„Þetta er barnaskemmtun og hann var bara ekki í ástandi“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. júlí 2019 11:15 Gísli Pálmi er meðal áhrifameiri rapptónlistarmanna landsins. Lag hans Set mig í gang, sem kom út árið 2011, er af mörgum talið hafið blásið nýju lífi í íslenska rappið. Vísir/Vilhelm „Það var ekki ætlunin að gera neitt mál úr þessu,“ segir Pétur Albert Sigurðsson, einn skipuleggjenda Dýrafjarðardaga, aðspurður um hvers vegna tónlistarmaðurinn Gísli Pálmi Sigurðarson hafi ekki stigið á stokk á hátíðinni í ár. „Þetta er barnaskemmtun og hann var bara ekki í ástandi.“ Dýrafjarðardagar fóru fram á Þingeyri í upphafi mánaðar, hátíðinni hefur vaxið fiskur um hrygg á undanförnum árum og áætlað er að um 2000 manns hafi verið á Þingeyri þegar mest lét í ár. Íbúafjöldi bæjarins margfaldaðist. „Það er eins og ef það væru tvær milljónir á Klambratúni,“ segir Pétur léttur. Aðalsmerki hátíðarinnar og um leið eitt helsta aðdráttarafl hennar er ríkuleg tónlistardagskrá, stórtónleikar í Bjarnaborg þar sem ekkert kostar inn. Tónlistarfólkið sem þar kom fram í ár er ekki af verri endanum; JóiPé & Króli, GDRN, bræðurnir Friðrik Dór og Jón Jónsson, Bríet, Dúndurfréttir, Huginn, Daði Freyr og fleiri. Það vakti þó athygli gesta að rapparinn Gísli Pálmi, sem auglýst hafði verið að myndi stíga á stokk í Bjarnaborg, lét ekki sjá sig. Gísla Pálma hafði verið flogið inn frá Reykjavík síðdegis þennan sama dag. Þegar klukkan sló 19:30 og komið var að Gísla í dagskránni gripu skipuleggjendur þó í taumana. „Ég hleypti honum ekkert upp á svið,“ segir Pétur. „Hann var bara ekki í ástandi.“ Örstutt hlé var gert á dagskránni meðan næsti tónlistarmaður gerði sig kláran og Gísla var komið aftur upp í flugvél. „Við sendum hann því bara heim aftur að hvíla sig, það var ekkert flóknara en það. Það urðu engin eftirmálar af því eða vesen, hann bara var ekki í standi og gat því ekki spilað þarna.“Löng glíma Gísli Pálmi hefur tjáð sig opinskátt um glímu sína við fíkniefnadjöfulinn, hann hafi ekki verið nema 11 ára gamall þegar hann fór fyrst að sækjast í vímuna.„Maður er löngu kominn á þann stað að vera fíkill. Maður er búinn að brjótast inn út um allt og maður var að fjármagna neysluna sína með allskonar hætti. Með innbrotsþýfi og stolnu dóti. Maður lærði þetta af eldri gaurum og svona endist maður í þessu. Þegar ég var 15-16 ára gamall var ég kominn langt út af brautinni og var á kolvitlausum stað,“ sagði Gísli Pálmi í þættinum Rapp í Reykjavík, sem sýndur var á Stöð 2. Neysla og óheflaður lífstíll Gísla er jafnframt fyrirferðamikil í textasmíð hans, til að mynda á fyrstu plötu hans sem kom út árið 2015. Platan seldist í bílförmum og var meðal þeirra söluhæstu í sögu Smekkleysu. Þrátt fyrir gagnrýni sagðist Gísli ekki ætla að hætta að segja sögu sína og sannleikann. „Hvaða góðir tónlistarmenn eru góðar fyrirmyndir? Það er ekki það sem ég er að reyna að skapa. Þetta er bara lífsreynslan mín og ég reyni meira að segja að fela hlutina, dempa þá niður og dulkóða þá. Auðvitað er þetta gróft sums staðar en þetta er raunveruleikinn eins og hann er,“ sagði Gísli Pálmi skömmu eftir útgáfu plötunnar. Ísafjarðarbær Tónlist Tengdar fréttir Faðir biðlar til Gísla Pálma um upplýsingar varðandi andlát dóttur sinnar Faðir Evu Maríu Þorvarðardóttur sem lést eftir of stóran skammt af MDMA árið 2013 segir dóttur sína hafa látist í partýi hjá Gísla Pálma. 7. júní 2016 12:15 Gísli Pálmi beitti skyndihjálp á vin sinn Rapparinn Gísli Pálmi Sigurðsson beitti skyndihjálp á vin sinn er hann missti meðvitund í miðbænum aðfaranótt sunnudags. 25. ágúst 2016 19:47 Bubbi bendir á læknana: „Gísli Pálmi er ekki sökudólgurinn“ Bubbi segist vona að Gísla Pálma beri gæfa til þess að verða edrú því lífið sé stórkostlegt án efna. 30. ágúst 2016 10:45 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
„Það var ekki ætlunin að gera neitt mál úr þessu,“ segir Pétur Albert Sigurðsson, einn skipuleggjenda Dýrafjarðardaga, aðspurður um hvers vegna tónlistarmaðurinn Gísli Pálmi Sigurðarson hafi ekki stigið á stokk á hátíðinni í ár. „Þetta er barnaskemmtun og hann var bara ekki í ástandi.“ Dýrafjarðardagar fóru fram á Þingeyri í upphafi mánaðar, hátíðinni hefur vaxið fiskur um hrygg á undanförnum árum og áætlað er að um 2000 manns hafi verið á Þingeyri þegar mest lét í ár. Íbúafjöldi bæjarins margfaldaðist. „Það er eins og ef það væru tvær milljónir á Klambratúni,“ segir Pétur léttur. Aðalsmerki hátíðarinnar og um leið eitt helsta aðdráttarafl hennar er ríkuleg tónlistardagskrá, stórtónleikar í Bjarnaborg þar sem ekkert kostar inn. Tónlistarfólkið sem þar kom fram í ár er ekki af verri endanum; JóiPé & Króli, GDRN, bræðurnir Friðrik Dór og Jón Jónsson, Bríet, Dúndurfréttir, Huginn, Daði Freyr og fleiri. Það vakti þó athygli gesta að rapparinn Gísli Pálmi, sem auglýst hafði verið að myndi stíga á stokk í Bjarnaborg, lét ekki sjá sig. Gísla Pálma hafði verið flogið inn frá Reykjavík síðdegis þennan sama dag. Þegar klukkan sló 19:30 og komið var að Gísla í dagskránni gripu skipuleggjendur þó í taumana. „Ég hleypti honum ekkert upp á svið,“ segir Pétur. „Hann var bara ekki í ástandi.“ Örstutt hlé var gert á dagskránni meðan næsti tónlistarmaður gerði sig kláran og Gísla var komið aftur upp í flugvél. „Við sendum hann því bara heim aftur að hvíla sig, það var ekkert flóknara en það. Það urðu engin eftirmálar af því eða vesen, hann bara var ekki í standi og gat því ekki spilað þarna.“Löng glíma Gísli Pálmi hefur tjáð sig opinskátt um glímu sína við fíkniefnadjöfulinn, hann hafi ekki verið nema 11 ára gamall þegar hann fór fyrst að sækjast í vímuna.„Maður er löngu kominn á þann stað að vera fíkill. Maður er búinn að brjótast inn út um allt og maður var að fjármagna neysluna sína með allskonar hætti. Með innbrotsþýfi og stolnu dóti. Maður lærði þetta af eldri gaurum og svona endist maður í þessu. Þegar ég var 15-16 ára gamall var ég kominn langt út af brautinni og var á kolvitlausum stað,“ sagði Gísli Pálmi í þættinum Rapp í Reykjavík, sem sýndur var á Stöð 2. Neysla og óheflaður lífstíll Gísla er jafnframt fyrirferðamikil í textasmíð hans, til að mynda á fyrstu plötu hans sem kom út árið 2015. Platan seldist í bílförmum og var meðal þeirra söluhæstu í sögu Smekkleysu. Þrátt fyrir gagnrýni sagðist Gísli ekki ætla að hætta að segja sögu sína og sannleikann. „Hvaða góðir tónlistarmenn eru góðar fyrirmyndir? Það er ekki það sem ég er að reyna að skapa. Þetta er bara lífsreynslan mín og ég reyni meira að segja að fela hlutina, dempa þá niður og dulkóða þá. Auðvitað er þetta gróft sums staðar en þetta er raunveruleikinn eins og hann er,“ sagði Gísli Pálmi skömmu eftir útgáfu plötunnar.
Ísafjarðarbær Tónlist Tengdar fréttir Faðir biðlar til Gísla Pálma um upplýsingar varðandi andlát dóttur sinnar Faðir Evu Maríu Þorvarðardóttur sem lést eftir of stóran skammt af MDMA árið 2013 segir dóttur sína hafa látist í partýi hjá Gísla Pálma. 7. júní 2016 12:15 Gísli Pálmi beitti skyndihjálp á vin sinn Rapparinn Gísli Pálmi Sigurðsson beitti skyndihjálp á vin sinn er hann missti meðvitund í miðbænum aðfaranótt sunnudags. 25. ágúst 2016 19:47 Bubbi bendir á læknana: „Gísli Pálmi er ekki sökudólgurinn“ Bubbi segist vona að Gísla Pálma beri gæfa til þess að verða edrú því lífið sé stórkostlegt án efna. 30. ágúst 2016 10:45 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Faðir biðlar til Gísla Pálma um upplýsingar varðandi andlát dóttur sinnar Faðir Evu Maríu Þorvarðardóttur sem lést eftir of stóran skammt af MDMA árið 2013 segir dóttur sína hafa látist í partýi hjá Gísla Pálma. 7. júní 2016 12:15
Gísli Pálmi beitti skyndihjálp á vin sinn Rapparinn Gísli Pálmi Sigurðsson beitti skyndihjálp á vin sinn er hann missti meðvitund í miðbænum aðfaranótt sunnudags. 25. ágúst 2016 19:47
Bubbi bendir á læknana: „Gísli Pálmi er ekki sökudólgurinn“ Bubbi segist vona að Gísla Pálma beri gæfa til þess að verða edrú því lífið sé stórkostlegt án efna. 30. ágúst 2016 10:45
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent