Veitingaskáli á Myrká heima hjá frægasta draugi Íslands Kristján Már Unnarsson skrifar 25. júlí 2019 21:11 Oddgeir Sigurjónsson er bóndi á Myrká en einnig heilbrigðisfulltrúi og ostagerðarmeistari. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Hverjum gæti dottið í hug að byggja upp ferðaþjónustu á grunni draugasögu? Jú, bændunum á Myrká í Hörgárdal þar sem frægasti draugur Íslands, djákninn á Myrká, ásótti Guðrúnu forðum og kallaði Garúnu. Frá þessu var sagt í fréttum Stöðvar 2. Bærinn Myrká er í framanverðum Hörgárdal, handan við Hraundranga. Þar voru áður kirkja og prestssetur og kirkjugarðurinn er enn notaður.Frá Myrká í Hörgárdal.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þegar menn heyra um Myrká kemur þó eflaust fyrst upp í hugann draugurinn magnaði og núna áforma bændur að gera út á frægð hans. Oddgeir Sigurjónsson bóndi og ostagerðarmeistari byrjar á því að sýna okkur stein allmikinn, sem stendur utan kirkjugarðs, en undir honum er sagt að djákninn hvíli.Djákninn er sagður hvíla undir þessum steini, utan kirkjugarðs.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Í þjóðsögunni, sko. Já, drengur minn, hér var hann settur. Það var ekki hægt að setja hann innan garðs því að hann gekk aftur.“ Oddgeir og kona hans, Áslaug Stefánsdóttir, keyptu Myrká fyrir sex árum. Þau reka þar sauðfjárbú en Oddgeir starfar jafnframt sem heilbrigðisfulltrúi. En er fólk að koma að Myrká vegna draugasögunnar?Skyldu ferðamenn þora heim að Myrká?Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Já, mikið. Það er þó nokkuð mikil traffík út af því. Fólk kemur og spyr um raunveruleikann og vill gjarnan forvitnast meira,“ segir Oddgeir. Djákninn á Myrká átti að hafa drukknað í Hörgá litlu fyrir jól á heimleið frá ástkonu sinni, Guðrúnu, vinnukonu prestsins á Bægisá, en hún vissi ekki af slysinu þegar hann vildi næst ná fundum hennar á aðfangadag. Hann var þá genginn aftur og gat ekki sagt kristilegt nafn hennar. Því mælti hann „Garún, Garún," þegar þau riðu saman út í tunglskininu og hún sá í hvíta hauskúpuna. Hér er sagan um djáknann á Myrká.Áslaug Stefánsdóttir í veitingasalnum á Myrká.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En núna er búið að innrétta veitingasal á Myrká og Áslaug húsfreyja segist hafa byrjað á að fá hópa hestamanna. „Ég er að stefna bara að því að hafa svona litla hópa sem gætu komið og þegið einhverjar smáveitingar, - bara þannig að ég stjórni því samt sjálf.“ -Er Myrká góður staður til að gera út á ferðamenn og kannski hestamenn? „Það á eftir að koma í ljós,“ svarar Áslaug og brosir.Veitingasalurinn er í útihúsunum til vinstri.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Í þjóðsögunni bjargaði Guðrún sér frá draugnum með því að hringja kirkjuklukkunni. Myrkárbændur óttast hann þó ekki. „Þetta er mjög vingjarnlegur draugur í okkar huga, þó að hann hafi ekki verið það á þeim tíma, miðað við lýsingar. En hann kemur óskaplega vel fram við okkur,“ segir Oddgeir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Einu sinni var... Ferðamennska á Íslandi Hörgársveit Landbúnaður Næturgestir Tengdar fréttir Draugur sem sýslumaður Seyðfirðinga slóst við Hundrað og tuttugu ára gömul ljósmynd af draugi, sem sýslumaðurinn á Seyðisfirði sagðist hafa slegist við, er fyrsta ljósmynd sem notuð var í sakamáli á Íslandi. 23. febrúar 2014 20:00 Svala skíthrædd í fyrsta þættinum Þeir Pétur Jóhann Sigfússon og Ragnar Eyþórsson fara af stað með nýjan þátt á mánudagskvöldið á Stöð 2 og nefnist þátturinn Næturgestir. 3. maí 2019 13:30 Reimleikinn í Hvítárnesi: Sparkað úr rúminu og greinilegt kvenmannsandlit í eldhúsglugganum Ekkert lát er á reimleikanum í Hvítárnesskála. 20. febrúar 2015 15:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sjá meira
Hverjum gæti dottið í hug að byggja upp ferðaþjónustu á grunni draugasögu? Jú, bændunum á Myrká í Hörgárdal þar sem frægasti draugur Íslands, djákninn á Myrká, ásótti Guðrúnu forðum og kallaði Garúnu. Frá þessu var sagt í fréttum Stöðvar 2. Bærinn Myrká er í framanverðum Hörgárdal, handan við Hraundranga. Þar voru áður kirkja og prestssetur og kirkjugarðurinn er enn notaður.Frá Myrká í Hörgárdal.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þegar menn heyra um Myrká kemur þó eflaust fyrst upp í hugann draugurinn magnaði og núna áforma bændur að gera út á frægð hans. Oddgeir Sigurjónsson bóndi og ostagerðarmeistari byrjar á því að sýna okkur stein allmikinn, sem stendur utan kirkjugarðs, en undir honum er sagt að djákninn hvíli.Djákninn er sagður hvíla undir þessum steini, utan kirkjugarðs.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Í þjóðsögunni, sko. Já, drengur minn, hér var hann settur. Það var ekki hægt að setja hann innan garðs því að hann gekk aftur.“ Oddgeir og kona hans, Áslaug Stefánsdóttir, keyptu Myrká fyrir sex árum. Þau reka þar sauðfjárbú en Oddgeir starfar jafnframt sem heilbrigðisfulltrúi. En er fólk að koma að Myrká vegna draugasögunnar?Skyldu ferðamenn þora heim að Myrká?Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Já, mikið. Það er þó nokkuð mikil traffík út af því. Fólk kemur og spyr um raunveruleikann og vill gjarnan forvitnast meira,“ segir Oddgeir. Djákninn á Myrká átti að hafa drukknað í Hörgá litlu fyrir jól á heimleið frá ástkonu sinni, Guðrúnu, vinnukonu prestsins á Bægisá, en hún vissi ekki af slysinu þegar hann vildi næst ná fundum hennar á aðfangadag. Hann var þá genginn aftur og gat ekki sagt kristilegt nafn hennar. Því mælti hann „Garún, Garún," þegar þau riðu saman út í tunglskininu og hún sá í hvíta hauskúpuna. Hér er sagan um djáknann á Myrká.Áslaug Stefánsdóttir í veitingasalnum á Myrká.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En núna er búið að innrétta veitingasal á Myrká og Áslaug húsfreyja segist hafa byrjað á að fá hópa hestamanna. „Ég er að stefna bara að því að hafa svona litla hópa sem gætu komið og þegið einhverjar smáveitingar, - bara þannig að ég stjórni því samt sjálf.“ -Er Myrká góður staður til að gera út á ferðamenn og kannski hestamenn? „Það á eftir að koma í ljós,“ svarar Áslaug og brosir.Veitingasalurinn er í útihúsunum til vinstri.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Í þjóðsögunni bjargaði Guðrún sér frá draugnum með því að hringja kirkjuklukkunni. Myrkárbændur óttast hann þó ekki. „Þetta er mjög vingjarnlegur draugur í okkar huga, þó að hann hafi ekki verið það á þeim tíma, miðað við lýsingar. En hann kemur óskaplega vel fram við okkur,“ segir Oddgeir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Einu sinni var... Ferðamennska á Íslandi Hörgársveit Landbúnaður Næturgestir Tengdar fréttir Draugur sem sýslumaður Seyðfirðinga slóst við Hundrað og tuttugu ára gömul ljósmynd af draugi, sem sýslumaðurinn á Seyðisfirði sagðist hafa slegist við, er fyrsta ljósmynd sem notuð var í sakamáli á Íslandi. 23. febrúar 2014 20:00 Svala skíthrædd í fyrsta þættinum Þeir Pétur Jóhann Sigfússon og Ragnar Eyþórsson fara af stað með nýjan þátt á mánudagskvöldið á Stöð 2 og nefnist þátturinn Næturgestir. 3. maí 2019 13:30 Reimleikinn í Hvítárnesi: Sparkað úr rúminu og greinilegt kvenmannsandlit í eldhúsglugganum Ekkert lát er á reimleikanum í Hvítárnesskála. 20. febrúar 2015 15:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sjá meira
Draugur sem sýslumaður Seyðfirðinga slóst við Hundrað og tuttugu ára gömul ljósmynd af draugi, sem sýslumaðurinn á Seyðisfirði sagðist hafa slegist við, er fyrsta ljósmynd sem notuð var í sakamáli á Íslandi. 23. febrúar 2014 20:00
Svala skíthrædd í fyrsta þættinum Þeir Pétur Jóhann Sigfússon og Ragnar Eyþórsson fara af stað með nýjan þátt á mánudagskvöldið á Stöð 2 og nefnist þátturinn Næturgestir. 3. maí 2019 13:30
Reimleikinn í Hvítárnesi: Sparkað úr rúminu og greinilegt kvenmannsandlit í eldhúsglugganum Ekkert lát er á reimleikanum í Hvítárnesskála. 20. febrúar 2015 15:00