákvæmri lýsingu á klæðaburði Gunnars, hárgreiðslu og öðrum þáttum í útliti hans og borið saman við útlit hans árið 2009. Ljóst sé að Gunnar hafi ekki kært sig um slíka umfjöllun enda hafi hann neitað fyrrgreindri beiðni um viðtal. Útlit Gunnars hafi ekkert fréttagildi og umfjöllun þar að lútandi sé eingöngu ætlað að svala forvitni tiltekins hóps. Ljósmyndir af Gunnari við vinnu sína, sem teknar voru án hans vitundar, hafa að mati Afstöðu heldur ekkert fréttagildi né heldur upplýsingar um heimilisfang móður Gunnars eða bíl hennar en birtar voru myndir af honum í DV. Þá eigi veikindi bróður Gunnars og fjölskylduharmleikur úr fortíðinni ekkert erindi til almennings; um viðkvæm og persónuleg málefni sé að ræða og gæta verði sérstaklega að einkalífsvernd aðstandenda Gunnars, sem beri enga ábyrgð á gjörðum hans. Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Fjölmiðlar Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Afstaða, félag fanga, hefur kært blaðamann DV til siðanefndar Blaðamannafélagsins fyrir hönd Gunnars Rúnars Sigþórssonar sem afplánar á áfangaheimilinu Vernd í Reykjavík. Gunnar Rúnar var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir morðið á Hannesi Helgasyni í Hæstarétti árið 2011. Notkun Gunnars á stefnumótaappinu Tinder hefur verið grundvöllur ítrekaðrar umfjöllunar DV um Gunnar í júlímánuði en í kæru Afstöðu eru sérstaklega gerðar athugasemdir við vinnubrögð Ágústs Borgþórs Sverrissonar og framsetningu fréttar hans frá 19. júlí síðastliðnum. Meðal þess sem Afstaða gerir athugasemdir við er að Ágúst Borgþór hafi setið fyrir Gunnari Rúnari fyrir utan áfangaheimilið Vernd og falast eftir viðtali, ítarlegar útlitslýsingar á Gunnari, birtingar mynda sem teknar voru úr ‚launsátri‘ eins og segir í kærunni; birting heimilisfangs nánustu fjölskyldu Gunnars þangað sem Gunnar venji komur sínar, auk umfjöllunar um fötlun bróður hans og sjálfsvíg föður þeirra. Byggt er á því í kærunni að Ágúst Borgþór hafi gerst sekur um brot gegn 3. gr. siðareglna blaðamanna sem kveður á um að blaðamaður skuli vanda upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu. Hann skuli sýna fyllstu tillitssemi í vandasömum málum og forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu. Í kærunni er kvartað undan því að Ágúst hafi virt bæði lög og reglur að vettugi þegar hann sat fyrir Gunnari fyrir utan Vernd og falaðist eftir viðtali við hann án leyfis Fangelsisstofnunar, eins og skylt er. Þá hafi Ágúst sýnt tillitsleysi með nákvæmri lýsingu á klæðaburði Gunnars, hárgreiðslu og öðrum þáttum í útliti hans og borið saman við útlit hans árið 2009. Ljóst sé að Gunnar hafi ekki kært sig um slíka umfjöllun enda hafi hann neitað fyrrgreindri beiðni um viðtal. Útlit Gunnars hafi ekkert fréttagildi og umfjöllun þar að lútandi sé eingöngu ætlað að svala forvitni tiltekins hóps. Ljósmyndir af Gunnari við vinnu sína, sem teknar voru án hans vitundar, hafa að mati Afstöðu heldur ekkert fréttagildi né heldur upplýsingar um heimilisfang móður Gunnars eða bíl hennar en birtar voru myndir af honum í DV. Þá eigi veikindi bróður Gunnars og fjölskylduharmleikur úr fortíðinni ekkert erindi til almennings; um viðkvæm og persónuleg málefni sé að ræða og gæta verði sérstaklega að einkalífsvernd aðstandenda Gunnars, sem beri enga ábyrgð á gjörðum hans.
Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Fjölmiðlar Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira