„Þetta er barnaskemmtun og hann var bara ekki í ástandi“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. júlí 2019 11:15 Gísli Pálmi er meðal áhrifameiri rapptónlistarmanna landsins. Lag hans Set mig í gang, sem kom út árið 2011, er af mörgum talið hafið blásið nýju lífi í íslenska rappið. Vísir/Vilhelm „Það var ekki ætlunin að gera neitt mál úr þessu,“ segir Pétur Albert Sigurðsson, einn skipuleggjenda Dýrafjarðardaga, aðspurður um hvers vegna tónlistarmaðurinn Gísli Pálmi Sigurðarson hafi ekki stigið á stokk á hátíðinni í ár. „Þetta er barnaskemmtun og hann var bara ekki í ástandi.“ Dýrafjarðardagar fóru fram á Þingeyri í upphafi mánaðar, hátíðinni hefur vaxið fiskur um hrygg á undanförnum árum og áætlað er að um 2000 manns hafi verið á Þingeyri þegar mest lét í ár. Íbúafjöldi bæjarins margfaldaðist. „Það er eins og ef það væru tvær milljónir á Klambratúni,“ segir Pétur léttur. Aðalsmerki hátíðarinnar og um leið eitt helsta aðdráttarafl hennar er ríkuleg tónlistardagskrá, stórtónleikar í Bjarnaborg þar sem ekkert kostar inn. Tónlistarfólkið sem þar kom fram í ár er ekki af verri endanum; JóiPé & Króli, GDRN, bræðurnir Friðrik Dór og Jón Jónsson, Bríet, Dúndurfréttir, Huginn, Daði Freyr og fleiri. Það vakti þó athygli gesta að rapparinn Gísli Pálmi, sem auglýst hafði verið að myndi stíga á stokk í Bjarnaborg, lét ekki sjá sig. Gísla Pálma hafði verið flogið inn frá Reykjavík síðdegis þennan sama dag. Þegar klukkan sló 19:30 og komið var að Gísla í dagskránni gripu skipuleggjendur þó í taumana. „Ég hleypti honum ekkert upp á svið,“ segir Pétur. „Hann var bara ekki í ástandi.“ Örstutt hlé var gert á dagskránni meðan næsti tónlistarmaður gerði sig kláran og Gísla var komið aftur upp í flugvél. „Við sendum hann því bara heim aftur að hvíla sig, það var ekkert flóknara en það. Það urðu engin eftirmálar af því eða vesen, hann bara var ekki í standi og gat því ekki spilað þarna.“Löng glíma Gísli Pálmi hefur tjáð sig opinskátt um glímu sína við fíkniefnadjöfulinn, hann hafi ekki verið nema 11 ára gamall þegar hann fór fyrst að sækjast í vímuna.„Maður er löngu kominn á þann stað að vera fíkill. Maður er búinn að brjótast inn út um allt og maður var að fjármagna neysluna sína með allskonar hætti. Með innbrotsþýfi og stolnu dóti. Maður lærði þetta af eldri gaurum og svona endist maður í þessu. Þegar ég var 15-16 ára gamall var ég kominn langt út af brautinni og var á kolvitlausum stað,“ sagði Gísli Pálmi í þættinum Rapp í Reykjavík, sem sýndur var á Stöð 2. Neysla og óheflaður lífstíll Gísla er jafnframt fyrirferðamikil í textasmíð hans, til að mynda á fyrstu plötu hans sem kom út árið 2015. Platan seldist í bílförmum og var meðal þeirra söluhæstu í sögu Smekkleysu. Þrátt fyrir gagnrýni sagðist Gísli ekki ætla að hætta að segja sögu sína og sannleikann. „Hvaða góðir tónlistarmenn eru góðar fyrirmyndir? Það er ekki það sem ég er að reyna að skapa. Þetta er bara lífsreynslan mín og ég reyni meira að segja að fela hlutina, dempa þá niður og dulkóða þá. Auðvitað er þetta gróft sums staðar en þetta er raunveruleikinn eins og hann er,“ sagði Gísli Pálmi skömmu eftir útgáfu plötunnar. Ísafjarðarbær Tónlist Tengdar fréttir Faðir biðlar til Gísla Pálma um upplýsingar varðandi andlát dóttur sinnar Faðir Evu Maríu Þorvarðardóttur sem lést eftir of stóran skammt af MDMA árið 2013 segir dóttur sína hafa látist í partýi hjá Gísla Pálma. 7. júní 2016 12:15 Gísli Pálmi beitti skyndihjálp á vin sinn Rapparinn Gísli Pálmi Sigurðsson beitti skyndihjálp á vin sinn er hann missti meðvitund í miðbænum aðfaranótt sunnudags. 25. ágúst 2016 19:47 Bubbi bendir á læknana: „Gísli Pálmi er ekki sökudólgurinn“ Bubbi segist vona að Gísla Pálma beri gæfa til þess að verða edrú því lífið sé stórkostlegt án efna. 30. ágúst 2016 10:45 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Sjá meira
„Það var ekki ætlunin að gera neitt mál úr þessu,“ segir Pétur Albert Sigurðsson, einn skipuleggjenda Dýrafjarðardaga, aðspurður um hvers vegna tónlistarmaðurinn Gísli Pálmi Sigurðarson hafi ekki stigið á stokk á hátíðinni í ár. „Þetta er barnaskemmtun og hann var bara ekki í ástandi.“ Dýrafjarðardagar fóru fram á Þingeyri í upphafi mánaðar, hátíðinni hefur vaxið fiskur um hrygg á undanförnum árum og áætlað er að um 2000 manns hafi verið á Þingeyri þegar mest lét í ár. Íbúafjöldi bæjarins margfaldaðist. „Það er eins og ef það væru tvær milljónir á Klambratúni,“ segir Pétur léttur. Aðalsmerki hátíðarinnar og um leið eitt helsta aðdráttarafl hennar er ríkuleg tónlistardagskrá, stórtónleikar í Bjarnaborg þar sem ekkert kostar inn. Tónlistarfólkið sem þar kom fram í ár er ekki af verri endanum; JóiPé & Króli, GDRN, bræðurnir Friðrik Dór og Jón Jónsson, Bríet, Dúndurfréttir, Huginn, Daði Freyr og fleiri. Það vakti þó athygli gesta að rapparinn Gísli Pálmi, sem auglýst hafði verið að myndi stíga á stokk í Bjarnaborg, lét ekki sjá sig. Gísla Pálma hafði verið flogið inn frá Reykjavík síðdegis þennan sama dag. Þegar klukkan sló 19:30 og komið var að Gísla í dagskránni gripu skipuleggjendur þó í taumana. „Ég hleypti honum ekkert upp á svið,“ segir Pétur. „Hann var bara ekki í ástandi.“ Örstutt hlé var gert á dagskránni meðan næsti tónlistarmaður gerði sig kláran og Gísla var komið aftur upp í flugvél. „Við sendum hann því bara heim aftur að hvíla sig, það var ekkert flóknara en það. Það urðu engin eftirmálar af því eða vesen, hann bara var ekki í standi og gat því ekki spilað þarna.“Löng glíma Gísli Pálmi hefur tjáð sig opinskátt um glímu sína við fíkniefnadjöfulinn, hann hafi ekki verið nema 11 ára gamall þegar hann fór fyrst að sækjast í vímuna.„Maður er löngu kominn á þann stað að vera fíkill. Maður er búinn að brjótast inn út um allt og maður var að fjármagna neysluna sína með allskonar hætti. Með innbrotsþýfi og stolnu dóti. Maður lærði þetta af eldri gaurum og svona endist maður í þessu. Þegar ég var 15-16 ára gamall var ég kominn langt út af brautinni og var á kolvitlausum stað,“ sagði Gísli Pálmi í þættinum Rapp í Reykjavík, sem sýndur var á Stöð 2. Neysla og óheflaður lífstíll Gísla er jafnframt fyrirferðamikil í textasmíð hans, til að mynda á fyrstu plötu hans sem kom út árið 2015. Platan seldist í bílförmum og var meðal þeirra söluhæstu í sögu Smekkleysu. Þrátt fyrir gagnrýni sagðist Gísli ekki ætla að hætta að segja sögu sína og sannleikann. „Hvaða góðir tónlistarmenn eru góðar fyrirmyndir? Það er ekki það sem ég er að reyna að skapa. Þetta er bara lífsreynslan mín og ég reyni meira að segja að fela hlutina, dempa þá niður og dulkóða þá. Auðvitað er þetta gróft sums staðar en þetta er raunveruleikinn eins og hann er,“ sagði Gísli Pálmi skömmu eftir útgáfu plötunnar.
Ísafjarðarbær Tónlist Tengdar fréttir Faðir biðlar til Gísla Pálma um upplýsingar varðandi andlát dóttur sinnar Faðir Evu Maríu Þorvarðardóttur sem lést eftir of stóran skammt af MDMA árið 2013 segir dóttur sína hafa látist í partýi hjá Gísla Pálma. 7. júní 2016 12:15 Gísli Pálmi beitti skyndihjálp á vin sinn Rapparinn Gísli Pálmi Sigurðsson beitti skyndihjálp á vin sinn er hann missti meðvitund í miðbænum aðfaranótt sunnudags. 25. ágúst 2016 19:47 Bubbi bendir á læknana: „Gísli Pálmi er ekki sökudólgurinn“ Bubbi segist vona að Gísla Pálma beri gæfa til þess að verða edrú því lífið sé stórkostlegt án efna. 30. ágúst 2016 10:45 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Sjá meira
Faðir biðlar til Gísla Pálma um upplýsingar varðandi andlát dóttur sinnar Faðir Evu Maríu Þorvarðardóttur sem lést eftir of stóran skammt af MDMA árið 2013 segir dóttur sína hafa látist í partýi hjá Gísla Pálma. 7. júní 2016 12:15
Gísli Pálmi beitti skyndihjálp á vin sinn Rapparinn Gísli Pálmi Sigurðsson beitti skyndihjálp á vin sinn er hann missti meðvitund í miðbænum aðfaranótt sunnudags. 25. ágúst 2016 19:47
Bubbi bendir á læknana: „Gísli Pálmi er ekki sökudólgurinn“ Bubbi segist vona að Gísla Pálma beri gæfa til þess að verða edrú því lífið sé stórkostlegt án efna. 30. ágúst 2016 10:45