Phelps missti heimsmetið sem hann var búinn að eiga í átján ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júlí 2019 09:30 Kristof Milak fagnar heimsmeti sínu. Getty/Clive Rose Afrek ungverska táningsins Kristof Milak á HM í sundi hefur vakið mikla athygli í sundheiminum. Hann rústaði heimsmeti sem flestir héldu að væri ekki í hættu. Michael Phelps var algjör yfirburðamaður í 200 metra flugsundi á sínum tíma og það tók vissulega sinn tíma að ná honum í hans bestu grein en í gær gerðustu þau stórtíðindi á HM í sundi í 50 metra laug í Gwangju í Suður-Kóreu. Hinn nítján ára gamli Kristof Milak bætti þá heimsmet Michael Phelps í 200 metra flugsundi en hann gerði gott betur því ungverski táningurinn stórbætti það.Michael Phelps owned the world record in the 200-meter butterfly for 18 straight years. And now, thanks to 19-year-old Hungarian swimmer Kristof Milak, it's been broken. Shattered, actually. https://t.co/VvHS5x9vUw — USA TODAY Sports (@usatodaysports) July 24, 2019Kristof Milak kom í mark á 1:50.73 mín. og synti því 78 hundraðshlutum hraðar en Michael Phelps þegar Phelps bætti heimsmetið í síðasta sinn árið 2009. Gamla met Phelps var 1:51.51 mín. Michael Phelps setti fyrst heimsmet í þessari grein þegar hann var aðeins fimmtán ára gamall. Það var árið 2001 og átti Phelps því heimsmetið í 200 metra flugsundi í átján ár. Þegar Phelps sló metið fyrst þá var Kristof Milak aðeins eins árs. Phelps átti síðan eftir að bæta heimsmetið sitt í 200 metra flugsundi sjö sinnum frá 2001 til 2009.Kristof Milak became the first man not named Michael Phelps to own the 200-meter butterfly record since 2001. https://t.co/nCfTFcDrWU by @bykaren — NYT Sports (@NYTSports) July 24, 2019Michael Phelps varð enn fremur fjórum sinnum heimsmeistari í 200 metra flugsundi og vann einnig fjögur Ólympíugull í þessari grein eða á ÓL 2004 í Aþenu, ÓL í Beijing 2008, ÓL í London 2012 og á ÓL í Ríó 2016. Phelps er talinn vera besti sundmaður allra tíma. Hann á enn þá heimsmetið í 100 metra flugsundi (2009) og 400 metra fjórsundi (2008) en flestir bjuggust þó við að heimsmet hans í 200 metra flugsundi myndi lifa lengst. Sund Ungverjaland Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
Afrek ungverska táningsins Kristof Milak á HM í sundi hefur vakið mikla athygli í sundheiminum. Hann rústaði heimsmeti sem flestir héldu að væri ekki í hættu. Michael Phelps var algjör yfirburðamaður í 200 metra flugsundi á sínum tíma og það tók vissulega sinn tíma að ná honum í hans bestu grein en í gær gerðustu þau stórtíðindi á HM í sundi í 50 metra laug í Gwangju í Suður-Kóreu. Hinn nítján ára gamli Kristof Milak bætti þá heimsmet Michael Phelps í 200 metra flugsundi en hann gerði gott betur því ungverski táningurinn stórbætti það.Michael Phelps owned the world record in the 200-meter butterfly for 18 straight years. And now, thanks to 19-year-old Hungarian swimmer Kristof Milak, it's been broken. Shattered, actually. https://t.co/VvHS5x9vUw — USA TODAY Sports (@usatodaysports) July 24, 2019Kristof Milak kom í mark á 1:50.73 mín. og synti því 78 hundraðshlutum hraðar en Michael Phelps þegar Phelps bætti heimsmetið í síðasta sinn árið 2009. Gamla met Phelps var 1:51.51 mín. Michael Phelps setti fyrst heimsmet í þessari grein þegar hann var aðeins fimmtán ára gamall. Það var árið 2001 og átti Phelps því heimsmetið í 200 metra flugsundi í átján ár. Þegar Phelps sló metið fyrst þá var Kristof Milak aðeins eins árs. Phelps átti síðan eftir að bæta heimsmetið sitt í 200 metra flugsundi sjö sinnum frá 2001 til 2009.Kristof Milak became the first man not named Michael Phelps to own the 200-meter butterfly record since 2001. https://t.co/nCfTFcDrWU by @bykaren — NYT Sports (@NYTSports) July 24, 2019Michael Phelps varð enn fremur fjórum sinnum heimsmeistari í 200 metra flugsundi og vann einnig fjögur Ólympíugull í þessari grein eða á ÓL 2004 í Aþenu, ÓL í Beijing 2008, ÓL í London 2012 og á ÓL í Ríó 2016. Phelps er talinn vera besti sundmaður allra tíma. Hann á enn þá heimsmetið í 100 metra flugsundi (2009) og 400 metra fjórsundi (2008) en flestir bjuggust þó við að heimsmet hans í 200 metra flugsundi myndi lifa lengst.
Sund Ungverjaland Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira