Ekkert enskt félag meðal fimm verðmætustu íþróttafélaga heims Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júlí 2019 07:30 Stuðningsmenn Dallas Cowboys fá hér gjöf frá stjörnuhlaupara liðsins Ezekiel Elliott. Getty/Jim Cowsert Forbes hefur gefið út árlegan lista sinn yfir verðmætustu íþróttafélög heims og í efsta sæti situr ameríska fótboltablaðið Dallas Cowboys. NFL-liðið Dallas Cowboys er á toppnum fjórða árið í röð og Forbes segir að það sé nú virði fimm milljarða Bandaríkjadala eða 625 milljarða íslenskra króna. Bandaríkjamenn eiga einnig liðið í öðru sæti sem er hafnarboltafélagið New York Yankees sem er metið á 4,6 milljarða dala. Í þriðja og fjórða sæti eru síðan spænsku knattspyrnufélögin Real Madrid og Barcelona. Efsta körfuboltafélagið er síðan NBA-liðið New York Knicks. New York Knicks á það sameiginlegt með Dallas Cowboys að vera metið svo verðmætt þrátt fyrir slakt gengi inn á vellinum sjálfum en Knicks hefur verið í hálfgerðum ruslflokki í NBA-deildinni undanfarin tímabil.The WORLD'S TOP 5 most valuable sports franchises. pic.twitter.com/NwSOOEVH93 — NBC Sports (@NBCSports) July 22, 2019Það þarf síðan að fara alla leið niður í sjötta sætið til að finna fyrsta enska knattspyrnufélagið en það er Manchester United sem er metið á 3.81 milljarða Bandaríkjadala. United er jafnframt eina enska félagið á topp tíu. Í sætum sjö til tíu eru NFL-liðin New England Patriots og New York Giants ásamt NBA-liðunum Los Angeles Lakers og Golden State Warriors. Jerry Jones eignaðist Dallas Cowboys árið 1989 og síðan hefur reksturinn blómstrað þótt að undanfarin ár hafi lítið gengið inn á vellinum sjálfum. Liðið varð síðast meistari árið 1995 en var þá að vinna í þriðja sinn á fjórum árum. Eitt af lykilatriðum í góðum rekstri Dallas Cowboys var bygging hins magnaða AT&T leikvangs sem er sá völlur sem skilar félagi meiri tekjum frá styrktaraðilum og sölu miða en nokkur annar leikvangur í bandarískum íþróttum. Næsta enska knattspyrnufélag á eftir Manchester United eru nágrannar þeirra í Manchester City sem eru í 25. sæti. Það eru þannig tíu NFL-félög á undan Manchester City á þessum lista eða Cowboys, Patriots, Giants, Los Angeles Rams, Washington Redskins, San Francisco 49ers, Chicago Bears, Houston Texans, New York Jets og Philadelphia Eagles. NFL-deildin á meira en helming félaganna á listanum en eigendur þeirra græða á tá og fingri þessa daganna vegna mikilla vinsælda og svo mjög hagstæðra sjónvarpssamninga. Tekjur NFL-deildarinnar af sjónvarpssamningum er í algjörum sérflokki hvað varðar íþróttafélög heimsins og líka í samanburði við ensku úrvalsdeildina sem fær þó miklar tekjur í gegnum sölu sjónvarpsréttar. Ensku knattspyrnufélögin meðal fimmtíu verðmætustu íþróttafélaga heims eru alls fimm. Manchester United (6. sæti) og Manchester City (25. sæti) eru þau einu meðal efstu 25 en hin á listanum eru Chelsea (32. sæti), Arsenal (42. sæti) og Liverpool (45. sæti). Það má sjá allan listann með því að smella hér. Enski boltinn NBA NFL Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Golf Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Víkingur missir undanúrslitasætið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham United nálgast efri hlutann Sjötíu ára titlaþurrð á enda Merino aftur hetja Arsenal Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Sjá meira
Forbes hefur gefið út árlegan lista sinn yfir verðmætustu íþróttafélög heims og í efsta sæti situr ameríska fótboltablaðið Dallas Cowboys. NFL-liðið Dallas Cowboys er á toppnum fjórða árið í röð og Forbes segir að það sé nú virði fimm milljarða Bandaríkjadala eða 625 milljarða íslenskra króna. Bandaríkjamenn eiga einnig liðið í öðru sæti sem er hafnarboltafélagið New York Yankees sem er metið á 4,6 milljarða dala. Í þriðja og fjórða sæti eru síðan spænsku knattspyrnufélögin Real Madrid og Barcelona. Efsta körfuboltafélagið er síðan NBA-liðið New York Knicks. New York Knicks á það sameiginlegt með Dallas Cowboys að vera metið svo verðmætt þrátt fyrir slakt gengi inn á vellinum sjálfum en Knicks hefur verið í hálfgerðum ruslflokki í NBA-deildinni undanfarin tímabil.The WORLD'S TOP 5 most valuable sports franchises. pic.twitter.com/NwSOOEVH93 — NBC Sports (@NBCSports) July 22, 2019Það þarf síðan að fara alla leið niður í sjötta sætið til að finna fyrsta enska knattspyrnufélagið en það er Manchester United sem er metið á 3.81 milljarða Bandaríkjadala. United er jafnframt eina enska félagið á topp tíu. Í sætum sjö til tíu eru NFL-liðin New England Patriots og New York Giants ásamt NBA-liðunum Los Angeles Lakers og Golden State Warriors. Jerry Jones eignaðist Dallas Cowboys árið 1989 og síðan hefur reksturinn blómstrað þótt að undanfarin ár hafi lítið gengið inn á vellinum sjálfum. Liðið varð síðast meistari árið 1995 en var þá að vinna í þriðja sinn á fjórum árum. Eitt af lykilatriðum í góðum rekstri Dallas Cowboys var bygging hins magnaða AT&T leikvangs sem er sá völlur sem skilar félagi meiri tekjum frá styrktaraðilum og sölu miða en nokkur annar leikvangur í bandarískum íþróttum. Næsta enska knattspyrnufélag á eftir Manchester United eru nágrannar þeirra í Manchester City sem eru í 25. sæti. Það eru þannig tíu NFL-félög á undan Manchester City á þessum lista eða Cowboys, Patriots, Giants, Los Angeles Rams, Washington Redskins, San Francisco 49ers, Chicago Bears, Houston Texans, New York Jets og Philadelphia Eagles. NFL-deildin á meira en helming félaganna á listanum en eigendur þeirra græða á tá og fingri þessa daganna vegna mikilla vinsælda og svo mjög hagstæðra sjónvarpssamninga. Tekjur NFL-deildarinnar af sjónvarpssamningum er í algjörum sérflokki hvað varðar íþróttafélög heimsins og líka í samanburði við ensku úrvalsdeildina sem fær þó miklar tekjur í gegnum sölu sjónvarpsréttar. Ensku knattspyrnufélögin meðal fimmtíu verðmætustu íþróttafélaga heims eru alls fimm. Manchester United (6. sæti) og Manchester City (25. sæti) eru þau einu meðal efstu 25 en hin á listanum eru Chelsea (32. sæti), Arsenal (42. sæti) og Liverpool (45. sæti). Það má sjá allan listann með því að smella hér.
Enski boltinn NBA NFL Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Golf Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Víkingur missir undanúrslitasætið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham United nálgast efri hlutann Sjötíu ára titlaþurrð á enda Merino aftur hetja Arsenal Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Sjá meira