Nær óbætanlegt tjón ef spilliefni bærist inn á vatnsverndarsvæði Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. júlí 2019 14:25 Frá slysstað á Öxnadalsheiði í gær. Mynd/Aðsend Óbætanlegur skaði gæti orðið ef spilliefni berast í neysluvatn að sögn heilbrigðisfulltrúa á Norðurlandi vestra. Hann segir slysið á Öxnadalsheiði í gær, þar sem nokkur þúsund lítrar af olíu láku út í jarðveginn eftir að olíuflutningabíll valt, gefa tilefni til að ráðist verði í aðgerðir. Stjórnvöld ættu að huga betur að vörnum vatnsverndarsvæða nærri þjóðvegum. Ökumaður olíuflutningabílsins sem valt á Öxnadalsheiði í gær var fluttur á slysadeild á Akureyri. Talsvert magn olíu lak út í jarðvegin og nærliggjandi ár þegar gat kom á skrokkinn og hófust verktakar sem staddir voru á svæðinu þegar í stað handa við að hefta útbreiðslu olíunnar um svæðið. Sigurjón Þórðarson, framkvæmdastjóri hjá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra, kannaði aðstæður á svæðinu í gær og tók sýni sem send verða til rannsóknar. „Þó svo að ég eigi von á að þetta hafi ekki varanlegar afleiðingar eða miklar afleiðingar fyrir lífríki árinnar þá er ágætt að fá það staðfest,“ segir Sigurjón.Eru fyrirhugaðar einhverjar frekari hreinsunaraðgerðir? „Það var ekki til nokkurs að fjarlægja jarðveginn þá var sett upp tjörn til að fanga vatnið sem að rennur þarna frá slysstað og þar verður settur upp hreinsibúnaður til þess að taka olíuna sem að situr ofan á settjörninni,“ útskýrir Sigurjón. Sjá einnig: Gæti tekið vikur að hreinsa upp olíuna Hann segir mikið lán að slysið hafi ekki orðið í grennd við vatnsverndarsvæði. „Ég held að það þurfi að fara yfir flutning á hættulegum efnum og sérstaklega að skoða þá vatnsverndarsvæði í þeim efnum. Þetta eru það tíð slys virðist vera. Það eru ekki nema þrjú ár síðan annar olíuflutningabíll fór út af hér í Skagafirði og þess vegna þarf að fara að skoða hvernig er hægt að ganga betur frá vatnsverndarsvæðum,“ segir Sigurjón. „Ef svona slys verða á þeim, hvort sem það er við Akureyri, eða Blönduós eða höfuðborginni, að vatnsverndarstaðirnir séu þá það vel varðir að það skaði ekki vatnsbólin. Því að það mun verða þá nær óbætanlegur skaði fyrir þær byggðir sem að verða fyrir því.“ Akrahreppur Hörgársveit Samgönguslys Umhverfismál Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Ríkið hætti fjölmiðlaafskiptum Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Halldór teiknar Landsdóm Innlent Afsögn formanns bæjarráðs Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Óbætanlegur skaði gæti orðið ef spilliefni berast í neysluvatn að sögn heilbrigðisfulltrúa á Norðurlandi vestra. Hann segir slysið á Öxnadalsheiði í gær, þar sem nokkur þúsund lítrar af olíu láku út í jarðveginn eftir að olíuflutningabíll valt, gefa tilefni til að ráðist verði í aðgerðir. Stjórnvöld ættu að huga betur að vörnum vatnsverndarsvæða nærri þjóðvegum. Ökumaður olíuflutningabílsins sem valt á Öxnadalsheiði í gær var fluttur á slysadeild á Akureyri. Talsvert magn olíu lak út í jarðvegin og nærliggjandi ár þegar gat kom á skrokkinn og hófust verktakar sem staddir voru á svæðinu þegar í stað handa við að hefta útbreiðslu olíunnar um svæðið. Sigurjón Þórðarson, framkvæmdastjóri hjá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra, kannaði aðstæður á svæðinu í gær og tók sýni sem send verða til rannsóknar. „Þó svo að ég eigi von á að þetta hafi ekki varanlegar afleiðingar eða miklar afleiðingar fyrir lífríki árinnar þá er ágætt að fá það staðfest,“ segir Sigurjón.Eru fyrirhugaðar einhverjar frekari hreinsunaraðgerðir? „Það var ekki til nokkurs að fjarlægja jarðveginn þá var sett upp tjörn til að fanga vatnið sem að rennur þarna frá slysstað og þar verður settur upp hreinsibúnaður til þess að taka olíuna sem að situr ofan á settjörninni,“ útskýrir Sigurjón. Sjá einnig: Gæti tekið vikur að hreinsa upp olíuna Hann segir mikið lán að slysið hafi ekki orðið í grennd við vatnsverndarsvæði. „Ég held að það þurfi að fara yfir flutning á hættulegum efnum og sérstaklega að skoða þá vatnsverndarsvæði í þeim efnum. Þetta eru það tíð slys virðist vera. Það eru ekki nema þrjú ár síðan annar olíuflutningabíll fór út af hér í Skagafirði og þess vegna þarf að fara að skoða hvernig er hægt að ganga betur frá vatnsverndarsvæðum,“ segir Sigurjón. „Ef svona slys verða á þeim, hvort sem það er við Akureyri, eða Blönduós eða höfuðborginni, að vatnsverndarstaðirnir séu þá það vel varðir að það skaði ekki vatnsbólin. Því að það mun verða þá nær óbætanlegur skaði fyrir þær byggðir sem að verða fyrir því.“
Akrahreppur Hörgársveit Samgönguslys Umhverfismál Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Ríkið hætti fjölmiðlaafskiptum Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Halldór teiknar Landsdóm Innlent Afsögn formanns bæjarráðs Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira