Varla ský á himni á miðvikudag, ef spárnar ganga eftir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. júlí 2019 22:41 Raufarhöfn virðist hafa dregið stutta stráið þegar kemur að veðurblíðu vikunnar. Skjáskot/Veðurstofa Íslands Það er útlit fyrir að miðvikudagurinn 31. júlí verði einstaklega sólríkur hér á landi, ef spár Veðurstofu Íslands ganga eftir. Hiti á landinu gæti náð allt að 25 stigum. Ef spákort á vef Veðurstofunnar er skoðað má sjá að gert er ráð fyrir glampandi sól víðast hvar á landinu. Raunar er spáin á þá leið að á öllum yfirlitsstöðvum landsins, nema þremur, verði heiðskírt um miðjan miðvikudag næstkomandi. Léttskýjað verður á Kvískeri og Stórhöfða í Vestmannaeyjum, en alskýjað á Raufarhöfn. Eins kann að vekja athygli margra að hitatölur í spánni eru víðs vegar „út úr kortinu,“ ef svo má að orði komast, og þá sérstaklega á vestanverðu landinu. Til að mynda er spáð 18 gráðu hita í Reykjavík, 21 gráðu í Stykkishólmi, 20 gráðum á Patreksfirði og heilum 25 gráðum á Hvanneyri. Samkvæmt veðurfræðingi hjá Veðurstofunni er möguleiki á því að þokubakkar slæðist inn á austurströnd landsins, sem kunni að draga úr blíðskaparveðrinu þar um slóðir. Litlar líkur séu þó á að hafgola nái að draga úr þeim mikla hita sem er spáð víða um landið, þar sem ákveðin austanátt hafi verið viðvarandi, og ætti hún að geta haldið golunni í skefjum. Þá er athygli vakin á því að nokkuð vindasamt gæti orðið á sunnanverðu landinu, um 10-15 metrar á sekúndu. Ferðalangar á húsbílum eða með húsvagna eða hestakerrur í eftirdragi eru varaðir við því að leggja leið sína um svæðið fyrr en vind hefur lægt. Veður Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Fleiri fréttir Vegagerðin býður út flug til Ísafjarðar Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Sjá meira
Það er útlit fyrir að miðvikudagurinn 31. júlí verði einstaklega sólríkur hér á landi, ef spár Veðurstofu Íslands ganga eftir. Hiti á landinu gæti náð allt að 25 stigum. Ef spákort á vef Veðurstofunnar er skoðað má sjá að gert er ráð fyrir glampandi sól víðast hvar á landinu. Raunar er spáin á þá leið að á öllum yfirlitsstöðvum landsins, nema þremur, verði heiðskírt um miðjan miðvikudag næstkomandi. Léttskýjað verður á Kvískeri og Stórhöfða í Vestmannaeyjum, en alskýjað á Raufarhöfn. Eins kann að vekja athygli margra að hitatölur í spánni eru víðs vegar „út úr kortinu,“ ef svo má að orði komast, og þá sérstaklega á vestanverðu landinu. Til að mynda er spáð 18 gráðu hita í Reykjavík, 21 gráðu í Stykkishólmi, 20 gráðum á Patreksfirði og heilum 25 gráðum á Hvanneyri. Samkvæmt veðurfræðingi hjá Veðurstofunni er möguleiki á því að þokubakkar slæðist inn á austurströnd landsins, sem kunni að draga úr blíðskaparveðrinu þar um slóðir. Litlar líkur séu þó á að hafgola nái að draga úr þeim mikla hita sem er spáð víða um landið, þar sem ákveðin austanátt hafi verið viðvarandi, og ætti hún að geta haldið golunni í skefjum. Þá er athygli vakin á því að nokkuð vindasamt gæti orðið á sunnanverðu landinu, um 10-15 metrar á sekúndu. Ferðalangar á húsbílum eða með húsvagna eða hestakerrur í eftirdragi eru varaðir við því að leggja leið sína um svæðið fyrr en vind hefur lægt.
Veður Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Fleiri fréttir Vegagerðin býður út flug til Ísafjarðar Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Sjá meira