Besti vinur Kolbeinn Marteinsson skrifar 25. júlí 2019 08:00 Aristóteles sá mikli hugsuður áttaði sig á því að eitt það verðmætasta sem við mennirnir eigum er vináttan. Samkvæmt honum má skipta vináttu upp í þrjú stig. Fyrsta stigið er vinátta sem byggir á hagsmunum, sameiginlegum eða viðskiptalegum. Því næst vinátta sem byggir á ánægju af því að vera saman þar sem báðir aðilar skemmta sér að sameiginlegu markmiði. Slík vinátta hverfur oft hratt ef aðstæður breytast. Hin fullkomna vinátta er síðan dýpsta og merkasta form vináttu, sú sem stendur á hvað sterkustum grunni og sú sem erfiðast er að ná. Þar þykir vinum virkilega vænt hvorum um annan og gagnkvæm virðing ríkir. Besta leiðin til að byggja upp slíka vináttu er að vera til staðar þegar mest á reynir og besta leiðin til að tapa henni er að gera það ekki. Eftir því sem við eldumst áttum við okkur á því hversu fágæt slík vinátta er. Ef við búum svo vel að eiga slíka vini þá er það raunverulegt ríkidæmi sem við eigum að gæta að og rækta en ekki láta amstur lífsins ræna frá okkur. Einhvern tíma heyrði ég eftirfarandi lýsingu á vináttu hjá miðaldra fólki þegar gamlir vinir hittast: „En gaman að sjá þig og mikið er langt síðan við höfum hist. Við skulum hittast fljótt.“ Hinn samþykkir. Þetta samtal er síðan endurtekið í hvert skipti sem þessir vinir hittast þangað til annar hvor deyr. Nú skalt þú, kæri lesandi, hugsa um þennan besta vin þinn. Þó að þú hafir ekki heyrt í honum í langan tíma. Hringdu í hann og sjáðu til þess að þið hittist sem fyrst og ef allir eru uppteknir kíktu í vinnuna til hans í kaffi. Gerðu svo eitthvað fallegt fyrir hann og sýndu að vináttan skiptir þig máli. Ekki samt segja honum að þú hefir lesið í blaðinu að þú ættir að gera það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Marteinsson Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Aristóteles sá mikli hugsuður áttaði sig á því að eitt það verðmætasta sem við mennirnir eigum er vináttan. Samkvæmt honum má skipta vináttu upp í þrjú stig. Fyrsta stigið er vinátta sem byggir á hagsmunum, sameiginlegum eða viðskiptalegum. Því næst vinátta sem byggir á ánægju af því að vera saman þar sem báðir aðilar skemmta sér að sameiginlegu markmiði. Slík vinátta hverfur oft hratt ef aðstæður breytast. Hin fullkomna vinátta er síðan dýpsta og merkasta form vináttu, sú sem stendur á hvað sterkustum grunni og sú sem erfiðast er að ná. Þar þykir vinum virkilega vænt hvorum um annan og gagnkvæm virðing ríkir. Besta leiðin til að byggja upp slíka vináttu er að vera til staðar þegar mest á reynir og besta leiðin til að tapa henni er að gera það ekki. Eftir því sem við eldumst áttum við okkur á því hversu fágæt slík vinátta er. Ef við búum svo vel að eiga slíka vini þá er það raunverulegt ríkidæmi sem við eigum að gæta að og rækta en ekki láta amstur lífsins ræna frá okkur. Einhvern tíma heyrði ég eftirfarandi lýsingu á vináttu hjá miðaldra fólki þegar gamlir vinir hittast: „En gaman að sjá þig og mikið er langt síðan við höfum hist. Við skulum hittast fljótt.“ Hinn samþykkir. Þetta samtal er síðan endurtekið í hvert skipti sem þessir vinir hittast þangað til annar hvor deyr. Nú skalt þú, kæri lesandi, hugsa um þennan besta vin þinn. Þó að þú hafir ekki heyrt í honum í langan tíma. Hringdu í hann og sjáðu til þess að þið hittist sem fyrst og ef allir eru uppteknir kíktu í vinnuna til hans í kaffi. Gerðu svo eitthvað fallegt fyrir hann og sýndu að vináttan skiptir þig máli. Ekki samt segja honum að þú hefir lesið í blaðinu að þú ættir að gera það.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar