Finnst það engin forréttindi að heyja í þessari náttúruumgjörð Kristján Már Unnarsson skrifar 23. júlí 2019 21:01 Örn Jónasson, bóndi á Nesjum við Þingvallavatn, í viðtali við Stöð 2. Stöð 2/Einar Árnason. Afar misjafnt er milli sunnlenskra sveita hve snemma bændur hefja heyskap. Bóndinn á Nesjum í Grafningi hóf fyrsta slátt í síðustu viku og segist mánuði á eftir mörgum öðrum á Suðurlandi, - ekki aðeins sé sveitin kaldari heldur hafi þurrkar í sumar einnig hamlað sprettu. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2.Séð yfir Bæjarvík sem bærinn Nesjar stendur við. Bæjarhúsin eru í skógarlundi fyrir miðri mynd. Hestvík til vinstri.Stöð 2/Einar Árnason.Ef velja ætti fegurstu bújarðir landsins má telja líklegt að margir myndu hafa Nesjar í Grafningi ofarlega á slíkum lista. Túnin teygja sig um nesin við suðvestanvert Þingvallavatn. Eyjarnar á vatninu, Nesjaey og Sandey, eru skammt undan og fjær blasa við fjöll eins og Botnssúlur, Skjaldbreiður og Hrafnabjörg.Traktor Nesjabóndans snýr heyinu. Fyrir miðri mynd má greina Arnarklett og síðan Nesjaey. Fjær er Sandey. Í fjallahringnum má sjá Botnssúlur, Ármannsfell, Skjaldbreiði, Hrafnabjörg og Kálfstinda, en einnig Arnarfell og Miðfell við vatnið.Stöð 2/Einar Árnason.Örn Jónasson bóndi er þó ekki að mikla fyrir sér náttúrufegurðina sem aðrir dásama. „Maður er vanur þessu frá æsku. Þetta er bara vaninn. Það kemur upp í vana þar sem þú ert,“ segir Örn og kveðst ekki líta á það sem forréttindi að vinna í þessu umhverfi. „Þetta er bara vinna eins og annað,“ segir hann. „Allir verða að yrkja eitthvað.“Séð yfir Nesjar í átt til Hengils og Dyrafjalla. Nesjavallavirkjun í krikanum til vinstri. Hestvík til hægri en Þorsteinsvík og Stapavík til vinstri.Stöð 2/Einar Árnason.Það vekur athygli okkar að meðan margir aðrir bændur á Suðurlandi eru komnir í annan slátt hófst heyskapur hér í síðustu viku. Bóndinn á Nesjum segist hafa byrjað slátt þann 17. júlí. „Þetta er allt svo kaldara hérna heldur en bara niður undir Selfoss. Það er mánuði á eftir hérna. Sérðu bara; ég er svo nálægt fjöllum,“ segir Örn og segir miklu muna á hitanum.Heyskapur á Nesjatúnum. Horft í átt til Hestvíkur.Stöð 2/Einar Árnason.„Og svo bara þurrkarnir í sumar. Það bara spratt ekki.“ -En hvernig lítur þetta þá út núna? „Jaaa. Þetta er allt í lagi. Það þýðir ekkert að vera að barma sér. Það kemur ekkert fyrir því.“ Hér má sjá viðtalið við Örn bónda: Grímsnes- og Grafningshreppur Landbúnaður Tengdar fréttir Sjá fram á rýran heyfeng í ár vegna þurrka og kulda Bændur í Eyjafirði sjá fram á lítinn heyfeng í ár vegna þurrka og kulda. Þeir segja grassprettu með minnsta móti og tún séu víða brunnin. 14. júlí 2019 22:16 Byrjar heyskap óvenju snemma og segir bændur eiga inni gott sumar Heyskapur er hafinn á Suðurlandi en bændur í Hreppum og Fljótshlíð slógu fyrstu tún sín á laugardag. Sunnanlands er þetta þremur vikum fyrr en í fyrra. 27. maí 2019 22:01 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Afar misjafnt er milli sunnlenskra sveita hve snemma bændur hefja heyskap. Bóndinn á Nesjum í Grafningi hóf fyrsta slátt í síðustu viku og segist mánuði á eftir mörgum öðrum á Suðurlandi, - ekki aðeins sé sveitin kaldari heldur hafi þurrkar í sumar einnig hamlað sprettu. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2.Séð yfir Bæjarvík sem bærinn Nesjar stendur við. Bæjarhúsin eru í skógarlundi fyrir miðri mynd. Hestvík til vinstri.Stöð 2/Einar Árnason.Ef velja ætti fegurstu bújarðir landsins má telja líklegt að margir myndu hafa Nesjar í Grafningi ofarlega á slíkum lista. Túnin teygja sig um nesin við suðvestanvert Þingvallavatn. Eyjarnar á vatninu, Nesjaey og Sandey, eru skammt undan og fjær blasa við fjöll eins og Botnssúlur, Skjaldbreiður og Hrafnabjörg.Traktor Nesjabóndans snýr heyinu. Fyrir miðri mynd má greina Arnarklett og síðan Nesjaey. Fjær er Sandey. Í fjallahringnum má sjá Botnssúlur, Ármannsfell, Skjaldbreiði, Hrafnabjörg og Kálfstinda, en einnig Arnarfell og Miðfell við vatnið.Stöð 2/Einar Árnason.Örn Jónasson bóndi er þó ekki að mikla fyrir sér náttúrufegurðina sem aðrir dásama. „Maður er vanur þessu frá æsku. Þetta er bara vaninn. Það kemur upp í vana þar sem þú ert,“ segir Örn og kveðst ekki líta á það sem forréttindi að vinna í þessu umhverfi. „Þetta er bara vinna eins og annað,“ segir hann. „Allir verða að yrkja eitthvað.“Séð yfir Nesjar í átt til Hengils og Dyrafjalla. Nesjavallavirkjun í krikanum til vinstri. Hestvík til hægri en Þorsteinsvík og Stapavík til vinstri.Stöð 2/Einar Árnason.Það vekur athygli okkar að meðan margir aðrir bændur á Suðurlandi eru komnir í annan slátt hófst heyskapur hér í síðustu viku. Bóndinn á Nesjum segist hafa byrjað slátt þann 17. júlí. „Þetta er allt svo kaldara hérna heldur en bara niður undir Selfoss. Það er mánuði á eftir hérna. Sérðu bara; ég er svo nálægt fjöllum,“ segir Örn og segir miklu muna á hitanum.Heyskapur á Nesjatúnum. Horft í átt til Hestvíkur.Stöð 2/Einar Árnason.„Og svo bara þurrkarnir í sumar. Það bara spratt ekki.“ -En hvernig lítur þetta þá út núna? „Jaaa. Þetta er allt í lagi. Það þýðir ekkert að vera að barma sér. Það kemur ekkert fyrir því.“ Hér má sjá viðtalið við Örn bónda:
Grímsnes- og Grafningshreppur Landbúnaður Tengdar fréttir Sjá fram á rýran heyfeng í ár vegna þurrka og kulda Bændur í Eyjafirði sjá fram á lítinn heyfeng í ár vegna þurrka og kulda. Þeir segja grassprettu með minnsta móti og tún séu víða brunnin. 14. júlí 2019 22:16 Byrjar heyskap óvenju snemma og segir bændur eiga inni gott sumar Heyskapur er hafinn á Suðurlandi en bændur í Hreppum og Fljótshlíð slógu fyrstu tún sín á laugardag. Sunnanlands er þetta þremur vikum fyrr en í fyrra. 27. maí 2019 22:01 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Sjá fram á rýran heyfeng í ár vegna þurrka og kulda Bændur í Eyjafirði sjá fram á lítinn heyfeng í ár vegna þurrka og kulda. Þeir segja grassprettu með minnsta móti og tún séu víða brunnin. 14. júlí 2019 22:16
Byrjar heyskap óvenju snemma og segir bændur eiga inni gott sumar Heyskapur er hafinn á Suðurlandi en bændur í Hreppum og Fljótshlíð slógu fyrstu tún sín á laugardag. Sunnanlands er þetta þremur vikum fyrr en í fyrra. 27. maí 2019 22:01