Að dæma Akureyri í Staðarskála Konráð Guðjónsson skrifar 25. júlí 2019 08:00 Hvalveiðar, mannanafnanefnd og listamannalaun. Það bregst ekki frekar en að sólin rís í austri að Íslendingar þræti um þessi málefni. Undanfarin ár hefur nýtt fyrirbæri laumast inn í þennan hóp: Íslenskt verðlag. Í vikunni voru enn einu sinni fluttar fréttir af því að Ísland væri dýrasta land í Evrópu. Að vísu byggði það á úreltum tölum frá 2018 og eftir veikingu krónunnar er Ísland fallið úr toppsætinu, en er enn fremur dýrt. Venju samkvæmt stukku fjölmiðlar til og fleiri eltu með vandlætingu á ástandinu. Hver vill ekki borga sem minnst til að fá sem mest? Vandinn er að þessi nálgun er eins og að keyra frá Reykjavík í Staðarskála og dæma þaðan Akureyri. Með öðrum orðum, að bera einvörðungu saman verðlag milli landa segir ekki nema í besta falli hálfa söguna um hversu mikið fólk fær fyrir aurana sína. Jákvæð tengsl verðlags og kaupmáttar fólks eru nefnilega kirfilega fest bæði af fræðikenningum og gögnum. Það er því ekki tilviljun að þau lönd sem eru í augnablikinu ofar en Ísland á verðlagslistanum séu Sviss og Noregur þar sem hagsæld er hvað mest og laun hæst. Hátt verðlag, sem verðmætasköpun stendur undir, ætti því frekar að vera markmiðið. Hátt verðlag blandast líka í umræðuna um hvort taka skuli upp evru þó að það sé máttlítil röksemd fyrir krónu eða evru. Til dæmis er verðlag á Írlandi nærri tvöfalt hærra en í Litháen þó bæði búi þau við evru. Verðlag á Íslandi er síðan nær þrefalt hærra en í Rúmeníu þó bæði ríkin noti eigin gjaldmiðil. Kannski er þetta misskilningur. Kannski ætti Ísland að stefna að lægsta verðlagi í Evrópu. Þá væri hægt að leita fyrirmynda þar sem verðlag er hvað lægst, eins og í Albaníu og Búlgaríu. Botnsætið á lista Eurostat vermir Tyrkland. Stefnum við kannski að því að verða draumaland Erdogans með 24% stýrivexti og 60.000 króna lágmarkslaun?Höfundur er hagfræðingur viðskiptaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Hvalveiðar, mannanafnanefnd og listamannalaun. Það bregst ekki frekar en að sólin rís í austri að Íslendingar þræti um þessi málefni. Undanfarin ár hefur nýtt fyrirbæri laumast inn í þennan hóp: Íslenskt verðlag. Í vikunni voru enn einu sinni fluttar fréttir af því að Ísland væri dýrasta land í Evrópu. Að vísu byggði það á úreltum tölum frá 2018 og eftir veikingu krónunnar er Ísland fallið úr toppsætinu, en er enn fremur dýrt. Venju samkvæmt stukku fjölmiðlar til og fleiri eltu með vandlætingu á ástandinu. Hver vill ekki borga sem minnst til að fá sem mest? Vandinn er að þessi nálgun er eins og að keyra frá Reykjavík í Staðarskála og dæma þaðan Akureyri. Með öðrum orðum, að bera einvörðungu saman verðlag milli landa segir ekki nema í besta falli hálfa söguna um hversu mikið fólk fær fyrir aurana sína. Jákvæð tengsl verðlags og kaupmáttar fólks eru nefnilega kirfilega fest bæði af fræðikenningum og gögnum. Það er því ekki tilviljun að þau lönd sem eru í augnablikinu ofar en Ísland á verðlagslistanum séu Sviss og Noregur þar sem hagsæld er hvað mest og laun hæst. Hátt verðlag, sem verðmætasköpun stendur undir, ætti því frekar að vera markmiðið. Hátt verðlag blandast líka í umræðuna um hvort taka skuli upp evru þó að það sé máttlítil röksemd fyrir krónu eða evru. Til dæmis er verðlag á Írlandi nærri tvöfalt hærra en í Litháen þó bæði búi þau við evru. Verðlag á Íslandi er síðan nær þrefalt hærra en í Rúmeníu þó bæði ríkin noti eigin gjaldmiðil. Kannski er þetta misskilningur. Kannski ætti Ísland að stefna að lægsta verðlagi í Evrópu. Þá væri hægt að leita fyrirmynda þar sem verðlag er hvað lægst, eins og í Albaníu og Búlgaríu. Botnsætið á lista Eurostat vermir Tyrkland. Stefnum við kannski að því að verða draumaland Erdogans með 24% stýrivexti og 60.000 króna lágmarkslaun?Höfundur er hagfræðingur viðskiptaráðs.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun