Jarðarberjahúsið sprakk og Einar bóndi opnaði bílaverkstæði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 24. júlí 2019 08:00 Einar Pálsson og garðyrkjufjölskyldan í Sólbyrgi siglir nú í mótbyr. Fréttablaðið/Ernir Framleiðsla á jarðarberjum í Sólbyrgi á Kleppjárnsreykjum í Borgarfirði hefur legið niðri eftir að plönturnar drápust er gróðurhúsið splundraðist í vetrarveðri og gríðarlegt rigningarsumar fylgdi í kjölfarið. „Við lentum í óveðri í febrúar í fyrra og þá drápust plönturnar sem við ætluðum að nota um vorið. Svo fengum við seint og síðar meir loksins plöntur fyrir náð og miskunn og þá stytti ekki upp í níutíu daga. Við vorum því að lýsa allt sumarið. Og þá bara situr ekkert eftir af þessu,“ segir Einar Pálsson, garðyrkjubóndi í Sólbyrgi. Einar segir þó standa til að vera í meiri garðyrkju. „En við höfðum bara ekki ráð á að kaupa plöntur í vetur eftir svona lélegt ár þannig að það er bara verið að reyna að redda sér dag fyrir dag,“ segir hann. Einhver ræktun er þó enn í gangi í Sólbyrgi. Segir Einar að þau hafi fengið jarðarber í eitt lítið hús. Einnig er eitt hús með tómötum og að auki eru ræktaðar gúrkur. „Við fórum í mikla fjárfestingu til að vera í vetrarræktun en rafmagnið hjá Rarik bara hækkar og hækkar og hækkar og við erum því miður bara hætt að sjá grundvöllinn fyrir því. Maður er fram á miðjan dag að vinna fyrir Rarik og þá er allt hitt eftir. Við erum ekki með neitt starfsfólk, erum bara í þessu, við og dóttir okkar.“ Einar er bifvélavirki og kveðst hafa dustað rykið af þeirri menntun. „Við opnuðum bílaverkstæði í vetur og erum bara að reyna að lifa af. Svo er hugmyndin að geyma hjólhýsi og fellihýsi í vetur og sinna viðhaldi á því. Við ætlum að reyna að vera farin að standa í lappirnar næsta vor svo við getum verið með jarðarber næsta sumar í einhverju alvöru magni.“ Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Framleiðsla á jarðarberjum í Sólbyrgi á Kleppjárnsreykjum í Borgarfirði hefur legið niðri eftir að plönturnar drápust er gróðurhúsið splundraðist í vetrarveðri og gríðarlegt rigningarsumar fylgdi í kjölfarið. „Við lentum í óveðri í febrúar í fyrra og þá drápust plönturnar sem við ætluðum að nota um vorið. Svo fengum við seint og síðar meir loksins plöntur fyrir náð og miskunn og þá stytti ekki upp í níutíu daga. Við vorum því að lýsa allt sumarið. Og þá bara situr ekkert eftir af þessu,“ segir Einar Pálsson, garðyrkjubóndi í Sólbyrgi. Einar segir þó standa til að vera í meiri garðyrkju. „En við höfðum bara ekki ráð á að kaupa plöntur í vetur eftir svona lélegt ár þannig að það er bara verið að reyna að redda sér dag fyrir dag,“ segir hann. Einhver ræktun er þó enn í gangi í Sólbyrgi. Segir Einar að þau hafi fengið jarðarber í eitt lítið hús. Einnig er eitt hús með tómötum og að auki eru ræktaðar gúrkur. „Við fórum í mikla fjárfestingu til að vera í vetrarræktun en rafmagnið hjá Rarik bara hækkar og hækkar og hækkar og við erum því miður bara hætt að sjá grundvöllinn fyrir því. Maður er fram á miðjan dag að vinna fyrir Rarik og þá er allt hitt eftir. Við erum ekki með neitt starfsfólk, erum bara í þessu, við og dóttir okkar.“ Einar er bifvélavirki og kveðst hafa dustað rykið af þeirri menntun. „Við opnuðum bílaverkstæði í vetur og erum bara að reyna að lifa af. Svo er hugmyndin að geyma hjólhýsi og fellihýsi í vetur og sinna viðhaldi á því. Við ætlum að reyna að vera farin að standa í lappirnar næsta vor svo við getum verið með jarðarber næsta sumar í einhverju alvöru magni.“
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira