Forskeytið „stuð“ boðar gott Þórarinn Þórarinsson skrifar 25. júlí 2019 10:00 Stuðlabandsins, sjöhöfða glymskrattinn frá Selfossi. Hljómsveitin Stuðlabandið var stofnuð á Selfossi 2004 og hróður hennar sem sveitaballastuðbands hefur aukist jafnt og þétt með hverju árinu. Þeir félagar láta til sín taka á stóra sviðinu á Þjóðhátíð í Eyjum um verslunarmannahelgina fjórða árið í röð. Að þessu sinni með Jóni Jónssyni á kvöldvöku laugardagsins og halda svo áfram á ballinu eftir miðnætti langt inn í ágústnóttina. „Orkan sem svífur þarna yfir öllu er svo ótrúlega mögnuð að það verður aldrei þreytt að spila þarna,“ segir Marinó Geir Lilliendahl, trommuleikari og stofnandi hljómsveitarinnar. „Andrúmsloftið er náttúrlega einhvern veginn þannig að það er alltaf ótrúlega mögnuð upplifun að stíga þarna á svið. Þessi hátíð er einstök í sjálfri sér og á sér enga hliðstæðu á landinu.“Í stuði helming ævinnar Marinó segir að Stuðlabandið sé „eðal sunnlensk blanda“ þar sem sjömenningarnir eru allir frá Selfossi eða úr nærsveitum. „Í grunninn er þetta náttúrlega bara gamall rótgróinn vinahópur,“ segir Marinó og bendir á að það kunni að skýra fjöldann í bandinu. „Þetta er fimmtán ára gömul hljómsveit sem ég stofnaði þegar ég var fjórtán ára. Ég er 29 ára í dag þannig að ég er búinn að vera í henni rúmlega 50% ævi minnar.“ Marinó segir Stuðlabandið byggja á traustum grunni sveitaballahefðarinnar og í raun megi segja að samanlagt séu þeir félagar mennskur glymskratti. „Við spilum hvað sem er. Skiptir engu hvort það er ABBA, Whitesnake eða Whitney Houston. Við tökum bara alla flóruna; íslenskt, erlent, gamalt og nýtt. Rokk, popp og diskó. Það skiptir engu máli.“Flottir í tauinu Strákarnir í Stuðlabandinu hafa vakið verðskuldaða athygli fyrir samræmdan og stílfærðan klæðaburð en þeir troða jafnan upp í skrautlegum jakkafötum og hafa þannig skapað sér ákveðna ímynd. „Við reynum að taka okkur ekkert of hátíðlega og fólk hefur gaman af þessu. Við sýnum öllum viðburðum þá virðingu að við klæðum okkur upp og mætum vel til hafðir. Hvort sem jakkafötin eru fjólublá, doppótt eða blá. Marinó segir fatasafnið orðið býsna drjúgt og telji í það minnsta átta mismunandi skrautlega alklæðnaði og að sjálfsögðu bætist reglulega ný jakkaföt við.Ekki í skugga Skímó Skítamórall er þekktasta hljómsveitin sem komið hefur frá Selfossi í seinni tíð en Marinó segir aðspurður Stuðlabandið þó ekki standa í skugga þeirrar sveitar. „Nei, ég tel okkur ekkert endilega vera í skugga einhvers. Skímó eru auðvitað geggjaðir og búnir að gera ógeðslega góða hluti í gegnum tíðina og við lítum upp til þeirra fyrir það sem þeir hafa gert,“ segir hann. „Við höfum yfirleitt bara reynt að vera meðvitaðir um eigið ágæti og fara áfram á því sem við stöndum fyrir frekar en að reyna að líkja eftir einhverjum öðrum eða setja okkur í spor einhverra annarra.“Æfðu á dýraspítala Þegar talið berst að nafni hljómsveitarinnar kemur á daginn að það hefur ekkert að gera með stuðlaberg eða stuðla og höfuðstafi. „Sagan á bak við nafnið er einföld. Þegar við byrjuðum 2004 æfðum við í bílskúrnum heima hjá einum okkar og hann býr á bæ í Ölfusi sem heitir Stuðlar og er dýraspítali. Dýraspítalinn á Stuðlum í Ölfusi og við kölluðum okkur bara Stuðlabandið. Við erum miklir dýravinir og þetta er skírskotun í það.“ Þá má einnig rekja nafn hljómsveitarinnar nokkuð langt aftur í íslenska gleðitónlistarsögu. „Ég hitti Valgeir Guðjónsson einu sinni og hann heilsaði mér og sagði við mig að við ættum þó sameiginlegt að vera báðir í hljómsveit með forskeytinu „stuð-“ og það boðar gott. Kannski smá vísun í það líka, stuðið. Það á vel við.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Sjá meira
Hljómsveitin Stuðlabandið var stofnuð á Selfossi 2004 og hróður hennar sem sveitaballastuðbands hefur aukist jafnt og þétt með hverju árinu. Þeir félagar láta til sín taka á stóra sviðinu á Þjóðhátíð í Eyjum um verslunarmannahelgina fjórða árið í röð. Að þessu sinni með Jóni Jónssyni á kvöldvöku laugardagsins og halda svo áfram á ballinu eftir miðnætti langt inn í ágústnóttina. „Orkan sem svífur þarna yfir öllu er svo ótrúlega mögnuð að það verður aldrei þreytt að spila þarna,“ segir Marinó Geir Lilliendahl, trommuleikari og stofnandi hljómsveitarinnar. „Andrúmsloftið er náttúrlega einhvern veginn þannig að það er alltaf ótrúlega mögnuð upplifun að stíga þarna á svið. Þessi hátíð er einstök í sjálfri sér og á sér enga hliðstæðu á landinu.“Í stuði helming ævinnar Marinó segir að Stuðlabandið sé „eðal sunnlensk blanda“ þar sem sjömenningarnir eru allir frá Selfossi eða úr nærsveitum. „Í grunninn er þetta náttúrlega bara gamall rótgróinn vinahópur,“ segir Marinó og bendir á að það kunni að skýra fjöldann í bandinu. „Þetta er fimmtán ára gömul hljómsveit sem ég stofnaði þegar ég var fjórtán ára. Ég er 29 ára í dag þannig að ég er búinn að vera í henni rúmlega 50% ævi minnar.“ Marinó segir Stuðlabandið byggja á traustum grunni sveitaballahefðarinnar og í raun megi segja að samanlagt séu þeir félagar mennskur glymskratti. „Við spilum hvað sem er. Skiptir engu hvort það er ABBA, Whitesnake eða Whitney Houston. Við tökum bara alla flóruna; íslenskt, erlent, gamalt og nýtt. Rokk, popp og diskó. Það skiptir engu máli.“Flottir í tauinu Strákarnir í Stuðlabandinu hafa vakið verðskuldaða athygli fyrir samræmdan og stílfærðan klæðaburð en þeir troða jafnan upp í skrautlegum jakkafötum og hafa þannig skapað sér ákveðna ímynd. „Við reynum að taka okkur ekkert of hátíðlega og fólk hefur gaman af þessu. Við sýnum öllum viðburðum þá virðingu að við klæðum okkur upp og mætum vel til hafðir. Hvort sem jakkafötin eru fjólublá, doppótt eða blá. Marinó segir fatasafnið orðið býsna drjúgt og telji í það minnsta átta mismunandi skrautlega alklæðnaði og að sjálfsögðu bætist reglulega ný jakkaföt við.Ekki í skugga Skímó Skítamórall er þekktasta hljómsveitin sem komið hefur frá Selfossi í seinni tíð en Marinó segir aðspurður Stuðlabandið þó ekki standa í skugga þeirrar sveitar. „Nei, ég tel okkur ekkert endilega vera í skugga einhvers. Skímó eru auðvitað geggjaðir og búnir að gera ógeðslega góða hluti í gegnum tíðina og við lítum upp til þeirra fyrir það sem þeir hafa gert,“ segir hann. „Við höfum yfirleitt bara reynt að vera meðvitaðir um eigið ágæti og fara áfram á því sem við stöndum fyrir frekar en að reyna að líkja eftir einhverjum öðrum eða setja okkur í spor einhverra annarra.“Æfðu á dýraspítala Þegar talið berst að nafni hljómsveitarinnar kemur á daginn að það hefur ekkert að gera með stuðlaberg eða stuðla og höfuðstafi. „Sagan á bak við nafnið er einföld. Þegar við byrjuðum 2004 æfðum við í bílskúrnum heima hjá einum okkar og hann býr á bæ í Ölfusi sem heitir Stuðlar og er dýraspítali. Dýraspítalinn á Stuðlum í Ölfusi og við kölluðum okkur bara Stuðlabandið. Við erum miklir dýravinir og þetta er skírskotun í það.“ Þá má einnig rekja nafn hljómsveitarinnar nokkuð langt aftur í íslenska gleðitónlistarsögu. „Ég hitti Valgeir Guðjónsson einu sinni og hann heilsaði mér og sagði við mig að við ættum þó sameiginlegt að vera báðir í hljómsveit með forskeytinu „stuð-“ og það boðar gott. Kannski smá vísun í það líka, stuðið. Það á vel við.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Sjá meira