Hrun blasir við í laxveiðinni Jakob Bjarnar skrifar 11. júlí 2019 14:26 Nóg pláss er í ám fyrir þessa laxa en hrun blasir við í laxveiðiám landsins þetta árið. Þeir veiðimenn sem eru að fara í veiðiferð ættu ekki að gleyma að hafa með sér spilastokk og vera með kvöldvökuna rækilega skipulagða. Því ekki er hægt að gera sér vonir um mikla veiði. Hrun blasir við í laxveiðinni í ár. Vísir hefur heyrt af hópum sem hafa mætt til veiða í rómaðar og dýrar laxveiðiár en látið sig hverfa þaðan vegna gæftaleysis. Landsamband veiðifélaga gefa reglulega út veiðitölur. Samkvæmt þeim og í samanburði við árið í fyrra er staðan hreint út sagt skelfileg. Þar sem veiðimenn koma saman og ræða ástandið er tónninn sá að sjaldan hafi annað eins sést. Það er eins og það vanti núll aftan við aflatölur. Við skulum skoða fáein dæmi. Í fyrra á sama tíma höfðu veiðst 832 laxar í Norðurá. Nú hafa 83 veiðst. Í fyrra voru veiddir laxar í Þverá og Kjarará á þessum tíma 1186, nú 140. Miðfjarðará er nú komin í 202 en var í fyrra á sama tíma með 515 veidda laxa. Þessi dæmi eru vissulega sláandi og heilt yfir er heildarveiðin miklum mun minni en var á sama tíma í fyrra. Hér má sjá lista yfir aflahæstu ár frá í sama tíma í fyrra og geta menn svo grátið eða skemmt sér eftir atvikum, við að bera saman við nýjan lista frá LV.Vísir ræddi við Guðna Guðbergsson, sem er sérfræðingur í ferskvatnsfiskum hjá Hafrannsóknarstofnun og hann segir teljara í laxastigum hreyfast afar hægt nú.Guðni hjá Hafró en honum kemur ekki á óvart hversu léleg laxveiðin er í sumar.fbl/anton brinkHann er reyndar ekkert mjög hissa á því að í sumar virðist ætla að verða aflabrestur og vísar þá til klakárgangsins frá 2015, sem var þá hrygning 2014 á Vesturlandi sem hafi verið léleg. Og árgangurinn þar á undan, sem er þá uppistaðan af þeim gönguseiðum sem gengu út síðasta vor. „Við áttum aldrei von á því að sá árangur yrði stór. Ofan á það leggst svo þetta vatnsleysi, þá verður enn minna úr göngum en kannski efni standa til og súrefnisinnihald vatns er lágt sem það leggst ofan á,“ segir Guðni. Hann segir hins vegar allt annað ástand á Norð-austurlandi, eða allt austan Aðaldals. Hann segir það rétt, spurður, að veiðleyfasalar séu þöglir nú en þá ber til þess að líta að það eru aldrei slæmar sögur úr veiði. Einu sögurnar sem eru sagðar eru þær góðu. Stangveiði Tengdar fréttir Ekki uppskrift að bjartsýni í laxveiði segir fiskifræðingur Guðni Guðbergsson fiskifræðingur segir það munu skýrast fljótlega hvort rætist úr sumrinu í laxveiðinni sem hefur verið mjög léleg á Vesturlandi og Norðvesturlandi. Þurrkatíð ofan á lélegan árgang sem gengið hafi til sjávar í fyrra gefi ekki tilefni til bjartsýni. Endurheimtuhlutfall seiða úr sjó fari lækkandi. 11. júlí 2019 06:30 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Sjá meira
Hrun blasir við í laxveiðinni í ár. Vísir hefur heyrt af hópum sem hafa mætt til veiða í rómaðar og dýrar laxveiðiár en látið sig hverfa þaðan vegna gæftaleysis. Landsamband veiðifélaga gefa reglulega út veiðitölur. Samkvæmt þeim og í samanburði við árið í fyrra er staðan hreint út sagt skelfileg. Þar sem veiðimenn koma saman og ræða ástandið er tónninn sá að sjaldan hafi annað eins sést. Það er eins og það vanti núll aftan við aflatölur. Við skulum skoða fáein dæmi. Í fyrra á sama tíma höfðu veiðst 832 laxar í Norðurá. Nú hafa 83 veiðst. Í fyrra voru veiddir laxar í Þverá og Kjarará á þessum tíma 1186, nú 140. Miðfjarðará er nú komin í 202 en var í fyrra á sama tíma með 515 veidda laxa. Þessi dæmi eru vissulega sláandi og heilt yfir er heildarveiðin miklum mun minni en var á sama tíma í fyrra. Hér má sjá lista yfir aflahæstu ár frá í sama tíma í fyrra og geta menn svo grátið eða skemmt sér eftir atvikum, við að bera saman við nýjan lista frá LV.Vísir ræddi við Guðna Guðbergsson, sem er sérfræðingur í ferskvatnsfiskum hjá Hafrannsóknarstofnun og hann segir teljara í laxastigum hreyfast afar hægt nú.Guðni hjá Hafró en honum kemur ekki á óvart hversu léleg laxveiðin er í sumar.fbl/anton brinkHann er reyndar ekkert mjög hissa á því að í sumar virðist ætla að verða aflabrestur og vísar þá til klakárgangsins frá 2015, sem var þá hrygning 2014 á Vesturlandi sem hafi verið léleg. Og árgangurinn þar á undan, sem er þá uppistaðan af þeim gönguseiðum sem gengu út síðasta vor. „Við áttum aldrei von á því að sá árangur yrði stór. Ofan á það leggst svo þetta vatnsleysi, þá verður enn minna úr göngum en kannski efni standa til og súrefnisinnihald vatns er lágt sem það leggst ofan á,“ segir Guðni. Hann segir hins vegar allt annað ástand á Norð-austurlandi, eða allt austan Aðaldals. Hann segir það rétt, spurður, að veiðleyfasalar séu þöglir nú en þá ber til þess að líta að það eru aldrei slæmar sögur úr veiði. Einu sögurnar sem eru sagðar eru þær góðu.
Stangveiði Tengdar fréttir Ekki uppskrift að bjartsýni í laxveiði segir fiskifræðingur Guðni Guðbergsson fiskifræðingur segir það munu skýrast fljótlega hvort rætist úr sumrinu í laxveiðinni sem hefur verið mjög léleg á Vesturlandi og Norðvesturlandi. Þurrkatíð ofan á lélegan árgang sem gengið hafi til sjávar í fyrra gefi ekki tilefni til bjartsýni. Endurheimtuhlutfall seiða úr sjó fari lækkandi. 11. júlí 2019 06:30 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Sjá meira
Ekki uppskrift að bjartsýni í laxveiði segir fiskifræðingur Guðni Guðbergsson fiskifræðingur segir það munu skýrast fljótlega hvort rætist úr sumrinu í laxveiðinni sem hefur verið mjög léleg á Vesturlandi og Norðvesturlandi. Þurrkatíð ofan á lélegan árgang sem gengið hafi til sjávar í fyrra gefi ekki tilefni til bjartsýni. Endurheimtuhlutfall seiða úr sjó fari lækkandi. 11. júlí 2019 06:30