Fann atómskáld í unglingavinnunni Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. júlí 2019 08:45 Fannar Ingi Friðþjófsson og Jökull Breki Arnarson þar sem þeim líður best, á Álftanesi. Vísir/vilhelm Markmið tvíeykisins Hipsumhaps, sem gaf út sitt fyrsta lag á miðnætti, er að „sökka ekki.“ Tvíeykið skipa Fannar Ingi Friðþjófsson og Jökull Breki Arnarson, tveir Álftnesingar á þrítugsaldri, sem virðast báðir vera með nokkuð miðaldra drauma ef marka má yrkisefni lagsins - sem heyra má hér að neðan. Það er þó ekki aðeins textinn sem er eftirtektarverður, heldur geta glöggir hlustendur heyrt nið hinnar umdeildu Álftaneslaugar í laginu. „Þeirri sem setti bæjarfélagið á hausinn,“ eins og Jökull kemst að orði. Lagið ber heitið „Lífið sem mig langar í (LSMLÍ)“ og er óhætt að segja að það beri nafn með rentu. „Eignast tvö-þrjú börn, senda stelpuna í Vindáshlíð“ og pallbílar með hestakerru aftan í, það er draumurinn að sögn Fannars Inga. Textann segist hann hafa samið fyrir tveimur árum, þegar hann var peningalaus einstæðingur á leigumarkaði.„Þegar ég var 10 ára hélt að ég að þetta væru allt sjálfsagðir hlutir á fullorðinsárunum. Maður hugsaði: „Þegar ég verð stór mun ég eiga stóran bíl, hús, hest og konu.“ Síðan eldist maður og áttar sig á því að þetta er ógeðslega mikið bras. Það má því segja að lagið sé óður til barnalegra hugmynda um að maður geti verið rúmlega tvítugur með allt á hreinu,“ segir Fannar. Þannig eigi fólk til að setja sig á tímalínu og ætla sér að ná ákveðnum áföngum fyrir ákveðinn tíma, það ber árangurinn svo saman við næsta mann - til þess eins að verða fyrir vonbrigðum með sjálft sig. Lagið sé hins vegar mótefni við því, það rætist úr öllum sem gefast ekki upp. „Þannig er þetta virðingarvottur við þá sem vita ekki hvað þeir vilja gera við líf sitt og eru að gera sitt besta - en um leið viðurkenning á því að enginn veit nákvæmlega hvernig hlutirnir þróast.“Drengirnir sitja á átta öðrum lögum sem þeir vona að líta muni ljós á næstu mánuðum. Framtíðin sé þó óráðin, eins og fyrsta lag þeirra ber með sér.Vísir/VilhelmFlokkur forvitnilegra nafna Tilvist Hipsumhaps sé ekki síst grundvölluð á slíkri tilviljun. Þeir Fannar og Jökull kynntust í vinnuskólanum sumarið 2013, þar sem Fannar var flokkstjóri og fékk það hlutverk að skipa í flokkinn sinn. „Ég tók þá stefnu að velja aðeins þá sem voru með frumlegustu nöfnin. Jökull Breki var því sjálfvalinn, enda grunaði mig að maður með slíkt nafn gæti ekki verið annað en eitthvað atómskáld,“ segir Fannar. Flokksstjórinn reyndist nokkuð sannspár. Á næstu árum átti Jökull eftir að láta til sín taka á listasviðinu. Hann innritaði sig í Verzló og tók tónlistarlífið þar með trompi; sigraði bæði tónsmíða- og söngvakeppnina, steig á svið í Nemendamótinu og dældi út slögurum með Rjómanum þar sem hann ýmist söng, samdi eða hljóðblandaði. Síðan þá hefur Jökull komið að ýmsum tónlistartengdum verkefnum, eins og báðum plötum hins vinsæla Flóna.Það er þó ekki þar með sagt að Jökli hafi verið ætlað að fara tónlistarleiðina í lífinu. Þvert á móti segir hann að það hafi komið skólasystkinum sínum á óvart að hann gæti yfirhöfuð eitthvað í þessum efnum. Það megi því í raun segja að þetta sé samstarf tveggja ólíklegra tónlistarmanna. Þrátt fyrir að Fannar hafi komið víða við á listasviðinu; t.a.m. í leiklist, uppistandi og auglýsingagerð, hefur tónlistargyðjan ekki vitjað hans áður. Jökull er þó ekki tilbúinn að fallast á að hann beri þetta samstarf á herðum sér. „Nei, alls ekki. Þetta er samvinnuverkefni," segir Jökull. Fannar hafi komið með hugmyndirnar sem Jökull segist síðan hafa útsett.Töffaragrímur og viðkvæm hjörtu „Ég hef alltaf haft háan staðal þegar kemur að hljóðblöndun og upptöku,“ segir Jökull og ekki þarf að leita langt til að finna sannanir þess. Sem fyrr segir má heyra niðinn í Álftaneslaug í fyrsta lagi Hipsumhaps, dýrari staðlar eru líklega vandfundnir. Að sama skapi segir Jökull að þeir hafi setið á laginu frá því síðasta sumar en nýtt tímann til að betrumbæta það og gera lagið útvarpsvænt. Nú sé það orðið aðgengilegt - Jökull fellst á að það sé jafnvel orðið Léttbylgjulegt. Jökull og Fannar hafa lagt grunninn að átta öðrum lögum sem þeir vonast til að geta smokrað út á næstu mánuðum. Þeir segja lögin þó ekkert endilega í anda „Lífsins sem þá langar í“ enda sæki þeir innblástur víða, allt frá Reiðmönnum vindanna til rafsveitarinnar XX, eins og nafnið Hipsumhaps gefur til kynna. Sé eitthvað sem sameini lögin þá eru það erfiðar tilfinningar, ástarævintýri sem fjari út, sem þeir reyni að vinna uppbyggilega úr með lagasmíðinni. Þeir, eins og svo margir aðrir tónlistarmenn, skarti töffaragrímum yfir viðkvæmum hjörtum. Þeir segjast ætla að nýta næstu mánuði til að leggja lokahönd á lögin, með „ómetanlegri aðstoð“ frá Magnúsi Jóhanni Ragnarssyni, Arnari Inga Ingasyni og Styrmi Haukssyni, og vonast til að geta fylgt þeim eftir með „einlægum og geggjuðum útgáfutónleikum“ í haust. Framtíðin sé þó óráðin, eins og heyra má í frumburði Hipsumhaps. „Markmiðið er bara að sökka ekki,“ segir Fannar. Garðabær Menning Sundlaugar Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Markmið tvíeykisins Hipsumhaps, sem gaf út sitt fyrsta lag á miðnætti, er að „sökka ekki.“ Tvíeykið skipa Fannar Ingi Friðþjófsson og Jökull Breki Arnarson, tveir Álftnesingar á þrítugsaldri, sem virðast báðir vera með nokkuð miðaldra drauma ef marka má yrkisefni lagsins - sem heyra má hér að neðan. Það er þó ekki aðeins textinn sem er eftirtektarverður, heldur geta glöggir hlustendur heyrt nið hinnar umdeildu Álftaneslaugar í laginu. „Þeirri sem setti bæjarfélagið á hausinn,“ eins og Jökull kemst að orði. Lagið ber heitið „Lífið sem mig langar í (LSMLÍ)“ og er óhætt að segja að það beri nafn með rentu. „Eignast tvö-þrjú börn, senda stelpuna í Vindáshlíð“ og pallbílar með hestakerru aftan í, það er draumurinn að sögn Fannars Inga. Textann segist hann hafa samið fyrir tveimur árum, þegar hann var peningalaus einstæðingur á leigumarkaði.„Þegar ég var 10 ára hélt að ég að þetta væru allt sjálfsagðir hlutir á fullorðinsárunum. Maður hugsaði: „Þegar ég verð stór mun ég eiga stóran bíl, hús, hest og konu.“ Síðan eldist maður og áttar sig á því að þetta er ógeðslega mikið bras. Það má því segja að lagið sé óður til barnalegra hugmynda um að maður geti verið rúmlega tvítugur með allt á hreinu,“ segir Fannar. Þannig eigi fólk til að setja sig á tímalínu og ætla sér að ná ákveðnum áföngum fyrir ákveðinn tíma, það ber árangurinn svo saman við næsta mann - til þess eins að verða fyrir vonbrigðum með sjálft sig. Lagið sé hins vegar mótefni við því, það rætist úr öllum sem gefast ekki upp. „Þannig er þetta virðingarvottur við þá sem vita ekki hvað þeir vilja gera við líf sitt og eru að gera sitt besta - en um leið viðurkenning á því að enginn veit nákvæmlega hvernig hlutirnir þróast.“Drengirnir sitja á átta öðrum lögum sem þeir vona að líta muni ljós á næstu mánuðum. Framtíðin sé þó óráðin, eins og fyrsta lag þeirra ber með sér.Vísir/VilhelmFlokkur forvitnilegra nafna Tilvist Hipsumhaps sé ekki síst grundvölluð á slíkri tilviljun. Þeir Fannar og Jökull kynntust í vinnuskólanum sumarið 2013, þar sem Fannar var flokkstjóri og fékk það hlutverk að skipa í flokkinn sinn. „Ég tók þá stefnu að velja aðeins þá sem voru með frumlegustu nöfnin. Jökull Breki var því sjálfvalinn, enda grunaði mig að maður með slíkt nafn gæti ekki verið annað en eitthvað atómskáld,“ segir Fannar. Flokksstjórinn reyndist nokkuð sannspár. Á næstu árum átti Jökull eftir að láta til sín taka á listasviðinu. Hann innritaði sig í Verzló og tók tónlistarlífið þar með trompi; sigraði bæði tónsmíða- og söngvakeppnina, steig á svið í Nemendamótinu og dældi út slögurum með Rjómanum þar sem hann ýmist söng, samdi eða hljóðblandaði. Síðan þá hefur Jökull komið að ýmsum tónlistartengdum verkefnum, eins og báðum plötum hins vinsæla Flóna.Það er þó ekki þar með sagt að Jökli hafi verið ætlað að fara tónlistarleiðina í lífinu. Þvert á móti segir hann að það hafi komið skólasystkinum sínum á óvart að hann gæti yfirhöfuð eitthvað í þessum efnum. Það megi því í raun segja að þetta sé samstarf tveggja ólíklegra tónlistarmanna. Þrátt fyrir að Fannar hafi komið víða við á listasviðinu; t.a.m. í leiklist, uppistandi og auglýsingagerð, hefur tónlistargyðjan ekki vitjað hans áður. Jökull er þó ekki tilbúinn að fallast á að hann beri þetta samstarf á herðum sér. „Nei, alls ekki. Þetta er samvinnuverkefni," segir Jökull. Fannar hafi komið með hugmyndirnar sem Jökull segist síðan hafa útsett.Töffaragrímur og viðkvæm hjörtu „Ég hef alltaf haft háan staðal þegar kemur að hljóðblöndun og upptöku,“ segir Jökull og ekki þarf að leita langt til að finna sannanir þess. Sem fyrr segir má heyra niðinn í Álftaneslaug í fyrsta lagi Hipsumhaps, dýrari staðlar eru líklega vandfundnir. Að sama skapi segir Jökull að þeir hafi setið á laginu frá því síðasta sumar en nýtt tímann til að betrumbæta það og gera lagið útvarpsvænt. Nú sé það orðið aðgengilegt - Jökull fellst á að það sé jafnvel orðið Léttbylgjulegt. Jökull og Fannar hafa lagt grunninn að átta öðrum lögum sem þeir vonast til að geta smokrað út á næstu mánuðum. Þeir segja lögin þó ekkert endilega í anda „Lífsins sem þá langar í“ enda sæki þeir innblástur víða, allt frá Reiðmönnum vindanna til rafsveitarinnar XX, eins og nafnið Hipsumhaps gefur til kynna. Sé eitthvað sem sameini lögin þá eru það erfiðar tilfinningar, ástarævintýri sem fjari út, sem þeir reyni að vinna uppbyggilega úr með lagasmíðinni. Þeir, eins og svo margir aðrir tónlistarmenn, skarti töffaragrímum yfir viðkvæmum hjörtum. Þeir segjast ætla að nýta næstu mánuði til að leggja lokahönd á lögin, með „ómetanlegri aðstoð“ frá Magnúsi Jóhanni Ragnarssyni, Arnari Inga Ingasyni og Styrmi Haukssyni, og vonast til að geta fylgt þeim eftir með „einlægum og geggjuðum útgáfutónleikum“ í haust. Framtíðin sé þó óráðin, eins og heyra má í frumburði Hipsumhaps. „Markmiðið er bara að sökka ekki,“ segir Fannar.
Garðabær Menning Sundlaugar Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira