Franskir íhaldsmenn ætla að hunsa Gretu Thunberg Kjartan Kjartansson skrifar 23. júlí 2019 13:43 Thunberg var boðið á ráðstefnu ungra aðgerðasinna í loftslagsmálum í franska þinginu í dag. Vísir/EPA Hópur hægriöfga- og íhaldsþingmanna á franska þinginu ætla að sniðganga fund þingnefndar með Gretu Thunberg, sænsku unglingsstúlkunni sem hefur staðið fyrir skólaverkföllum til að krefjast aðgerða í loftslagsmálum. Þingmennirnir hafa hæðst að Thunberg á samfélagsmiðlum undanfarna daga. Þverpólitískur hópur þingmanna bauð Thunberg að koma fyrir þingnefnd í dag. Hún ætlar jafnframt að fylgjast með þingfundi á þingpöllum. Heimsókn Thunberg hugnast ekki þingmönnum úr íhaldsflokkinum Repúblikönunum og hægriöfgaflokknum Þjóðfylkingunni. Að sögn Reuters-fréttastofunnar ætla þeir að sniðganga táninginn þegar hún heimsækir þingið. „Ég bið félaga mína um að sniðganga Gretu Thunberg. Við þurfum ekki á heimsendaspámönnum að halda,“ tísti Guillaume Larrive sem er framboði til formanns Repúblikananna. „Þið getið ekki fengið Jóhönnu af Örk loftslagsbreytingar í salinn þegar þingið greiðir atkvæði um viðskiptasamning Evrópusambandsins og Kanada,“ sagði Jordan Bardella, Evrópuþingmaður Þjóðfylkingarinnar. Brune Poirson, aðstoðarumhverfisráðherra Frakklands, gaf lítið fyrir gagnrýni hægrimannanna. „Að sniðganga ræðu sextán ára gamallar stúlku, hvað eru þeir hræddir við?“ spurði hann.Skotspónn íhaldsmanna á Íslandi og víðar Thunberg vakti heimsathygli þegar hún fór í svonefnt skólaverkfall fyrir loftslagið, vikuleg mótmæli til að krefjast loftslagsaðgerða, í fyrra. Milljónir barna og ungmenna um allan heim hafa síðan fylgt fordæmi hennar, þar á meðal íslensk börn. Boðskapur Thunberg hefur farið fyrir brjóstið á íhaldsmönnum víða um heim sem eru andsnúnir aðgerðum til að stöðva loftslagsbreytingar af völdum manna. Hefur hún sætt árásum úr þeim ranni sem hafa stundum beinst að þeirri staðreynd að hún er á einhverfurófi. Íslenskir íhaldsmenn hafa tekið þátt í þeim árásum. Í nafnlausum dálki í Viðskiptablaðinu í maí var Thunberg uppnefnd „heilög Greta“ og hún sökuð um að leiða nýja „barnakrossferð“. Útvarp Saga hafði þá áður birt grein þar sem Thunberg var sögð handbendi George Soros, bandarísk-ungverska auðkýfingsins, sem hefur verið grýla hægriöfgaafla. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Miðflokksins, vísaði til Thunberg í grein sem hann skrifaði Morgunblaðið í gær. Þar sagði hann kröfur hennar og barna í skólaverkföllum „fullkomlega óraunhæfar“. „Það þora bara fáir að segja það. Það er auðveldara að lofa börnin fyrir framtakið og það að skrópa í skóla,“ skrifaði hann. Frakkland Loftslagsmál Tengdar fréttir Fjöldi nemenda skellti sér í enn eitt verkfallið fyrir loftslagið Fjöldi ungmenna kom saman á Austurvelli í hádeginu til að minna stjornmálamenn á að grípa til þeirra aðgerða sem nauðsynlegar séu til að staðið verði við ákvæði Parísarsamkomulagsins. 24. maí 2019 13:35 Fer frá eftir Downs-ummæli um Gretu Thunberg Á Facebook-síðu sænsk forstjóra stóð um Thunberg að hún væri eins nálægt því að vera með Downs-heilkennið og hægt væri að komast. Forstjórinn hefur nú látið af störfum. 24. maí 2019 16:26 Hafa fengið mikla gagnrýni og hótanir Greta er með Asperger sem hún segir gera það að verkum að hún sjái í gegnum lygar. 24. apríl 2019 11:21 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Hópur hægriöfga- og íhaldsþingmanna á franska þinginu ætla að sniðganga fund þingnefndar með Gretu Thunberg, sænsku unglingsstúlkunni sem hefur staðið fyrir skólaverkföllum til að krefjast aðgerða í loftslagsmálum. Þingmennirnir hafa hæðst að Thunberg á samfélagsmiðlum undanfarna daga. Þverpólitískur hópur þingmanna bauð Thunberg að koma fyrir þingnefnd í dag. Hún ætlar jafnframt að fylgjast með þingfundi á þingpöllum. Heimsókn Thunberg hugnast ekki þingmönnum úr íhaldsflokkinum Repúblikönunum og hægriöfgaflokknum Þjóðfylkingunni. Að sögn Reuters-fréttastofunnar ætla þeir að sniðganga táninginn þegar hún heimsækir þingið. „Ég bið félaga mína um að sniðganga Gretu Thunberg. Við þurfum ekki á heimsendaspámönnum að halda,“ tísti Guillaume Larrive sem er framboði til formanns Repúblikananna. „Þið getið ekki fengið Jóhönnu af Örk loftslagsbreytingar í salinn þegar þingið greiðir atkvæði um viðskiptasamning Evrópusambandsins og Kanada,“ sagði Jordan Bardella, Evrópuþingmaður Þjóðfylkingarinnar. Brune Poirson, aðstoðarumhverfisráðherra Frakklands, gaf lítið fyrir gagnrýni hægrimannanna. „Að sniðganga ræðu sextán ára gamallar stúlku, hvað eru þeir hræddir við?“ spurði hann.Skotspónn íhaldsmanna á Íslandi og víðar Thunberg vakti heimsathygli þegar hún fór í svonefnt skólaverkfall fyrir loftslagið, vikuleg mótmæli til að krefjast loftslagsaðgerða, í fyrra. Milljónir barna og ungmenna um allan heim hafa síðan fylgt fordæmi hennar, þar á meðal íslensk börn. Boðskapur Thunberg hefur farið fyrir brjóstið á íhaldsmönnum víða um heim sem eru andsnúnir aðgerðum til að stöðva loftslagsbreytingar af völdum manna. Hefur hún sætt árásum úr þeim ranni sem hafa stundum beinst að þeirri staðreynd að hún er á einhverfurófi. Íslenskir íhaldsmenn hafa tekið þátt í þeim árásum. Í nafnlausum dálki í Viðskiptablaðinu í maí var Thunberg uppnefnd „heilög Greta“ og hún sökuð um að leiða nýja „barnakrossferð“. Útvarp Saga hafði þá áður birt grein þar sem Thunberg var sögð handbendi George Soros, bandarísk-ungverska auðkýfingsins, sem hefur verið grýla hægriöfgaafla. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Miðflokksins, vísaði til Thunberg í grein sem hann skrifaði Morgunblaðið í gær. Þar sagði hann kröfur hennar og barna í skólaverkföllum „fullkomlega óraunhæfar“. „Það þora bara fáir að segja það. Það er auðveldara að lofa börnin fyrir framtakið og það að skrópa í skóla,“ skrifaði hann.
Frakkland Loftslagsmál Tengdar fréttir Fjöldi nemenda skellti sér í enn eitt verkfallið fyrir loftslagið Fjöldi ungmenna kom saman á Austurvelli í hádeginu til að minna stjornmálamenn á að grípa til þeirra aðgerða sem nauðsynlegar séu til að staðið verði við ákvæði Parísarsamkomulagsins. 24. maí 2019 13:35 Fer frá eftir Downs-ummæli um Gretu Thunberg Á Facebook-síðu sænsk forstjóra stóð um Thunberg að hún væri eins nálægt því að vera með Downs-heilkennið og hægt væri að komast. Forstjórinn hefur nú látið af störfum. 24. maí 2019 16:26 Hafa fengið mikla gagnrýni og hótanir Greta er með Asperger sem hún segir gera það að verkum að hún sjái í gegnum lygar. 24. apríl 2019 11:21 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Fjöldi nemenda skellti sér í enn eitt verkfallið fyrir loftslagið Fjöldi ungmenna kom saman á Austurvelli í hádeginu til að minna stjornmálamenn á að grípa til þeirra aðgerða sem nauðsynlegar séu til að staðið verði við ákvæði Parísarsamkomulagsins. 24. maí 2019 13:35
Fer frá eftir Downs-ummæli um Gretu Thunberg Á Facebook-síðu sænsk forstjóra stóð um Thunberg að hún væri eins nálægt því að vera með Downs-heilkennið og hægt væri að komast. Forstjórinn hefur nú látið af störfum. 24. maí 2019 16:26
Hafa fengið mikla gagnrýni og hótanir Greta er með Asperger sem hún segir gera það að verkum að hún sjái í gegnum lygar. 24. apríl 2019 11:21