Franskir íhaldsmenn ætla að hunsa Gretu Thunberg Kjartan Kjartansson skrifar 23. júlí 2019 13:43 Thunberg var boðið á ráðstefnu ungra aðgerðasinna í loftslagsmálum í franska þinginu í dag. Vísir/EPA Hópur hægriöfga- og íhaldsþingmanna á franska þinginu ætla að sniðganga fund þingnefndar með Gretu Thunberg, sænsku unglingsstúlkunni sem hefur staðið fyrir skólaverkföllum til að krefjast aðgerða í loftslagsmálum. Þingmennirnir hafa hæðst að Thunberg á samfélagsmiðlum undanfarna daga. Þverpólitískur hópur þingmanna bauð Thunberg að koma fyrir þingnefnd í dag. Hún ætlar jafnframt að fylgjast með þingfundi á þingpöllum. Heimsókn Thunberg hugnast ekki þingmönnum úr íhaldsflokkinum Repúblikönunum og hægriöfgaflokknum Þjóðfylkingunni. Að sögn Reuters-fréttastofunnar ætla þeir að sniðganga táninginn þegar hún heimsækir þingið. „Ég bið félaga mína um að sniðganga Gretu Thunberg. Við þurfum ekki á heimsendaspámönnum að halda,“ tísti Guillaume Larrive sem er framboði til formanns Repúblikananna. „Þið getið ekki fengið Jóhönnu af Örk loftslagsbreytingar í salinn þegar þingið greiðir atkvæði um viðskiptasamning Evrópusambandsins og Kanada,“ sagði Jordan Bardella, Evrópuþingmaður Þjóðfylkingarinnar. Brune Poirson, aðstoðarumhverfisráðherra Frakklands, gaf lítið fyrir gagnrýni hægrimannanna. „Að sniðganga ræðu sextán ára gamallar stúlku, hvað eru þeir hræddir við?“ spurði hann.Skotspónn íhaldsmanna á Íslandi og víðar Thunberg vakti heimsathygli þegar hún fór í svonefnt skólaverkfall fyrir loftslagið, vikuleg mótmæli til að krefjast loftslagsaðgerða, í fyrra. Milljónir barna og ungmenna um allan heim hafa síðan fylgt fordæmi hennar, þar á meðal íslensk börn. Boðskapur Thunberg hefur farið fyrir brjóstið á íhaldsmönnum víða um heim sem eru andsnúnir aðgerðum til að stöðva loftslagsbreytingar af völdum manna. Hefur hún sætt árásum úr þeim ranni sem hafa stundum beinst að þeirri staðreynd að hún er á einhverfurófi. Íslenskir íhaldsmenn hafa tekið þátt í þeim árásum. Í nafnlausum dálki í Viðskiptablaðinu í maí var Thunberg uppnefnd „heilög Greta“ og hún sökuð um að leiða nýja „barnakrossferð“. Útvarp Saga hafði þá áður birt grein þar sem Thunberg var sögð handbendi George Soros, bandarísk-ungverska auðkýfingsins, sem hefur verið grýla hægriöfgaafla. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Miðflokksins, vísaði til Thunberg í grein sem hann skrifaði Morgunblaðið í gær. Þar sagði hann kröfur hennar og barna í skólaverkföllum „fullkomlega óraunhæfar“. „Það þora bara fáir að segja það. Það er auðveldara að lofa börnin fyrir framtakið og það að skrópa í skóla,“ skrifaði hann. Frakkland Loftslagsmál Tengdar fréttir Fjöldi nemenda skellti sér í enn eitt verkfallið fyrir loftslagið Fjöldi ungmenna kom saman á Austurvelli í hádeginu til að minna stjornmálamenn á að grípa til þeirra aðgerða sem nauðsynlegar séu til að staðið verði við ákvæði Parísarsamkomulagsins. 24. maí 2019 13:35 Fer frá eftir Downs-ummæli um Gretu Thunberg Á Facebook-síðu sænsk forstjóra stóð um Thunberg að hún væri eins nálægt því að vera með Downs-heilkennið og hægt væri að komast. Forstjórinn hefur nú látið af störfum. 24. maí 2019 16:26 Hafa fengið mikla gagnrýni og hótanir Greta er með Asperger sem hún segir gera það að verkum að hún sjái í gegnum lygar. 24. apríl 2019 11:21 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Hópur hægriöfga- og íhaldsþingmanna á franska þinginu ætla að sniðganga fund þingnefndar með Gretu Thunberg, sænsku unglingsstúlkunni sem hefur staðið fyrir skólaverkföllum til að krefjast aðgerða í loftslagsmálum. Þingmennirnir hafa hæðst að Thunberg á samfélagsmiðlum undanfarna daga. Þverpólitískur hópur þingmanna bauð Thunberg að koma fyrir þingnefnd í dag. Hún ætlar jafnframt að fylgjast með þingfundi á þingpöllum. Heimsókn Thunberg hugnast ekki þingmönnum úr íhaldsflokkinum Repúblikönunum og hægriöfgaflokknum Þjóðfylkingunni. Að sögn Reuters-fréttastofunnar ætla þeir að sniðganga táninginn þegar hún heimsækir þingið. „Ég bið félaga mína um að sniðganga Gretu Thunberg. Við þurfum ekki á heimsendaspámönnum að halda,“ tísti Guillaume Larrive sem er framboði til formanns Repúblikananna. „Þið getið ekki fengið Jóhönnu af Örk loftslagsbreytingar í salinn þegar þingið greiðir atkvæði um viðskiptasamning Evrópusambandsins og Kanada,“ sagði Jordan Bardella, Evrópuþingmaður Þjóðfylkingarinnar. Brune Poirson, aðstoðarumhverfisráðherra Frakklands, gaf lítið fyrir gagnrýni hægrimannanna. „Að sniðganga ræðu sextán ára gamallar stúlku, hvað eru þeir hræddir við?“ spurði hann.Skotspónn íhaldsmanna á Íslandi og víðar Thunberg vakti heimsathygli þegar hún fór í svonefnt skólaverkfall fyrir loftslagið, vikuleg mótmæli til að krefjast loftslagsaðgerða, í fyrra. Milljónir barna og ungmenna um allan heim hafa síðan fylgt fordæmi hennar, þar á meðal íslensk börn. Boðskapur Thunberg hefur farið fyrir brjóstið á íhaldsmönnum víða um heim sem eru andsnúnir aðgerðum til að stöðva loftslagsbreytingar af völdum manna. Hefur hún sætt árásum úr þeim ranni sem hafa stundum beinst að þeirri staðreynd að hún er á einhverfurófi. Íslenskir íhaldsmenn hafa tekið þátt í þeim árásum. Í nafnlausum dálki í Viðskiptablaðinu í maí var Thunberg uppnefnd „heilög Greta“ og hún sökuð um að leiða nýja „barnakrossferð“. Útvarp Saga hafði þá áður birt grein þar sem Thunberg var sögð handbendi George Soros, bandarísk-ungverska auðkýfingsins, sem hefur verið grýla hægriöfgaafla. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Miðflokksins, vísaði til Thunberg í grein sem hann skrifaði Morgunblaðið í gær. Þar sagði hann kröfur hennar og barna í skólaverkföllum „fullkomlega óraunhæfar“. „Það þora bara fáir að segja það. Það er auðveldara að lofa börnin fyrir framtakið og það að skrópa í skóla,“ skrifaði hann.
Frakkland Loftslagsmál Tengdar fréttir Fjöldi nemenda skellti sér í enn eitt verkfallið fyrir loftslagið Fjöldi ungmenna kom saman á Austurvelli í hádeginu til að minna stjornmálamenn á að grípa til þeirra aðgerða sem nauðsynlegar séu til að staðið verði við ákvæði Parísarsamkomulagsins. 24. maí 2019 13:35 Fer frá eftir Downs-ummæli um Gretu Thunberg Á Facebook-síðu sænsk forstjóra stóð um Thunberg að hún væri eins nálægt því að vera með Downs-heilkennið og hægt væri að komast. Forstjórinn hefur nú látið af störfum. 24. maí 2019 16:26 Hafa fengið mikla gagnrýni og hótanir Greta er með Asperger sem hún segir gera það að verkum að hún sjái í gegnum lygar. 24. apríl 2019 11:21 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Fjöldi nemenda skellti sér í enn eitt verkfallið fyrir loftslagið Fjöldi ungmenna kom saman á Austurvelli í hádeginu til að minna stjornmálamenn á að grípa til þeirra aðgerða sem nauðsynlegar séu til að staðið verði við ákvæði Parísarsamkomulagsins. 24. maí 2019 13:35
Fer frá eftir Downs-ummæli um Gretu Thunberg Á Facebook-síðu sænsk forstjóra stóð um Thunberg að hún væri eins nálægt því að vera með Downs-heilkennið og hægt væri að komast. Forstjórinn hefur nú látið af störfum. 24. maí 2019 16:26
Hafa fengið mikla gagnrýni og hótanir Greta er með Asperger sem hún segir gera það að verkum að hún sjái í gegnum lygar. 24. apríl 2019 11:21
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent