Undirbúningur hafinn fyrir byggingu Húss íslenskunnar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. júlí 2019 22:15 Undirbúningur er nú hafinn fyrir byggingu Húss íslenskunnar, en þar hefur verið stærðarinnar hola í sex ár. Áætlað er að byggingin verði tilbúin árið 2023. Fyrsta skóflustungan að Húsi íslenskunnar var tekin árið 2013. Hola var grafin og síðan þá hefur hún fengið að standa í friði. Trjátegundir virðast hafa sáð sér í holunni og vatn safnast upp. „Nú er holan að verða að húsi. Það er komið að því. Hér er verið að undirbúa verkstæðin, byggja hann upp þannig að allt sé til reiðu þegar formlegar framkvæmdir hefjast um miðjan ágúst,“ sagði Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins. Byggja á 6.500 fermetra hús auk 2.200 fermetra opinnar bílageymslu og á húsið að hýsa fjölbreytta starfsemi stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. „Þetta verður vagga íslenskrar tungu. Hér verða gersemarnar okkar. Þetta er mjög glæsileg og metnaðarfull bygging þar sem handritin okkar verða hýst og höfð til sýnis. Hér munu fara fram rannsóknarstörf varðandi íslenska tungu þannig þetta verður mjög mikil lyftistöng fyrir háskólasvæðið,“ sagði Guðrún. Sex ár eru frá fyrstu skóflustungu og áttu áætluð verklok að vera í mars árið 2016. Framkvæmdir hafa tafist af ýmsum ástæðum. „Það voru aðstæður í hagkerfinu, það voru breytingar í ríkisstjórn og ýmislegt fleira. Nú erum við komin hingað og mjög ánægjulegt að þetta sé komið af stað,“ sagði Guðrún. Áætluð verklok eru um mitt ár 2023 en margar hendur vinna létt verk. „Á meðal degi mun hér vera um 200 manna vinnustaður. Við erum sérstaklega að undirbúa með vinnueftirlitinu, ÍSTAK sem aðalverktaka og fleirum að hér verði fyrirmyndar verkstaður. Við erum sérstaklega að horfa til umhverfismála, réttinda- og öryggismála,“ sagði Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins. Handritasafn Árna Magnússonar Reykjavík Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Undirbúningur er nú hafinn fyrir byggingu Húss íslenskunnar, en þar hefur verið stærðarinnar hola í sex ár. Áætlað er að byggingin verði tilbúin árið 2023. Fyrsta skóflustungan að Húsi íslenskunnar var tekin árið 2013. Hola var grafin og síðan þá hefur hún fengið að standa í friði. Trjátegundir virðast hafa sáð sér í holunni og vatn safnast upp. „Nú er holan að verða að húsi. Það er komið að því. Hér er verið að undirbúa verkstæðin, byggja hann upp þannig að allt sé til reiðu þegar formlegar framkvæmdir hefjast um miðjan ágúst,“ sagði Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins. Byggja á 6.500 fermetra hús auk 2.200 fermetra opinnar bílageymslu og á húsið að hýsa fjölbreytta starfsemi stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. „Þetta verður vagga íslenskrar tungu. Hér verða gersemarnar okkar. Þetta er mjög glæsileg og metnaðarfull bygging þar sem handritin okkar verða hýst og höfð til sýnis. Hér munu fara fram rannsóknarstörf varðandi íslenska tungu þannig þetta verður mjög mikil lyftistöng fyrir háskólasvæðið,“ sagði Guðrún. Sex ár eru frá fyrstu skóflustungu og áttu áætluð verklok að vera í mars árið 2016. Framkvæmdir hafa tafist af ýmsum ástæðum. „Það voru aðstæður í hagkerfinu, það voru breytingar í ríkisstjórn og ýmislegt fleira. Nú erum við komin hingað og mjög ánægjulegt að þetta sé komið af stað,“ sagði Guðrún. Áætluð verklok eru um mitt ár 2023 en margar hendur vinna létt verk. „Á meðal degi mun hér vera um 200 manna vinnustaður. Við erum sérstaklega að undirbúa með vinnueftirlitinu, ÍSTAK sem aðalverktaka og fleirum að hér verði fyrirmyndar verkstaður. Við erum sérstaklega að horfa til umhverfismála, réttinda- og öryggismála,“ sagði Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins.
Handritasafn Árna Magnússonar Reykjavík Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira