Alfa karlar Kolbeinn Marteinsson skrifar 11. júlí 2019 08:30 Alfa karldýrið (Alpha Male) er það karldýr eða karlmaður sem fer með völdin. Í dýraríkinu fær Alfa karlinn að makast við þau kvendýr sem hann kærir sig um og hann fer með alræðisvald yfir hópnum. Stöðu sinni heldur hann þangað til einhver annar gerir tilkall til krúnunnar og þá oft með ofbeldi. Fyrrverandi Alfa karlinn endar þá oft hrakinn burt, hæddur og smáður. Hjá okkur mönnunum er þessu svipað háttað. Alfa karlinn er kallinn sem tekur sér yfirburðastöðu í hóp. Hann tekur sér það vald sem honum er ætlað, oftast þó án blóðsúthellinga. Hér á landi höfum við haft langa og leiðinlega hefð fyrir svona körlum. Simpansar sem bæði eru menn og dýr fara þó blandaða leið þegar kemur að skipan í Alfa stöður. Hjá þeim geta nefnilega minni karldýr komist til forystu með stjórnvisku en með stuðningi réttu aðilanna. Örlög fyrrverandi Alfa karlsimpansa geta þó verið æði ólík. Þannig eru dæmi um að aðrir karlapar taki sig saman og murki lífið úr leiðtoganum í blóðugri byltingu hafi hann komið fram af óréttlæti eða grimmd. Þó eru til dæmi um hið gagnstæða þar sem Alfa apinn fyrrverandi stígur niður t.d. sökum aldurs og fær aðra stöðu innan hópsins. Gætir að ungviði og gefur ráð. Stöðu þar sem hann nýtur virðingar í krafti þess að hann sætti sig við breytta heimsmynd og nýtt valdajafnvægi. Í dag sjáum við fyrrverandi Alfa karla, menn sem óðu yfir íslenskt samfélag á síðustu öld í krafti valds og stöðu, emja sárt. Breytt heimsmynd jafnvel með Alfa konum þar sem þeir eru ekki lengur í lykilhlutverki veldur þeim gremju og reiði. Það er sárt hlutskipti. Því það er hægt að velja að stíga til hliðar með sæmd og reisn. En ekki láta fleygja sér úr hópnum með illu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Marteinsson Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Skoðun Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Sjá meira
Alfa karldýrið (Alpha Male) er það karldýr eða karlmaður sem fer með völdin. Í dýraríkinu fær Alfa karlinn að makast við þau kvendýr sem hann kærir sig um og hann fer með alræðisvald yfir hópnum. Stöðu sinni heldur hann þangað til einhver annar gerir tilkall til krúnunnar og þá oft með ofbeldi. Fyrrverandi Alfa karlinn endar þá oft hrakinn burt, hæddur og smáður. Hjá okkur mönnunum er þessu svipað háttað. Alfa karlinn er kallinn sem tekur sér yfirburðastöðu í hóp. Hann tekur sér það vald sem honum er ætlað, oftast þó án blóðsúthellinga. Hér á landi höfum við haft langa og leiðinlega hefð fyrir svona körlum. Simpansar sem bæði eru menn og dýr fara þó blandaða leið þegar kemur að skipan í Alfa stöður. Hjá þeim geta nefnilega minni karldýr komist til forystu með stjórnvisku en með stuðningi réttu aðilanna. Örlög fyrrverandi Alfa karlsimpansa geta þó verið æði ólík. Þannig eru dæmi um að aðrir karlapar taki sig saman og murki lífið úr leiðtoganum í blóðugri byltingu hafi hann komið fram af óréttlæti eða grimmd. Þó eru til dæmi um hið gagnstæða þar sem Alfa apinn fyrrverandi stígur niður t.d. sökum aldurs og fær aðra stöðu innan hópsins. Gætir að ungviði og gefur ráð. Stöðu þar sem hann nýtur virðingar í krafti þess að hann sætti sig við breytta heimsmynd og nýtt valdajafnvægi. Í dag sjáum við fyrrverandi Alfa karla, menn sem óðu yfir íslenskt samfélag á síðustu öld í krafti valds og stöðu, emja sárt. Breytt heimsmynd jafnvel með Alfa konum þar sem þeir eru ekki lengur í lykilhlutverki veldur þeim gremju og reiði. Það er sárt hlutskipti. Því það er hægt að velja að stíga til hliðar með sæmd og reisn. En ekki láta fleygja sér úr hópnum með illu.
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar