Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands segir þó að talsvert flökt sé á spánum. Líkur séu á hvassviðri og ferðalangar beri að hafa það í huga.
„[…] og er það aðallega vindhraði sem spárnar eiga erfitt með að reikna rétt. Því er ágætt að hafa það í huga að ef verið er að ferðast með aftanívagna að margir hverjir þola ekki meir en 12-15 m/s áður en hætta fer að skapast, en þannig aðstæður geta myndast við fjöll og ber því að hafa varann á sér.“
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:Norðan 3-8 m/s og dálítil rigning NV til framan af degi, en annars hæg breytileg átt og skúrir á víð og dreif. Hiti 8 til 14 stig fyrir norðan, en allt að 18 stigum á Suðurlandi.
Á föstudag:
Austan og norðaustan 5-13 m/s og víða rigning, en úrkomulítið vestast. Austlægari um kvöldið. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast syðst.
Á laugardag:
Suðaustlæg átt, 3-10 m/s og rigning í flestum landshlutum, en styttir upp NA-lands með morgninum. Hiti víða 10 til 18 stig, svalast við A-ströndina og á Ströndum.
Á sunnudag:
Suðaustlæg átt og rigning með köflum SA-til, en annars úkomulítið. Hiti víða 13 til 18 stig.
Á mánudag:
Suðlæg eða breytileg átt og væta í flestum landshlutum, en áframhaldandi hlýindi. Víða þurrt seinnipartinn.
Á þriðjudag:
Útlit fyrir hlýja og yfirleitt þurra austlæga átt.