Rúnar Páll: Hrikalega stoltur af liðinu Anton Ingi Leifsson skrifar 25. júlí 2019 21:43 Jóhann Laxdal í baráttunni í kvöld. vísir/getty Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var stoltur af lærisveinum sínum í kvöld eftir 4-0 tap gegn spænska stórliðinu Espanyol. Leikurinn var fyrri leikur liðanna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar en liðin mætast á Samsung-vellinum í Garðabæ í næstu viku. Staðan var markalaus í hálfleik en í síðari hálfleik sýndu Spánverjarnir hvers þeir væru megnugir og skoruðu fjögur falleg mörk. Rúnar var hins vegar stoltur í leikslok. „Ég er hrikalega stoltur af liðinu. Það lögðu sig allir þvílíkt fram við frábærar aðstæður og að spila á stóra sviðinu. Þeir stóðu sig hrikalega vel,“ sagði Rúnar Páll í samtali við Vísi í leikslok. „Það er á fimmtán mínútna kafla sem þeir skora þessi mörk og þar sýna þeir bara gæði sín. Þar áttum við ekki breik í þá og við vorum ekkert að gera neitt vitlaust. Þeir sýndu bara gæðin sín í mörkunum.“ „Mér fannst við spila stórkostlegan fyrri hálfleik. Varnarleikurinn var frábær. Við spiluðum hálfgerða handboltavörn á þá og það var frábærlega gert. Við ætluðum að fara þannig inn í síðari hálfleikinn líka en allt kom fyrir ekki.“ Staðan var markalaus í hálfleik eins og fyrr segir og varnarleikur Stjörnunnar var til mikillar fyrirmyndar í fyrri hálfleiknum. „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær og svo fengum við tvö upphlaup sem við hefðum getað nýtt aðeins betur. Við hefðum svo getað verið örlítið rólegri á boltann þegar við unnum hann en við lærum af þessu. Þetta er geggjuð reynsla.“ Hver voru skilaboð Rúnars fyrir leikinn gegn eins frábæru liði og Espanyol? „Hafa trú á verkefninu. Það er það sem skiptir máli. Það er allt hægt í þessum fótbolta. Við höfðum trú á þessu en svo kemur þessi gæðamunur á einstaklingum. Þeir fóru að dæla inn fyrirgjöfum sem við vorum í erfiðleikum með en heilt yfir góð frammistaða þrátt fyrir tap,“ sagði Rúnar Páll. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun: Espanyol - Stjarnan 4-0│Stjörnumenn slegnir í rot í upphafi seinni hálfleiks Eftir markalausan fyrri hálfleik fékk Stjarnan á sig þrjú mörk á ellefu mínútna kafla í upphafi þess seinni gegn Espanyol í kvöld. 25. júlí 2019 21:15 Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var stoltur af lærisveinum sínum í kvöld eftir 4-0 tap gegn spænska stórliðinu Espanyol. Leikurinn var fyrri leikur liðanna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar en liðin mætast á Samsung-vellinum í Garðabæ í næstu viku. Staðan var markalaus í hálfleik en í síðari hálfleik sýndu Spánverjarnir hvers þeir væru megnugir og skoruðu fjögur falleg mörk. Rúnar var hins vegar stoltur í leikslok. „Ég er hrikalega stoltur af liðinu. Það lögðu sig allir þvílíkt fram við frábærar aðstæður og að spila á stóra sviðinu. Þeir stóðu sig hrikalega vel,“ sagði Rúnar Páll í samtali við Vísi í leikslok. „Það er á fimmtán mínútna kafla sem þeir skora þessi mörk og þar sýna þeir bara gæði sín. Þar áttum við ekki breik í þá og við vorum ekkert að gera neitt vitlaust. Þeir sýndu bara gæðin sín í mörkunum.“ „Mér fannst við spila stórkostlegan fyrri hálfleik. Varnarleikurinn var frábær. Við spiluðum hálfgerða handboltavörn á þá og það var frábærlega gert. Við ætluðum að fara þannig inn í síðari hálfleikinn líka en allt kom fyrir ekki.“ Staðan var markalaus í hálfleik eins og fyrr segir og varnarleikur Stjörnunnar var til mikillar fyrirmyndar í fyrri hálfleiknum. „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær og svo fengum við tvö upphlaup sem við hefðum getað nýtt aðeins betur. Við hefðum svo getað verið örlítið rólegri á boltann þegar við unnum hann en við lærum af þessu. Þetta er geggjuð reynsla.“ Hver voru skilaboð Rúnars fyrir leikinn gegn eins frábæru liði og Espanyol? „Hafa trú á verkefninu. Það er það sem skiptir máli. Það er allt hægt í þessum fótbolta. Við höfðum trú á þessu en svo kemur þessi gæðamunur á einstaklingum. Þeir fóru að dæla inn fyrirgjöfum sem við vorum í erfiðleikum með en heilt yfir góð frammistaða þrátt fyrir tap,“ sagði Rúnar Páll.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun: Espanyol - Stjarnan 4-0│Stjörnumenn slegnir í rot í upphafi seinni hálfleiks Eftir markalausan fyrri hálfleik fékk Stjarnan á sig þrjú mörk á ellefu mínútna kafla í upphafi þess seinni gegn Espanyol í kvöld. 25. júlí 2019 21:15 Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Umfjöllun: Espanyol - Stjarnan 4-0│Stjörnumenn slegnir í rot í upphafi seinni hálfleiks Eftir markalausan fyrri hálfleik fékk Stjarnan á sig þrjú mörk á ellefu mínútna kafla í upphafi þess seinni gegn Espanyol í kvöld. 25. júlí 2019 21:15