Konan sem ættleiddi 118 börn dæmd í 20 ára fangelsi Birgir Olgeirsson skrifar 25. júlí 2019 16:36 Taldi dómstóllinn sýnt að Yanxia hefði misnotað aðstöðu sína sem eigandi munaðarleysingjahælis til að komast yfir mikla fjármuni. Vísir/EPA Fimmtíu og fjögurra ára kínversk kona, sem eitt sinn var kölluð mikill mannvinur fyrir að ættleiða 118 börn, hefur verið dæmd til 20 ára fangelsisvistar. Konan heitir Li Yanxia en hún var fundin sek um kúgun, fjársvik og fölsun. Yanxia, sem átt eitt sinn munaðarleysingjahæli, var sektuð um því sem nemur um 41 milljón íslenskra króna. Fimmtán vitorðsmenn, þar á meðal kærasti Yanxia, voru einnig fundnir sekir í þessu máli. Taldi dómstóllinn sýnt að Yanxia hefði misnotað aðstöðu sína sem eigandi munaðarleysingjahælis til að komast yfir mikla fjármuni. Kærasti hennar var fundinn sekur um kúgun, fjársvik og líkamsárás og þarf að sitja í fangelsi í tólf ár og sex mánuði. Yanxia komst fyrst í sviðsljósið árið 2006 þegar fréttist að hún hefði ættleitt tugi barna í heimabæ sínum Wu´an í Hebei-héraði í Kína. Hún tjáði fjölmiðlum að hún væri skilin og að fyrrverandi eiginmaður hennar hefði selt son hennar til glæpamanna. Hún hélt því fram að hún hefði náð syni sínum aftur og þess vegna hafi hún viljað hjálpa fleiri börnum. Á árunum eftir þetta atvik komst hún yfir mikinn auð og varð ein af ríkustu konum Hebei-héraðs. Hún hélt áfram að ættleiða börn sem varð til þess að hún opnaði munaðarleysingjahælið sem hún kallaði Ástarþorpið. Árið 2017 bárust yfirvöldum í Kína upplýsingar um að ekki væri allt með felldu sem varð til þess að rannsókn var hrundið af stað. Við rannsókn málsins kom í ljós að hún hafði safnað miklum auð sem hún hafði fengið með ólöglegu athæfi. Hún er til að mynda sögð hafa skipað ættleiddum börnum sínum að trufla vinnu á byggingarsvæðum og sagði þeim til dæmis að hlaupa undir vinnuvélar sem varð til þess að ekki var hægt að halda framkvæmdum áfram. Hún gekk síðan til forsvarsmanna byggingarfyrirtækjanna og fór fram á vissi upphæð ef þeir vildu að þeir yrðu ekki truflaðir frekar. Yanxia er einnig sögð hafa komist yfir mikið fé undir þeim formerkjum að ætla að nota það til uppbyggingar munaðarleysingjahælisins.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá því að margir hafi fordæmt framferði Yanxia eftir að fregnir af afbrotum hennar rötuðu í fjölmiðla. Eru þeir sem veittu fé í uppbyggingu munaðarleysingjahælisins sérstaklega vonsviknir með framferði hennar. Kína Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Sjá meira
Fimmtíu og fjögurra ára kínversk kona, sem eitt sinn var kölluð mikill mannvinur fyrir að ættleiða 118 börn, hefur verið dæmd til 20 ára fangelsisvistar. Konan heitir Li Yanxia en hún var fundin sek um kúgun, fjársvik og fölsun. Yanxia, sem átt eitt sinn munaðarleysingjahæli, var sektuð um því sem nemur um 41 milljón íslenskra króna. Fimmtán vitorðsmenn, þar á meðal kærasti Yanxia, voru einnig fundnir sekir í þessu máli. Taldi dómstóllinn sýnt að Yanxia hefði misnotað aðstöðu sína sem eigandi munaðarleysingjahælis til að komast yfir mikla fjármuni. Kærasti hennar var fundinn sekur um kúgun, fjársvik og líkamsárás og þarf að sitja í fangelsi í tólf ár og sex mánuði. Yanxia komst fyrst í sviðsljósið árið 2006 þegar fréttist að hún hefði ættleitt tugi barna í heimabæ sínum Wu´an í Hebei-héraði í Kína. Hún tjáði fjölmiðlum að hún væri skilin og að fyrrverandi eiginmaður hennar hefði selt son hennar til glæpamanna. Hún hélt því fram að hún hefði náð syni sínum aftur og þess vegna hafi hún viljað hjálpa fleiri börnum. Á árunum eftir þetta atvik komst hún yfir mikinn auð og varð ein af ríkustu konum Hebei-héraðs. Hún hélt áfram að ættleiða börn sem varð til þess að hún opnaði munaðarleysingjahælið sem hún kallaði Ástarþorpið. Árið 2017 bárust yfirvöldum í Kína upplýsingar um að ekki væri allt með felldu sem varð til þess að rannsókn var hrundið af stað. Við rannsókn málsins kom í ljós að hún hafði safnað miklum auð sem hún hafði fengið með ólöglegu athæfi. Hún er til að mynda sögð hafa skipað ættleiddum börnum sínum að trufla vinnu á byggingarsvæðum og sagði þeim til dæmis að hlaupa undir vinnuvélar sem varð til þess að ekki var hægt að halda framkvæmdum áfram. Hún gekk síðan til forsvarsmanna byggingarfyrirtækjanna og fór fram á vissi upphæð ef þeir vildu að þeir yrðu ekki truflaðir frekar. Yanxia er einnig sögð hafa komist yfir mikið fé undir þeim formerkjum að ætla að nota það til uppbyggingar munaðarleysingjahælisins.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá því að margir hafi fordæmt framferði Yanxia eftir að fregnir af afbrotum hennar rötuðu í fjölmiðla. Eru þeir sem veittu fé í uppbyggingu munaðarleysingjahælisins sérstaklega vonsviknir með framferði hennar.
Kína Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Sjá meira