Innlent

Strand­veiði­bátur strandaði í Súganda­firði

Eiður Þór Árnason skrifar
Fréttablaðið/Pjetur
Björgunarsveit á Suðureyri var kölluð út um hálf fimm í dag vegna báts sem sigldi í strand utarlega í Súgandafirði, er fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörg. Engin slys urðu á fólki.

Björgunarbátur var kominn á staðinn stuttu síðar en þar sem það hefur nú að mestu fjarað út undan bátum er björgunarbáturinn farinn aftur í höfn.

Gat kom á skrokk bátsins og er verið að koma dælum um borð í hann frá landi. Ekki verður reynt að draga bátinn af strandstað að sinni. Að sögn Landsbjargar verður beðið eftir hagstæðari sjávarföllum áður en farið verður í frekari aðgerðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×