Eden Hazard var sjö kílóum of þungur þegar hann kom til móts við Real Madrid í æfingaferð liðsins í Montreal í Kanada. Sport á Spáni greinir frá.
Florentino Pérez, forseti Real Madrid, ku hafa litla trú á Belganum og segist aðeins hafa fengið hann að beiðni Zinedine Zidane, knattspyrnustjóra félagsins.
Real Madrid keypti Hazard frá Chelsea fyrir 150 milljónir punda. Hann er dýrasti leikmaður í sögu félagsins.
Í viðtali við belgískt dagblað síðasta sumar viðurkenndi að hann hefði átt í vandræðum með að komast í form fyrir matraðartímabilið 2015-16 hjá Chelsea. Hazard virðist hins vegar ekki hafa lært af reynslunni miðað við líkamlegt ásigkomulag hans núna.
Gengið hefur á ýmsu á undirbúningstímabilinu á Real Madrid. Marco Asensio sleit krossband í hné og spilar ekkert í vetur, Gareth Bale er enn hjá félaginu og Real Madrid steinlá fyrir Atlético Madrid, 7-3, á laugardaginn. Það er því ekki furða að Zidane hafi áhyggjur af stöðu mála.
