Íslenska landsliðið verður í 36. sæti nýja listans samkvæmt útreikningum spænska tölfræðingsins Alexis Martín-Tamayo.
Íslenska landsliðið spilaði ekki neinn leik frá útgáfu síðasta lista en margar aðrar þjóðir hafa unnið sér inn FIFA-stig í úrslitakeppnum sumarsins eins og Þjóðadeildinni, Copa America, Gullbikarnum og nú síðast Afríkukeppninni.
Mister Chip hefur reikna allt þetta út og birti topp áttatíu listann á samfélagsmiðlum sínum.
Terminaron la UEFA Nations League, la Copa América, la Copa Oro y la Copa África y ya os puedo adelantar el TOP-80 del próximo Ranking FIFA que será publicado el 25-julio. Sé que en CONCACAF estarán muy pendientes, por motivos obvios. pic.twitter.com/pBtdgJuwJI
— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) July 19, 2019
Ísland lækkar um eitt sæti eftir að hoppað upp í 35. sæti á síðasta lista Alþjóða knattspyrnusambandsins. Það er aðeins Nígería sem kemst upp fyrir Ísland á listanum sem verður gefinn út á fimmtudaginn kemur.
Nígería endaði í þriðja sæti í Afríkukeppninni eftir sigur á Túnis í leiknum um þriðja sætið. Sá árangur nægði Nígeríumönnum til að hoppa úr 45. sæti upp í 35. sæti og þar með upp fyrir Ísland.
Nígería tapaði fyrir Alsír í undanúrslitum Afríkukeppninnar og Alsír tryggði sér síðan Afríkumeistaratitilinn með því að vinna Senegal 1-0 í úrslitaleiknum. Sá árangur duði Alsír aftur á móti ekki til að komast upp fyrir Ísland á FIFA-listanum.
Alsír verður í 39. sæti á nýja listanum eða þremur sætum neðar en Ísland. Senegal er hins vegar tuttugu sætum ofar í 19. sæti. Alsír var í 68. sæti á síðasta lista og er því að hoppa upp um 29 sæti. Senegal var í 22. sæti á júnílistanum.