Stjórnvöld bregðist of seint við skorti á lambahryggjum Sighvatur Jónsson skrifar 25. júlí 2019 12:30 Reglur um 30 daga frystingu kjöts gera innflytjendum næsta ómögulegt að flytja inn erlenda lambahryggi á eins mánaðar tímabili, að sögn forstjóra Innnes. Formaður Félags atvinnurekenda segir stjórnvöld bregðast of seint við skorti á lambahryggjum með því að leyfa innflutning á erlendu kjöti. Ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara leggur til að úthlutað verði opnum tollkvótum á lambahryggjum til að bregðast við skorti á hryggjum í verslunum hér á landi. Samkvæmt upplýsingum frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu er málið ekki komið á borð ráðherra en nefndin hefur sent drög að tillögum til hagsmunaaðila. Magnús Óli Ólafsson, formaður Félags atvinnurekenda, segir skortinn tilkominn vegna þess að innlendar afurðarstöðvar hafi selt lambahryggi til útlanda á niðursettu verði í stað þess að bjóða íslenskum neytendum vöruna. Hann segir stjórnvöld bregðast seint við. „Þegar til kemur þá er tímabilið sem tollarnir eru felldir niður einungis fjórar vikur, frá 29. júlí til 30. ágúst. Þar sem það er 30 daga frystiskylda á innfluttu kjöti þá er mjög erfitt að finna birgja sem á frosið lambakjöt til. Þar sem innflutningsverslunin hefur í litlum sem engum mæli verið að flytja inn lambakjöt er mjög snúið að verða við þessu. Mér finnst mjög ámælisvert að þessi staða sé komin upp og íslenskir neytendur skuli vera hafðir í þriðja og fjórða sæti.“ Magnús Óli er líka forstjóri heildverslunarinnar Innnes. Hann segir til skoðunar að flytja inn erlent kjöt, þótt tímaramminn sé stuttur. Erfitt geti verið að ná sambandi við erlenda birgja vegna sumarleyfa. Magnús Óli segir að horft sé til innflutnings lambakjöts frá Nýja-Sjálandi, Spáni og Frakklandi. Landbúnaður Neytendur Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira
Formaður Félags atvinnurekenda segir stjórnvöld bregðast of seint við skorti á lambahryggjum með því að leyfa innflutning á erlendu kjöti. Ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara leggur til að úthlutað verði opnum tollkvótum á lambahryggjum til að bregðast við skorti á hryggjum í verslunum hér á landi. Samkvæmt upplýsingum frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu er málið ekki komið á borð ráðherra en nefndin hefur sent drög að tillögum til hagsmunaaðila. Magnús Óli Ólafsson, formaður Félags atvinnurekenda, segir skortinn tilkominn vegna þess að innlendar afurðarstöðvar hafi selt lambahryggi til útlanda á niðursettu verði í stað þess að bjóða íslenskum neytendum vöruna. Hann segir stjórnvöld bregðast seint við. „Þegar til kemur þá er tímabilið sem tollarnir eru felldir niður einungis fjórar vikur, frá 29. júlí til 30. ágúst. Þar sem það er 30 daga frystiskylda á innfluttu kjöti þá er mjög erfitt að finna birgja sem á frosið lambakjöt til. Þar sem innflutningsverslunin hefur í litlum sem engum mæli verið að flytja inn lambakjöt er mjög snúið að verða við þessu. Mér finnst mjög ámælisvert að þessi staða sé komin upp og íslenskir neytendur skuli vera hafðir í þriðja og fjórða sæti.“ Magnús Óli er líka forstjóri heildverslunarinnar Innnes. Hann segir til skoðunar að flytja inn erlent kjöt, þótt tímaramminn sé stuttur. Erfitt geti verið að ná sambandi við erlenda birgja vegna sumarleyfa. Magnús Óli segir að horft sé til innflutnings lambakjöts frá Nýja-Sjálandi, Spáni og Frakklandi.
Landbúnaður Neytendur Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira