Öxnadalsheiði lokað vegna slyss Kristín Ólafsdóttir og Stefán Ó. Jónsson skrifa 24. júlí 2019 11:50 Í vefmyndavél Vegagerðarinnar má sjá vettvang slyssins. Skjáskot Búið er að loka Öxnadalsheiði vegna umferðarslyss skammt vestan Grjótár, á meðan á björgunaraðgerðum stendur. Ökumönnum er ráðlagt að aka um Ólafsfjörð og Siglufjörð, hvort sem þeir eru á norður- eða suðurleið. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði Akureyrar var ökumaðurinn fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahús á Akureyri um hádegisbil. Fram kemur í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra að um sé að ræða olíubifreið með olíufarm og miðast björgunaraðgerðir, þegar búið er að tryggja öryggi ökumannsins og koma honum til aðstoðar, við að reyna að takmarka olíumengun eins og mögulegt er. Lögreglan á Norðulandi vestra fer með rannsókn málsins og nýtur aðstoðar lögreglunnar á Norðausturlandi. Eins koma að málinu slökkviliðin á Sauðárkróki og Akureyri. Í samtali við fréttastofu vildi lögreglufulltrúi á Norðurlandi vestra ekkert gefa upp um hugsanleg slys á fólki en eins og áður segir var ökumaðurinn fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahús á Akureyri. Varðstjóri hjá Slökkviliði Akureyrar segir í samtali við Vísi að mikið hafi þegar lekið úr bílnum þegar slökkvilið kom á staðinn en um er að ræða olíubifreið og tengivagn. Slökkviliðsmenn reyna nú að stöðva lekann en bíllinn var að flytja um 30 þúsund lítra af olíu. Þá hafa bílar verið sendir á vettvang til að dæla olíunni úr bílnum. Einnig var sendur eiturefnagámur á slysstað til að hreinsa olíuna upp á svæðinu. Varðstjóra skilst jafnframt á viðbragðsaðilum að bíllinn hafi oltið í slysinu, annað hvort á hliðina eða á hvolf.Fréttin hefur verið uppfærð. Akrahreppur Samgönguslys Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Sjá meira
Búið er að loka Öxnadalsheiði vegna umferðarslyss skammt vestan Grjótár, á meðan á björgunaraðgerðum stendur. Ökumönnum er ráðlagt að aka um Ólafsfjörð og Siglufjörð, hvort sem þeir eru á norður- eða suðurleið. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði Akureyrar var ökumaðurinn fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahús á Akureyri um hádegisbil. Fram kemur í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra að um sé að ræða olíubifreið með olíufarm og miðast björgunaraðgerðir, þegar búið er að tryggja öryggi ökumannsins og koma honum til aðstoðar, við að reyna að takmarka olíumengun eins og mögulegt er. Lögreglan á Norðulandi vestra fer með rannsókn málsins og nýtur aðstoðar lögreglunnar á Norðausturlandi. Eins koma að málinu slökkviliðin á Sauðárkróki og Akureyri. Í samtali við fréttastofu vildi lögreglufulltrúi á Norðurlandi vestra ekkert gefa upp um hugsanleg slys á fólki en eins og áður segir var ökumaðurinn fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahús á Akureyri. Varðstjóri hjá Slökkviliði Akureyrar segir í samtali við Vísi að mikið hafi þegar lekið úr bílnum þegar slökkvilið kom á staðinn en um er að ræða olíubifreið og tengivagn. Slökkviliðsmenn reyna nú að stöðva lekann en bíllinn var að flytja um 30 þúsund lítra af olíu. Þá hafa bílar verið sendir á vettvang til að dæla olíunni úr bílnum. Einnig var sendur eiturefnagámur á slysstað til að hreinsa olíuna upp á svæðinu. Varðstjóra skilst jafnframt á viðbragðsaðilum að bíllinn hafi oltið í slysinu, annað hvort á hliðina eða á hvolf.Fréttin hefur verið uppfærð.
Akrahreppur Samgönguslys Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Sjá meira