Kylfingum hefur ekki fjölgað meira í heilan áratug Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júlí 2019 17:00 Ungum kylfingum fjölgar á Íslandi. Mynd/GSÍ/Seth Golfsamband Íslands vekur athygli á mikilli fjölgun í íþrótt sinni á þessu ári en þetta kemur fram í frétt á heimasíðu sambandsins. Ungum og gömlum kylfingum fjölgar mest. Þar segir að umtalsverð fjölgun sé í golfhreyfingunni á Íslandi miðað við þau gögn sem lágu fyrir í félagaskrá í golfklúbbum landsins þann 1. júlí síðastliðinn. Um fjögur prósent heildaraukning er á landsvísu eða sem nemur tæplega 700 kylfingum. Alls voru 17.859 kylfingar skráðir þann 1. júlí síðastliðinn og er þetta er mesta fjölgunin frá árinu 2009 eða í áratug. Athygli vekur að aukningin er mest hjá þeim allra yngstu og elstu í hreyfingunni, 9 ára og yngri og 60 ára og eldri. Rúmlega 60 prósent allra kylfinga eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu. Aukningin er mest á því svæði, og einnig á Suðurlandi en 76 prósent skráðra kylfinga búa á þessum svæðum. Einnig fjölgaði á Suðurnesjum og á Vesturlandi. Golfklúbbur Brautarholts bætir hlutfallslega mest við sig nýjum kylfingum eða um 85 prósent aukning. Margir golfklúbbar eru með töluverða fjölgun í sínum röðum en heildarlistann má sjá í fréttinni á heimasíðu GSÍsem má nálgast hér. Golf Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Golfsamband Íslands vekur athygli á mikilli fjölgun í íþrótt sinni á þessu ári en þetta kemur fram í frétt á heimasíðu sambandsins. Ungum og gömlum kylfingum fjölgar mest. Þar segir að umtalsverð fjölgun sé í golfhreyfingunni á Íslandi miðað við þau gögn sem lágu fyrir í félagaskrá í golfklúbbum landsins þann 1. júlí síðastliðinn. Um fjögur prósent heildaraukning er á landsvísu eða sem nemur tæplega 700 kylfingum. Alls voru 17.859 kylfingar skráðir þann 1. júlí síðastliðinn og er þetta er mesta fjölgunin frá árinu 2009 eða í áratug. Athygli vekur að aukningin er mest hjá þeim allra yngstu og elstu í hreyfingunni, 9 ára og yngri og 60 ára og eldri. Rúmlega 60 prósent allra kylfinga eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu. Aukningin er mest á því svæði, og einnig á Suðurlandi en 76 prósent skráðra kylfinga búa á þessum svæðum. Einnig fjölgaði á Suðurnesjum og á Vesturlandi. Golfklúbbur Brautarholts bætir hlutfallslega mest við sig nýjum kylfingum eða um 85 prósent aukning. Margir golfklúbbar eru með töluverða fjölgun í sínum röðum en heildarlistann má sjá í fréttinni á heimasíðu GSÍsem má nálgast hér.
Golf Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti