Munaðarlaus andarungi lifir lúxuslífi í sveitinni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. júlí 2019 20:00 Andarunginn Tísti, sem lifir lúxuslífi í sveitinni á bænum Borgareyri í Rangárþingi eystra. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Munaðarlaus andarungi lætur nú fara vel um sig í sveitinni á bænum Borgareyri undir Vestur Eyjafjöllum. Mamma ungans er týnd og keyrt var yfir þrjú systkini hans. Unginn hefur fengið nafnið Tísti því hann tístir svo mikið. Á Borgareyri býr Guðmundur Þór Jónsson, ásamt rússneskri eiginkonu og stjúpsyni. Fimm vikna munaðarlaus andarungi hefur nú bæst við fjölskylduna og lætur hann fara vel um sig á heimilinu þar sem hann fær fyrsta flokks þjónustu og nóg að éta. Skemmtilegast þykir honum að sulla í vatninu í balanum. „Það var þannig að tengdadóttir mín kom að bílslysi, það var keyrt yfir andafjölskyldu, fjórir ungar lágu eftir og öndin hljóp í burtu með fjóra. Svo þegar hún fer að skoða aðstæður lifnaði Tísti við, hinir voru dauðir. Þannig að hún tók hann að sér í fóstur og var með hann í tvær vikur. Nú er hún að fara að eiga tvíbura þannig að þetta var orðið aðeins og mikið fyrir heimilið svo öndin var send í sveitina“, segir Guðmundur Þór. Slysið varð í Grafarvoginum fyrir fimm vikum. Guðmundur segir að dekrað sé við öndina alla daga enda lifi hún lúxuslífi. „Hún vill mest vera inni hjá stráknum, svo syndir hún hér í tjörninni. Hann fór með hana niður á læk í gær, þá hljóp hún á vatninu, hún vildi alls ekki fara á lækinn“.Arsenij Kaganskij er vakinn og sofandi yfir andarunganum og hafa þeir Tísti orðið bestur félagar.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Á nóttunni sefur Tísti í plastkassa inn í herbergi hjá Arsenjij Kaganskij. En hvað fær hann helst að éta í sveitinni? „Hann borðar brauð, gras, mjöl og orma“, segir Arsenjij. En hvað verður nú um Tísta? „Við ætlum að ná í einhverja aliönd, einhvern félaga fyrir hana svo hún sé ekki ein“, segir Guðmundur. Dýr Landbúnaður Rangárþing eystra Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Munaðarlaus andarungi lætur nú fara vel um sig í sveitinni á bænum Borgareyri undir Vestur Eyjafjöllum. Mamma ungans er týnd og keyrt var yfir þrjú systkini hans. Unginn hefur fengið nafnið Tísti því hann tístir svo mikið. Á Borgareyri býr Guðmundur Þór Jónsson, ásamt rússneskri eiginkonu og stjúpsyni. Fimm vikna munaðarlaus andarungi hefur nú bæst við fjölskylduna og lætur hann fara vel um sig á heimilinu þar sem hann fær fyrsta flokks þjónustu og nóg að éta. Skemmtilegast þykir honum að sulla í vatninu í balanum. „Það var þannig að tengdadóttir mín kom að bílslysi, það var keyrt yfir andafjölskyldu, fjórir ungar lágu eftir og öndin hljóp í burtu með fjóra. Svo þegar hún fer að skoða aðstæður lifnaði Tísti við, hinir voru dauðir. Þannig að hún tók hann að sér í fóstur og var með hann í tvær vikur. Nú er hún að fara að eiga tvíbura þannig að þetta var orðið aðeins og mikið fyrir heimilið svo öndin var send í sveitina“, segir Guðmundur Þór. Slysið varð í Grafarvoginum fyrir fimm vikum. Guðmundur segir að dekrað sé við öndina alla daga enda lifi hún lúxuslífi. „Hún vill mest vera inni hjá stráknum, svo syndir hún hér í tjörninni. Hann fór með hana niður á læk í gær, þá hljóp hún á vatninu, hún vildi alls ekki fara á lækinn“.Arsenij Kaganskij er vakinn og sofandi yfir andarunganum og hafa þeir Tísti orðið bestur félagar.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Á nóttunni sefur Tísti í plastkassa inn í herbergi hjá Arsenjij Kaganskij. En hvað fær hann helst að éta í sveitinni? „Hann borðar brauð, gras, mjöl og orma“, segir Arsenjij. En hvað verður nú um Tísta? „Við ætlum að ná í einhverja aliönd, einhvern félaga fyrir hana svo hún sé ekki ein“, segir Guðmundur.
Dýr Landbúnaður Rangárþing eystra Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira