End of Sentence sýnd á RIFF Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 11. júlí 2019 08:00 Plakat fyrir myndina. Kvikmynd Elfars Aðalsteins, End of Sentence, mun opna Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík, RIFF, í ár. Frumsýning verður 26. september. Kvikmyndin skartar virtum og reynslumiklum Hollywood-leikurum, þeim John Hawkes, sem tilnefndur hefur verið til Óskarsverðlauna, og Logan Lerman, sem hefur leikið í fjölmörgum stórmyndum þrátt fyrir ungan aldur. Leikstjóri og aðalleikari munu verða viðstaddir frumsýningu myndarinnar og ræða um gerð hennar að sýningu lokinni. End of Sentence er vegamynd sem segir sögu feðga er leggja land undir fót til að heiðra minningu móður og eiginkonu, en hennar hinsta ósk var að ösku hennar yrði dreift í lítið vatn á æskuslóðunum á Írlandi. Samband feðganna er vægast sagt stirt og á vegferð þeirra um landið kemur margt upp úr kafinu. End of Sentence var nýlega frumsýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Edinborg og fékk í kjölfarið lofsamlega dóma í virtum erlendum fagmiðlum. Íslendingar koma að gerð myndarinnar og þar má nefna Ólaf Darra Ólafsson, Kristján Loðmfjörð og Evu Maríu Daníels. Myndin er framleidd af Sigurjóni Sighvatssyni, David Collins og Elfari Aðalsteins. End of Sentence er fyrsta leikstjórnarverkefni Elfars í fullri lengd, en stuttmynd hans Sailcloth hlaut verðlaun sem besta íslenska stuttmyndin á RIFF árið 2011 auk þess að vinna Edduverðlaunin, sem stuttmynd ársins 2012, ásamt því að komast í lokaúrtak BAFTA- og Óskarsverðlauna það árið. End of Sentence mun feta í fótspor kvikmynda sem hafa í kjölfar þess að opna RIFF ferðast víða um heim og notið velgengni. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Fleiri fréttir Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Kvikmynd Elfars Aðalsteins, End of Sentence, mun opna Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík, RIFF, í ár. Frumsýning verður 26. september. Kvikmyndin skartar virtum og reynslumiklum Hollywood-leikurum, þeim John Hawkes, sem tilnefndur hefur verið til Óskarsverðlauna, og Logan Lerman, sem hefur leikið í fjölmörgum stórmyndum þrátt fyrir ungan aldur. Leikstjóri og aðalleikari munu verða viðstaddir frumsýningu myndarinnar og ræða um gerð hennar að sýningu lokinni. End of Sentence er vegamynd sem segir sögu feðga er leggja land undir fót til að heiðra minningu móður og eiginkonu, en hennar hinsta ósk var að ösku hennar yrði dreift í lítið vatn á æskuslóðunum á Írlandi. Samband feðganna er vægast sagt stirt og á vegferð þeirra um landið kemur margt upp úr kafinu. End of Sentence var nýlega frumsýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Edinborg og fékk í kjölfarið lofsamlega dóma í virtum erlendum fagmiðlum. Íslendingar koma að gerð myndarinnar og þar má nefna Ólaf Darra Ólafsson, Kristján Loðmfjörð og Evu Maríu Daníels. Myndin er framleidd af Sigurjóni Sighvatssyni, David Collins og Elfari Aðalsteins. End of Sentence er fyrsta leikstjórnarverkefni Elfars í fullri lengd, en stuttmynd hans Sailcloth hlaut verðlaun sem besta íslenska stuttmyndin á RIFF árið 2011 auk þess að vinna Edduverðlaunin, sem stuttmynd ársins 2012, ásamt því að komast í lokaúrtak BAFTA- og Óskarsverðlauna það árið. End of Sentence mun feta í fótspor kvikmynda sem hafa í kjölfar þess að opna RIFF ferðast víða um heim og notið velgengni.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Fleiri fréttir Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira