Vísa kröfu Eflingar til Sambands íslenskra sveitarfélaga Sylvía Hall skrifar 26. júlí 2019 20:50 Í tilkynningu frá Eflingu segir að mikill samhugur hafi verið hjá starfsfólki. Vísir/Egill Fundur bæjarráðs Kópavogs samþykkti í gær að vísa kröfu Eflingar um 105 þúsund króna eingreiðslu til félaga eflingar sem starfa hjá bæjarfélaginu til Sambands íslenskra sveitarfélaga. Félagsmenn Eflingar afhentu í gær undirskriftalista til bæjarstjórna Kópavogsbæjar, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness. Hörð kjaradeila hefur verið milli verkalýðsfélaganna og Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna jöfnunar á lífeyrisréttindum. Vegna tafa á samningsgerð við hið opinbera hafi verið samþykkt að starfsmenn myndu fá greiddar 105 þúsund krónur þann 1. ágúst. Að undanskilinni Reykjavíkurborg, telja verkalýðsfélögin að ekki hafi verið staðið við loforð um jöfnun lífeyrisréttinda félagsmanna sinna. Í tilkynningu frá Eflingu segir að mikill samhugur hafi verið hjá starfsfólki. Þrátt fyrir sumarlokanir í skólum og leikskólum bæjarfélaganna hafi safnast töluvert af undirskriftum. Valgerður Árnadóttir, sviðsstjóri Félagssviðs Eflingar, segir viðbrögð bæjarráðs Kópavogs vera vonbrigði. „Það eru vonbrigði að bæjarstjórn Kópavogsbæjar skuli ekki taka afstöðu með starfsfólki sínu þegar svo mikilvægt kjaramál er tekið fyrir, að þau skuli ekki gæta jöfnuðar meðal starfsfólks síns þar sem ljóst er að sumt starfsfólk mun hljóta þessa greiðslu en aðrir ekki,“ er haft eftir Valgerði í tilkynningu Eflingar. Hún segir það óafsakanlegt að lægst launaða starfsfólki bæjarins séu sendar kaldar kveðjur í sumarfríinu sem bæjarstjórinn sé svo „heppinn að fá að njóta“. Hann hafi ekki verið viðstaddur fundinn. „Hæst launaði bæjarstjóri landsins og þó víða væri leitað getur ekki unað þeim lægst launuðu kjarabót sem þau hafa sannarlega unnið sér inn fyrir.” Kjaramál Kópavogur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Segir sveitarfélögin láta kjaradeiluna bitna á þeim sem hafa lægstu launin Formaður Starfsgreinasambands Íslands segir ótækt að samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga láti þá kjaradeilu sem er í gangi á milli sambandanna bitna á þeim félagsmönnum sem hafa lægstu launin. 17. júlí 2019 13:00 Boðar lamandi verkföll í haust fái félagsmenn ekki greiðsluna Formaður Framsýnar stéttarfélaga í Þingeyjarsýslum segir það með ólíkindum að Samband íslenskra sveitarfélaga hyggist ekki greiða starfsmönnum sínum innan Starfsgreinasambandsins eingreiðslu í ágúst. 11. júlí 2019 12:15 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Sjá meira
Fundur bæjarráðs Kópavogs samþykkti í gær að vísa kröfu Eflingar um 105 þúsund króna eingreiðslu til félaga eflingar sem starfa hjá bæjarfélaginu til Sambands íslenskra sveitarfélaga. Félagsmenn Eflingar afhentu í gær undirskriftalista til bæjarstjórna Kópavogsbæjar, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness. Hörð kjaradeila hefur verið milli verkalýðsfélaganna og Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna jöfnunar á lífeyrisréttindum. Vegna tafa á samningsgerð við hið opinbera hafi verið samþykkt að starfsmenn myndu fá greiddar 105 þúsund krónur þann 1. ágúst. Að undanskilinni Reykjavíkurborg, telja verkalýðsfélögin að ekki hafi verið staðið við loforð um jöfnun lífeyrisréttinda félagsmanna sinna. Í tilkynningu frá Eflingu segir að mikill samhugur hafi verið hjá starfsfólki. Þrátt fyrir sumarlokanir í skólum og leikskólum bæjarfélaganna hafi safnast töluvert af undirskriftum. Valgerður Árnadóttir, sviðsstjóri Félagssviðs Eflingar, segir viðbrögð bæjarráðs Kópavogs vera vonbrigði. „Það eru vonbrigði að bæjarstjórn Kópavogsbæjar skuli ekki taka afstöðu með starfsfólki sínu þegar svo mikilvægt kjaramál er tekið fyrir, að þau skuli ekki gæta jöfnuðar meðal starfsfólks síns þar sem ljóst er að sumt starfsfólk mun hljóta þessa greiðslu en aðrir ekki,“ er haft eftir Valgerði í tilkynningu Eflingar. Hún segir það óafsakanlegt að lægst launaða starfsfólki bæjarins séu sendar kaldar kveðjur í sumarfríinu sem bæjarstjórinn sé svo „heppinn að fá að njóta“. Hann hafi ekki verið viðstaddur fundinn. „Hæst launaði bæjarstjóri landsins og þó víða væri leitað getur ekki unað þeim lægst launuðu kjarabót sem þau hafa sannarlega unnið sér inn fyrir.”
Kjaramál Kópavogur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Segir sveitarfélögin láta kjaradeiluna bitna á þeim sem hafa lægstu launin Formaður Starfsgreinasambands Íslands segir ótækt að samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga láti þá kjaradeilu sem er í gangi á milli sambandanna bitna á þeim félagsmönnum sem hafa lægstu launin. 17. júlí 2019 13:00 Boðar lamandi verkföll í haust fái félagsmenn ekki greiðsluna Formaður Framsýnar stéttarfélaga í Þingeyjarsýslum segir það með ólíkindum að Samband íslenskra sveitarfélaga hyggist ekki greiða starfsmönnum sínum innan Starfsgreinasambandsins eingreiðslu í ágúst. 11. júlí 2019 12:15 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Sjá meira
Segir sveitarfélögin láta kjaradeiluna bitna á þeim sem hafa lægstu launin Formaður Starfsgreinasambands Íslands segir ótækt að samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga láti þá kjaradeilu sem er í gangi á milli sambandanna bitna á þeim félagsmönnum sem hafa lægstu launin. 17. júlí 2019 13:00
Boðar lamandi verkföll í haust fái félagsmenn ekki greiðsluna Formaður Framsýnar stéttarfélaga í Þingeyjarsýslum segir það með ólíkindum að Samband íslenskra sveitarfélaga hyggist ekki greiða starfsmönnum sínum innan Starfsgreinasambandsins eingreiðslu í ágúst. 11. júlí 2019 12:15