Sykurlausir orkudrykkir ekki skárri en þeir sykruðu þegar um glerungseyðingu er að ræða Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. júlí 2019 19:30 Tannlæknar hafa áhyggjur af aukinni neyslu barna og ungmenna á orkudrykkjum. Glerungseyðing sé vaxandi vandamál hjá ungu fólki og foreldrar ekki nógu meðvitaðir um skaðann, sem er óafturkræfur. Hún telur markaðssetningu drykkjanna villandi, sem margir hverjir eru sagðir heilsudrykkir. Sjaldan hefur neysla orkudrykkja verið vinsælli. Búðarhillur eru flestar troðfullar af slíkum drykkjum og úrvalið aldrei meira en nú. Varaformaður tannlæknafélagsins segir tannlækna hafa áhyggjur af aukinni neyslu ungmenna á drykkjunum. „Við sjáum í þjóðfélaginu og vitum af því að það er gífurleg aukning í neyslu á þessum orku- og íþróttadrykkjum hjá ungu fóki í dag. Það sem við tannlæknar höfum mestar áhyggjur í þessum efnum er glerungseyðing,“ sagði Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir, tannlæknir. Glerungseyðing er kallað þegar sýra leysir upp glerunginn á tönnunum og hann þynnist og eyðist. „Varðandi glerungseyðinguna þá eru það þessar sýrur sem notaðar eru til að auka geymsluþol þessara drykkja. Sítrónusýra og fosfórsýra sem eru notaðar í þessa drykki sem eru glerungseyðandi,“ sagði Jóhanna Bryndís. Því séu sykurlausu drykkirnir jafn glerungseyðandi og þeir sykruðu. Hún telur markaðssetningu drykkjanna villandi, en margir þeirra eru sagðir heilsudrykkir. „Þetta eru svo sannarlega engir heilsudrykkir fyrir tennur. Þessi markaðssetning að þetta sé heilsuvara er alls ekki satt myndi ég segja fyrir mína parta,“ sagði Jóhanna Bryndís.Óafturkræfur skaði Hún telur foreldra ekki nógu meðvitaða um afleiðingu af neyslu drykkjanna. „Glerungurinn eyðist, þetta er óafturkræft, það kemur aldrei aftur glerungur á tönn þannig að við það að glerungur eyðist þá liggur það bara í hlutarins eðli að hún verður hún öll miklu viðkvæmari. Hún verður viðkvæmari fyrir hita, kulda og tannskemmdum,“ sagði Jóhanna Bryndís. Hún segir að munurinn á orkudrykkjum og öðrum súrum drykkjum á borð við ávaxtadjús sé sá að neyslumynstrið sé ólíkt. Hún segir orkudrykkina drukkna yfir lengri tíma sem veldur því að sýrustigiðí munninum nær ekki að jafna sig. „Þannig að þetta súra ástand í munninum viðhelst í lengri tíma og þá eykur það glerungseyðinguna,“ sagði Jóhanna Bryndís. Heilbrigðismál Neytendur Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Tannlæknar hafa áhyggjur af aukinni neyslu barna og ungmenna á orkudrykkjum. Glerungseyðing sé vaxandi vandamál hjá ungu fólki og foreldrar ekki nógu meðvitaðir um skaðann, sem er óafturkræfur. Hún telur markaðssetningu drykkjanna villandi, sem margir hverjir eru sagðir heilsudrykkir. Sjaldan hefur neysla orkudrykkja verið vinsælli. Búðarhillur eru flestar troðfullar af slíkum drykkjum og úrvalið aldrei meira en nú. Varaformaður tannlæknafélagsins segir tannlækna hafa áhyggjur af aukinni neyslu ungmenna á drykkjunum. „Við sjáum í þjóðfélaginu og vitum af því að það er gífurleg aukning í neyslu á þessum orku- og íþróttadrykkjum hjá ungu fóki í dag. Það sem við tannlæknar höfum mestar áhyggjur í þessum efnum er glerungseyðing,“ sagði Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir, tannlæknir. Glerungseyðing er kallað þegar sýra leysir upp glerunginn á tönnunum og hann þynnist og eyðist. „Varðandi glerungseyðinguna þá eru það þessar sýrur sem notaðar eru til að auka geymsluþol þessara drykkja. Sítrónusýra og fosfórsýra sem eru notaðar í þessa drykki sem eru glerungseyðandi,“ sagði Jóhanna Bryndís. Því séu sykurlausu drykkirnir jafn glerungseyðandi og þeir sykruðu. Hún telur markaðssetningu drykkjanna villandi, en margir þeirra eru sagðir heilsudrykkir. „Þetta eru svo sannarlega engir heilsudrykkir fyrir tennur. Þessi markaðssetning að þetta sé heilsuvara er alls ekki satt myndi ég segja fyrir mína parta,“ sagði Jóhanna Bryndís.Óafturkræfur skaði Hún telur foreldra ekki nógu meðvitaða um afleiðingu af neyslu drykkjanna. „Glerungurinn eyðist, þetta er óafturkræft, það kemur aldrei aftur glerungur á tönn þannig að við það að glerungur eyðist þá liggur það bara í hlutarins eðli að hún verður hún öll miklu viðkvæmari. Hún verður viðkvæmari fyrir hita, kulda og tannskemmdum,“ sagði Jóhanna Bryndís. Hún segir að munurinn á orkudrykkjum og öðrum súrum drykkjum á borð við ávaxtadjús sé sá að neyslumynstrið sé ólíkt. Hún segir orkudrykkina drukkna yfir lengri tíma sem veldur því að sýrustigiðí munninum nær ekki að jafna sig. „Þannig að þetta súra ástand í munninum viðhelst í lengri tíma og þá eykur það glerungseyðinguna,“ sagði Jóhanna Bryndís.
Heilbrigðismál Neytendur Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira