Kemst Max Holloway aftur á skrið? Pétur Marinó Jónsson skrifar 27. júlí 2019 07:00 Max Holloway og Frankie Edgar. Vísir/Getty UFC 240 fer fram í nótt í Kanada þar sem barist verður um fjaðurvigtartitilinn. Þeir Max Holloway og Frankie Edgar mætast í aðalbardaga kvöldsins en þetta verður fyrsti bardagi Holloway eftir erfitt tap í apríl. Max Holloway tapaði fyrir Dustin Poirier í apríl eftir dómaraákvörðun. Holloway fór upp í léttvigt og freistaði þess að verða bráðabirgðarmeistari UFC með sigri á Poirier. Holloway beið lægri hlut í frumraun sinni í léttvigt og mátti hola mörg þung högg frá stærri andstæðingi. Þar með lauk magnaðri 13 bardaga sigurgöngu Holloway sem hófst í janúar 2014. Nú er hann kominn aftur í fjaðurvigtina þar sem hann er enn meistari og mætir Frankie Edgar. Edgar er vanur því berjast í stórum bardögum en bardaginn í nótt verður níundi titilbardagi hans á ferlinum. Edgar varð léttvigtarmeistari árið 2010 en hefur ekki unnið titilbardaga síðan 2011. Nú er hann orðinn 37 ára gamall og spurning hvort þetta sé hans síðasta tækifæri. Frankie Edgar á erfitt verkefni fyrir höndum en það eru á kreiki spurningamerki um Max Holloway. Niðurskurðurinn er alltaf erfiður fyrir Holloway þó hann hafi ekki látið það trufla sig í búrinu hingað til. Holloway var með bullandi sjálfstraust á 13 bardaga sigurgöngu sinni og leit út fyrir að hreinlega geta ekki tapað en nú er spurning hvort hann sé með sama sjálfstraust. Auk þess er stóra spurningin hvort Holloway hafi jafnað sig almennilega eftir fimm lotu stríð í apríl? Veðbankar telja Holloway sigurstranglegri en eins og sagan hefur sýnt okkur er aldrei hægt að afskrifa Frankie Edgar sem gefst aldrei upp. UFC 240 verður sýnt á Stöð 2 Sport í nótt en bein útsending hefst kl. 2:00. MMA Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Fleiri fréttir „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Sjá meira
UFC 240 fer fram í nótt í Kanada þar sem barist verður um fjaðurvigtartitilinn. Þeir Max Holloway og Frankie Edgar mætast í aðalbardaga kvöldsins en þetta verður fyrsti bardagi Holloway eftir erfitt tap í apríl. Max Holloway tapaði fyrir Dustin Poirier í apríl eftir dómaraákvörðun. Holloway fór upp í léttvigt og freistaði þess að verða bráðabirgðarmeistari UFC með sigri á Poirier. Holloway beið lægri hlut í frumraun sinni í léttvigt og mátti hola mörg þung högg frá stærri andstæðingi. Þar með lauk magnaðri 13 bardaga sigurgöngu Holloway sem hófst í janúar 2014. Nú er hann kominn aftur í fjaðurvigtina þar sem hann er enn meistari og mætir Frankie Edgar. Edgar er vanur því berjast í stórum bardögum en bardaginn í nótt verður níundi titilbardagi hans á ferlinum. Edgar varð léttvigtarmeistari árið 2010 en hefur ekki unnið titilbardaga síðan 2011. Nú er hann orðinn 37 ára gamall og spurning hvort þetta sé hans síðasta tækifæri. Frankie Edgar á erfitt verkefni fyrir höndum en það eru á kreiki spurningamerki um Max Holloway. Niðurskurðurinn er alltaf erfiður fyrir Holloway þó hann hafi ekki látið það trufla sig í búrinu hingað til. Holloway var með bullandi sjálfstraust á 13 bardaga sigurgöngu sinni og leit út fyrir að hreinlega geta ekki tapað en nú er spurning hvort hann sé með sama sjálfstraust. Auk þess er stóra spurningin hvort Holloway hafi jafnað sig almennilega eftir fimm lotu stríð í apríl? Veðbankar telja Holloway sigurstranglegri en eins og sagan hefur sýnt okkur er aldrei hægt að afskrifa Frankie Edgar sem gefst aldrei upp. UFC 240 verður sýnt á Stöð 2 Sport í nótt en bein útsending hefst kl. 2:00.
MMA Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Fleiri fréttir „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Sjá meira