„Golfið bjargaði lífi mínu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júlí 2019 12:00 Sverrir Þorleifsson. Mynd/S2 Kylfingurinn Sverrir Þorleifsson segir að golfið hafi bjargað lífi sínu en hann hefur glímt við þunglyndi og lágt sjálfsmat árum saman. Hann þurfti bara fyrstu níu holurnar til að finna út að golfið væri rétta íþróttagreinin fyrir hann. Sverrir Þorleifsson, félagi í Golfklúbbi Mosfellsbæjar, hefur glímt við andleg veikindi um hríð. Hann vill meina að golfið hafi bjargað lífi sínu. Golfarinn á Stöð 2 fjallar um allar hliðar golfsins hér á landi og fékk að kynnast sögu Sverris. „Golfið kom á hárréttum tíma inn í mitt líf. Ég hef glímt við andlega erfiðleika og var ekki á góðum stað árið 2007. Mágur minn kom og dreif mig með sér í golf. Ég hafði ekki haft mikið dálæti á því, fundist þetta asnalegt og sóun á beitilandi. Svo prufaði ég þetta bara. Ég var ekkert góður eða neitt en fannst ég vera ofboðslega velkominn inn í þetta samfélag sem golfarar mynda. Allir tóku svo vel á móti mér og svo fór ég bara heim og keypti golfsett,“ sagði Sverrir Þorleifsson í samtali við Hlyn Sigurðsson, umsjónarmanns þáttarins um Golfarann á Stöð 2 en viðtalið við Sverri verður í þætti kvöldsins sem hefst klukkan 19.30 á Stöð 2 í kvöld. „Móttökurnar, útiveran og félagsskapurinn. Ég er uppalinn á Dalvík og þar voru ekkert rosalega margir að koma nýir inn í klúbbinn, Mér var því tekið með miklum fögnuði og svo fór ég bara „all in“ eins og ég geri. Þetta var bara frá fyrstu mínútu. Ég spilaði þarna níu holur, gati ekki neitt, kunni ekki neitt og vissi ekki neitt um þetta. Svo bara byrjaði maður og varð aðeins skárri,“ nefnir Sverrir sem lykilatriði fyrir sig að komast strax svona vel inn í þennan heim. „Golfið bjargaði lífi mínu. Ég væri ekkert hérna ef ég hefði ekki byrjað í golfi,“ sagði Sverrir en hér fyrir neðan má sjá brot úr þessu viðtali við Sverri sem verður í þætti kvöldsins.Klippa: Golfið bjargaði lífi hans Golf Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Kylfingurinn Sverrir Þorleifsson segir að golfið hafi bjargað lífi sínu en hann hefur glímt við þunglyndi og lágt sjálfsmat árum saman. Hann þurfti bara fyrstu níu holurnar til að finna út að golfið væri rétta íþróttagreinin fyrir hann. Sverrir Þorleifsson, félagi í Golfklúbbi Mosfellsbæjar, hefur glímt við andleg veikindi um hríð. Hann vill meina að golfið hafi bjargað lífi sínu. Golfarinn á Stöð 2 fjallar um allar hliðar golfsins hér á landi og fékk að kynnast sögu Sverris. „Golfið kom á hárréttum tíma inn í mitt líf. Ég hef glímt við andlega erfiðleika og var ekki á góðum stað árið 2007. Mágur minn kom og dreif mig með sér í golf. Ég hafði ekki haft mikið dálæti á því, fundist þetta asnalegt og sóun á beitilandi. Svo prufaði ég þetta bara. Ég var ekkert góður eða neitt en fannst ég vera ofboðslega velkominn inn í þetta samfélag sem golfarar mynda. Allir tóku svo vel á móti mér og svo fór ég bara heim og keypti golfsett,“ sagði Sverrir Þorleifsson í samtali við Hlyn Sigurðsson, umsjónarmanns þáttarins um Golfarann á Stöð 2 en viðtalið við Sverri verður í þætti kvöldsins sem hefst klukkan 19.30 á Stöð 2 í kvöld. „Móttökurnar, útiveran og félagsskapurinn. Ég er uppalinn á Dalvík og þar voru ekkert rosalega margir að koma nýir inn í klúbbinn, Mér var því tekið með miklum fögnuði og svo fór ég bara „all in“ eins og ég geri. Þetta var bara frá fyrstu mínútu. Ég spilaði þarna níu holur, gati ekki neitt, kunni ekki neitt og vissi ekki neitt um þetta. Svo bara byrjaði maður og varð aðeins skárri,“ nefnir Sverrir sem lykilatriði fyrir sig að komast strax svona vel inn í þennan heim. „Golfið bjargaði lífi mínu. Ég væri ekkert hérna ef ég hefði ekki byrjað í golfi,“ sagði Sverrir en hér fyrir neðan má sjá brot úr þessu viðtali við Sverri sem verður í þætti kvöldsins.Klippa: Golfið bjargaði lífi hans
Golf Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira