Adam Sandler sagður sýna stjörnuleik í væntanlegri mynd Birgir Olgeirsson skrifar 23. júlí 2019 15:32 Adam Sandler í Uncut Gems. TIFF Bandaríski leikarinn Adam Sandler er sagður sýna stjörnuleik í væntanlegri mynd sem verður sýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto. Myndin ber heitið Uncut Gems en þar er Sandler sagður í góðu formi og mögulega á pari við það sem hann sýndi í Punch Drunk Love eftir Paul Thomas Anderson og einnig í The Meyerowitz Stories eftir Noah Baumbach. Sandler hefur undanfarin ár verið þekktur fyrir gamanmyndir sem þykja ansi lágkúrulegar og latar en gagnrýnendur hafa keppst við að tæta þær í sig. Engu að síður státar Sandler af gífurlegum vinsældum en myndir hans eru með eitt mesta áhorfið á streymisveitum. Í Uncut Gems leikur Sandler skartgripasala í New York sem er gæddur miklum persónutöfrum. Skartgripasalinn er ávallt á höttunum eftir næsta stóra feng en í myndinni leggur hann allt í sölurnar til að ná þeim stærsta. Listrænn stjórnandi alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Toronto, Cameron Bailey, segir í samtali við IndieWire að Uncut Gems sé glæpatryllir sem gefi ekki tommu eftir. „Og það er hressandi að sjá Sandler í sinni bestu frammistöðu síðan hann var í Punch-Drunk Love,“ segir Bailey. Leikstjórar Uncut Gems eru bræðurnir Josh og Benny Safdie sem eiga að baki myndina Good Time sem skartaði Robert Pattinson í aðalhlutverki. Leikarinn hlaut mikið lof fyrir frammistöðu sína í þeirri mynd og var lengi vel orðaður við tilnefningu til Óskarsverðlauna. Aðrir leikarar í Uncut Gems eru Lakeith Stanfield, Idina Menzel, Judd Hirsch, Eric Bogosian, og Pom Klementieff. Netflix mun sjá um dreifingu myndarinnar á alþjóðavísu síðar á árinu. Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Bandaríski leikarinn Adam Sandler er sagður sýna stjörnuleik í væntanlegri mynd sem verður sýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto. Myndin ber heitið Uncut Gems en þar er Sandler sagður í góðu formi og mögulega á pari við það sem hann sýndi í Punch Drunk Love eftir Paul Thomas Anderson og einnig í The Meyerowitz Stories eftir Noah Baumbach. Sandler hefur undanfarin ár verið þekktur fyrir gamanmyndir sem þykja ansi lágkúrulegar og latar en gagnrýnendur hafa keppst við að tæta þær í sig. Engu að síður státar Sandler af gífurlegum vinsældum en myndir hans eru með eitt mesta áhorfið á streymisveitum. Í Uncut Gems leikur Sandler skartgripasala í New York sem er gæddur miklum persónutöfrum. Skartgripasalinn er ávallt á höttunum eftir næsta stóra feng en í myndinni leggur hann allt í sölurnar til að ná þeim stærsta. Listrænn stjórnandi alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Toronto, Cameron Bailey, segir í samtali við IndieWire að Uncut Gems sé glæpatryllir sem gefi ekki tommu eftir. „Og það er hressandi að sjá Sandler í sinni bestu frammistöðu síðan hann var í Punch-Drunk Love,“ segir Bailey. Leikstjórar Uncut Gems eru bræðurnir Josh og Benny Safdie sem eiga að baki myndina Good Time sem skartaði Robert Pattinson í aðalhlutverki. Leikarinn hlaut mikið lof fyrir frammistöðu sína í þeirri mynd og var lengi vel orðaður við tilnefningu til Óskarsverðlauna. Aðrir leikarar í Uncut Gems eru Lakeith Stanfield, Idina Menzel, Judd Hirsch, Eric Bogosian, og Pom Klementieff. Netflix mun sjá um dreifingu myndarinnar á alþjóðavísu síðar á árinu.
Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira