„Golfið bjargaði lífi mínu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júlí 2019 12:00 Sverrir Þorleifsson. Mynd/S2 Kylfingurinn Sverrir Þorleifsson segir að golfið hafi bjargað lífi sínu en hann hefur glímt við þunglyndi og lágt sjálfsmat árum saman. Hann þurfti bara fyrstu níu holurnar til að finna út að golfið væri rétta íþróttagreinin fyrir hann. Sverrir Þorleifsson, félagi í Golfklúbbi Mosfellsbæjar, hefur glímt við andleg veikindi um hríð. Hann vill meina að golfið hafi bjargað lífi sínu. Golfarinn á Stöð 2 fjallar um allar hliðar golfsins hér á landi og fékk að kynnast sögu Sverris. „Golfið kom á hárréttum tíma inn í mitt líf. Ég hef glímt við andlega erfiðleika og var ekki á góðum stað árið 2007. Mágur minn kom og dreif mig með sér í golf. Ég hafði ekki haft mikið dálæti á því, fundist þetta asnalegt og sóun á beitilandi. Svo prufaði ég þetta bara. Ég var ekkert góður eða neitt en fannst ég vera ofboðslega velkominn inn í þetta samfélag sem golfarar mynda. Allir tóku svo vel á móti mér og svo fór ég bara heim og keypti golfsett,“ sagði Sverrir Þorleifsson í samtali við Hlyn Sigurðsson, umsjónarmanns þáttarins um Golfarann á Stöð 2 en viðtalið við Sverri verður í þætti kvöldsins sem hefst klukkan 19.30 á Stöð 2 í kvöld. „Móttökurnar, útiveran og félagsskapurinn. Ég er uppalinn á Dalvík og þar voru ekkert rosalega margir að koma nýir inn í klúbbinn, Mér var því tekið með miklum fögnuði og svo fór ég bara „all in“ eins og ég geri. Þetta var bara frá fyrstu mínútu. Ég spilaði þarna níu holur, gati ekki neitt, kunni ekki neitt og vissi ekki neitt um þetta. Svo bara byrjaði maður og varð aðeins skárri,“ nefnir Sverrir sem lykilatriði fyrir sig að komast strax svona vel inn í þennan heim. „Golfið bjargaði lífi mínu. Ég væri ekkert hérna ef ég hefði ekki byrjað í golfi,“ sagði Sverrir en hér fyrir neðan má sjá brot úr þessu viðtali við Sverri sem verður í þætti kvöldsins.Klippa: Golfið bjargaði lífi hans Golf Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Kylfingurinn Sverrir Þorleifsson segir að golfið hafi bjargað lífi sínu en hann hefur glímt við þunglyndi og lágt sjálfsmat árum saman. Hann þurfti bara fyrstu níu holurnar til að finna út að golfið væri rétta íþróttagreinin fyrir hann. Sverrir Þorleifsson, félagi í Golfklúbbi Mosfellsbæjar, hefur glímt við andleg veikindi um hríð. Hann vill meina að golfið hafi bjargað lífi sínu. Golfarinn á Stöð 2 fjallar um allar hliðar golfsins hér á landi og fékk að kynnast sögu Sverris. „Golfið kom á hárréttum tíma inn í mitt líf. Ég hef glímt við andlega erfiðleika og var ekki á góðum stað árið 2007. Mágur minn kom og dreif mig með sér í golf. Ég hafði ekki haft mikið dálæti á því, fundist þetta asnalegt og sóun á beitilandi. Svo prufaði ég þetta bara. Ég var ekkert góður eða neitt en fannst ég vera ofboðslega velkominn inn í þetta samfélag sem golfarar mynda. Allir tóku svo vel á móti mér og svo fór ég bara heim og keypti golfsett,“ sagði Sverrir Þorleifsson í samtali við Hlyn Sigurðsson, umsjónarmanns þáttarins um Golfarann á Stöð 2 en viðtalið við Sverri verður í þætti kvöldsins sem hefst klukkan 19.30 á Stöð 2 í kvöld. „Móttökurnar, útiveran og félagsskapurinn. Ég er uppalinn á Dalvík og þar voru ekkert rosalega margir að koma nýir inn í klúbbinn, Mér var því tekið með miklum fögnuði og svo fór ég bara „all in“ eins og ég geri. Þetta var bara frá fyrstu mínútu. Ég spilaði þarna níu holur, gati ekki neitt, kunni ekki neitt og vissi ekki neitt um þetta. Svo bara byrjaði maður og varð aðeins skárri,“ nefnir Sverrir sem lykilatriði fyrir sig að komast strax svona vel inn í þennan heim. „Golfið bjargaði lífi mínu. Ég væri ekkert hérna ef ég hefði ekki byrjað í golfi,“ sagði Sverrir en hér fyrir neðan má sjá brot úr þessu viðtali við Sverri sem verður í þætti kvöldsins.Klippa: Golfið bjargaði lífi hans
Golf Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira