Ætlar að standa með sendiherrum verði hann forsætisráðherra Sylvía Hall skrifar 11. júlí 2019 20:39 Boris Johnson þykir líklegur til þess að verða næsti forsætisráðherra Bretlands. Vísir/Getty Boris Johnson var harðlega gagnrýndur fyrir að taka ekki afstöðu með Kim Darroch, fráfarandi sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, í kjölfar minnisblaðaleka sem birtist í breska dagblaðinu Mail on Sunday. Boris svaraði gagnrýninni á stuðningsmannafundi í dag þar sem hann sagðist lofa því að standa með sendiherrum landsins. Minnisblaðalekinn olli miklum usla í vikunni sem leið en þar voru ummæli sendiherrans um Donald Trump Bandaríkjaforseta og stjórn hans gerð opinber. Sagði hann Trump og stjórn hans vera klunnalega og óstarfhæfa en sendiherrann sagði af sér í gær vegna málsins. Theresa May kom sendiherranum til varnar og sagði hann njóta fulls stuðnings ríkisstjórnarinnar þrátt fyrir að skoðanir hans endurspegluðu ekki skoðanir þeirra. Í kjölfarið birti Trump færslur á Twitter-síðu sinni þar sem hann fór ófögrum orðum um bæði sendiherrann og May sjálfa.Sjá einnig: Gagnrýnir May og segir sendiherrann vera heimskan Í kappræðum Íhaldsflokksins veigraði Johnson sér við það að lýsa yfir stuðningi við sendiherrann og fordæma ummæli Trump. Í kjölfarið var hann harðlega gagnrýndur af samflokksmönnum sínum og sögðu margir hann gera það til þess að styrkja samband sitt við Trump. „Ég mun standa með okkar frábæru sendiherrum um allan heim,“ sagði Johnson á stuðningsmannafundi sínum en ítrekaði þó að það benti margt til þess að samband Bretlands við Bandaríkin væri það mikilvægasta. Johnson tók ekki undir þau sjónarmið að hann væri að viðhalda góðu sambandi sínu við Bandaríkjaforseta og sagðist margoft hafa gagnrýnt hann. Til að mynda væri hann og ríkisstjórn Bretlands ósammála stefnu þeirra varðandi loftslagsvandann og hét hann því að vera fastur fyrir í samskiptum sínum við Bandaríkin. Bandaríkin Bretland Donald Trump Tengdar fréttir Utanríkisráðherrann segir Trump að sýna virðingu Kastast hefur í kekki á milli bandarískra og breskra stjórnvalda eftir leka á sendiráðsskjölum annars vegar og kjaftbrúk Bandaríkjaforseta hins vegar. 9. júlí 2019 17:35 Johnson og Hunt skiptust á skotum í kappræðum Fyrstu sjónvarpskappræður leiðtogaefna Íhaldsflokksins fóru fram í kvöld. Greindi frambjóðendunum tveimur á um Brexit og samskiptin við Bandaríkin. 9. júlí 2019 23:10 Segir af sér sem sendiherra eftir minnisblaðalekann Darroch segist vilja binda enda á vangaveltur varðandi stöðu sína og sagði það vera ómögulegt fyrir hann að sinna starfi sínu eftir lekann. 10. júlí 2019 13:25 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Fleiri fréttir Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sjá meira
Boris Johnson var harðlega gagnrýndur fyrir að taka ekki afstöðu með Kim Darroch, fráfarandi sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, í kjölfar minnisblaðaleka sem birtist í breska dagblaðinu Mail on Sunday. Boris svaraði gagnrýninni á stuðningsmannafundi í dag þar sem hann sagðist lofa því að standa með sendiherrum landsins. Minnisblaðalekinn olli miklum usla í vikunni sem leið en þar voru ummæli sendiherrans um Donald Trump Bandaríkjaforseta og stjórn hans gerð opinber. Sagði hann Trump og stjórn hans vera klunnalega og óstarfhæfa en sendiherrann sagði af sér í gær vegna málsins. Theresa May kom sendiherranum til varnar og sagði hann njóta fulls stuðnings ríkisstjórnarinnar þrátt fyrir að skoðanir hans endurspegluðu ekki skoðanir þeirra. Í kjölfarið birti Trump færslur á Twitter-síðu sinni þar sem hann fór ófögrum orðum um bæði sendiherrann og May sjálfa.Sjá einnig: Gagnrýnir May og segir sendiherrann vera heimskan Í kappræðum Íhaldsflokksins veigraði Johnson sér við það að lýsa yfir stuðningi við sendiherrann og fordæma ummæli Trump. Í kjölfarið var hann harðlega gagnrýndur af samflokksmönnum sínum og sögðu margir hann gera það til þess að styrkja samband sitt við Trump. „Ég mun standa með okkar frábæru sendiherrum um allan heim,“ sagði Johnson á stuðningsmannafundi sínum en ítrekaði þó að það benti margt til þess að samband Bretlands við Bandaríkin væri það mikilvægasta. Johnson tók ekki undir þau sjónarmið að hann væri að viðhalda góðu sambandi sínu við Bandaríkjaforseta og sagðist margoft hafa gagnrýnt hann. Til að mynda væri hann og ríkisstjórn Bretlands ósammála stefnu þeirra varðandi loftslagsvandann og hét hann því að vera fastur fyrir í samskiptum sínum við Bandaríkin.
Bandaríkin Bretland Donald Trump Tengdar fréttir Utanríkisráðherrann segir Trump að sýna virðingu Kastast hefur í kekki á milli bandarískra og breskra stjórnvalda eftir leka á sendiráðsskjölum annars vegar og kjaftbrúk Bandaríkjaforseta hins vegar. 9. júlí 2019 17:35 Johnson og Hunt skiptust á skotum í kappræðum Fyrstu sjónvarpskappræður leiðtogaefna Íhaldsflokksins fóru fram í kvöld. Greindi frambjóðendunum tveimur á um Brexit og samskiptin við Bandaríkin. 9. júlí 2019 23:10 Segir af sér sem sendiherra eftir minnisblaðalekann Darroch segist vilja binda enda á vangaveltur varðandi stöðu sína og sagði það vera ómögulegt fyrir hann að sinna starfi sínu eftir lekann. 10. júlí 2019 13:25 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Fleiri fréttir Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sjá meira
Utanríkisráðherrann segir Trump að sýna virðingu Kastast hefur í kekki á milli bandarískra og breskra stjórnvalda eftir leka á sendiráðsskjölum annars vegar og kjaftbrúk Bandaríkjaforseta hins vegar. 9. júlí 2019 17:35
Johnson og Hunt skiptust á skotum í kappræðum Fyrstu sjónvarpskappræður leiðtogaefna Íhaldsflokksins fóru fram í kvöld. Greindi frambjóðendunum tveimur á um Brexit og samskiptin við Bandaríkin. 9. júlí 2019 23:10
Segir af sér sem sendiherra eftir minnisblaðalekann Darroch segist vilja binda enda á vangaveltur varðandi stöðu sína og sagði það vera ómögulegt fyrir hann að sinna starfi sínu eftir lekann. 10. júlí 2019 13:25