Nýi Herjólfur: Vonandi eru vandamálin frá Jóhann K. Jóhannsson og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 26. júlí 2019 11:05 Frá fyrstu siglingu Nýja Herjólfs í gær. Vísir/Magnús Hlynur Nýi Herjólfur fór í sína fyrstu siglingu á milli lands og Eyja í gærkvöldi. Siglingin á nýja skipinu á að taka skemmri tíma en á því gamla og segir skipstjóri skipsins að farþegar eigi eftir að finna mestan mun á aðbúnaði um borð. Nýi Herjólfur, sem fengið hefur heitið Herjólfur IV, fór í jómfrúarsiglingu sína frá Vestmannaeyjum og til Landeyjahafnar í gærkvöldi. Fimmhundruð farþegar voru um borð, einn þeirra var Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjabæ, sem vonast til að samgöngur á milli lands og Eyja batni til muna.Hvernig gekk þessi fyrsta ferð?„Hún gekk bara frábærlega. Þetta var bara dásamlegt og bara gleðidagur,“ segir Íris.Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, sést hér önnur frá hægri um borð í Herjólfi í gær.Vísir/Magnús HlynurEr þetta flott og fínt skip?„Glæsilegt skip. Alveg frábært aðstaða um borð. fallegir og stórir gluggar sem er gaman að horfa út um, þannig að þetta er alveg yndislegt,“ segir Íris.Hverju mun þetta breyta fyrir ykkur Eyjamenn?„Skipið er hannað fyrir höfnina. Við ætlumst til þess að við getum siglt talsvert meira í þessa höfn en við höfum gert,“ segir Íris. Guðbjartur Ellert Jónsson framkvæmdastjóri Herjólfs segir að nú þegar skipið sé komið í notkun sé vandamál sem upp hafa komið vonandi fyrir bí. „Öllum nýjum skipum fylgja einhverjir „eftirkvillar“ og við erum bara að leysa úr þeim hægt og rólega og ekkert til þess að hafa áhyggjur af. Að setja nýtt skip í rekstur er töluverður pakki og það er búið að taka langan tíma og þjóðin öll veit hvernig málin voru með þetta skip hér,“ segir Guðbjartur.Ívar Torfason skipstjóri Herjólfs sagði Eyjamenn hafa beðið lengi eftir skipinu.Vísir/magnús hlynurSkipið mun sigla sjö ferðir á dag, alla daga ársins. Hámarksfarþegafjöldi er 540 og skipið getur tekið 75 bíla, sem eru 30% fleiri bílar en gamli Herjólfur gat tekið. Ívar Torfason skipstjóri Herjólfs sagði við tímamótin í gær að farþegar skipsins eigi eftir að finna mikinn mun á aðbúnaði. „Við erum búin að bíða lengi eftir skipinu og fólk virðist vera mjög ánægt með nýja fyrirkomulagið og nýja skipið. Þetta er bara skref inn í nútímann, skref inn í nútímann,“ segir Ívar.Eruð þið klárir fyrir Þjóðhátíð?„Við erum klárir fyrir Þjóðhátíð. Við erum að byrja í dag og við munum halda áfram.“ Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Nýi Herjólfur gallaður og þarf í slipp Nýi Herjólfur þarf að fara í slipp á Akureyri í haust eftir að í ljós kom að galli er í stöðugleikaugga skipsins. 19. júlí 2019 13:30 Þurfa að breyta bryggjum fyrir 100 milljónir vegna nýja Herjólfs Ráðist í framkvæmdir í haust. 25. júlí 2019 15:50 Hafnarmannvirkin í Landeyjahöfn og Eyjum enn til skoðunar vegna nýs Herjólfs Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segist vona að nýr Herjólfur hefji siglingar sem fyrst. 18. júlí 2019 12:37 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Nýi Herjólfur fór í sína fyrstu siglingu á milli lands og Eyja í gærkvöldi. Siglingin á nýja skipinu á að taka skemmri tíma en á því gamla og segir skipstjóri skipsins að farþegar eigi eftir að finna mestan mun á aðbúnaði um borð. Nýi Herjólfur, sem fengið hefur heitið Herjólfur IV, fór í jómfrúarsiglingu sína frá Vestmannaeyjum og til Landeyjahafnar í gærkvöldi. Fimmhundruð farþegar voru um borð, einn þeirra var Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjabæ, sem vonast til að samgöngur á milli lands og Eyja batni til muna.Hvernig gekk þessi fyrsta ferð?„Hún gekk bara frábærlega. Þetta var bara dásamlegt og bara gleðidagur,“ segir Íris.Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, sést hér önnur frá hægri um borð í Herjólfi í gær.Vísir/Magnús HlynurEr þetta flott og fínt skip?„Glæsilegt skip. Alveg frábært aðstaða um borð. fallegir og stórir gluggar sem er gaman að horfa út um, þannig að þetta er alveg yndislegt,“ segir Íris.Hverju mun þetta breyta fyrir ykkur Eyjamenn?„Skipið er hannað fyrir höfnina. Við ætlumst til þess að við getum siglt talsvert meira í þessa höfn en við höfum gert,“ segir Íris. Guðbjartur Ellert Jónsson framkvæmdastjóri Herjólfs segir að nú þegar skipið sé komið í notkun sé vandamál sem upp hafa komið vonandi fyrir bí. „Öllum nýjum skipum fylgja einhverjir „eftirkvillar“ og við erum bara að leysa úr þeim hægt og rólega og ekkert til þess að hafa áhyggjur af. Að setja nýtt skip í rekstur er töluverður pakki og það er búið að taka langan tíma og þjóðin öll veit hvernig málin voru með þetta skip hér,“ segir Guðbjartur.Ívar Torfason skipstjóri Herjólfs sagði Eyjamenn hafa beðið lengi eftir skipinu.Vísir/magnús hlynurSkipið mun sigla sjö ferðir á dag, alla daga ársins. Hámarksfarþegafjöldi er 540 og skipið getur tekið 75 bíla, sem eru 30% fleiri bílar en gamli Herjólfur gat tekið. Ívar Torfason skipstjóri Herjólfs sagði við tímamótin í gær að farþegar skipsins eigi eftir að finna mikinn mun á aðbúnaði. „Við erum búin að bíða lengi eftir skipinu og fólk virðist vera mjög ánægt með nýja fyrirkomulagið og nýja skipið. Þetta er bara skref inn í nútímann, skref inn í nútímann,“ segir Ívar.Eruð þið klárir fyrir Þjóðhátíð?„Við erum klárir fyrir Þjóðhátíð. Við erum að byrja í dag og við munum halda áfram.“
Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Nýi Herjólfur gallaður og þarf í slipp Nýi Herjólfur þarf að fara í slipp á Akureyri í haust eftir að í ljós kom að galli er í stöðugleikaugga skipsins. 19. júlí 2019 13:30 Þurfa að breyta bryggjum fyrir 100 milljónir vegna nýja Herjólfs Ráðist í framkvæmdir í haust. 25. júlí 2019 15:50 Hafnarmannvirkin í Landeyjahöfn og Eyjum enn til skoðunar vegna nýs Herjólfs Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segist vona að nýr Herjólfur hefji siglingar sem fyrst. 18. júlí 2019 12:37 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Nýi Herjólfur gallaður og þarf í slipp Nýi Herjólfur þarf að fara í slipp á Akureyri í haust eftir að í ljós kom að galli er í stöðugleikaugga skipsins. 19. júlí 2019 13:30
Þurfa að breyta bryggjum fyrir 100 milljónir vegna nýja Herjólfs Ráðist í framkvæmdir í haust. 25. júlí 2019 15:50
Hafnarmannvirkin í Landeyjahöfn og Eyjum enn til skoðunar vegna nýs Herjólfs Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segist vona að nýr Herjólfur hefji siglingar sem fyrst. 18. júlí 2019 12:37