Fleiri borgarbúar vilja flokka plast og biðlisti eftir tunnum Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 12. júlí 2019 06:15 Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri Skrifstofu umhverfisgæða hjá Reykjavíkurborg. Fréttablaðið Biðlisti hefur myndast eftir grænum tunnum til að flokka plast í borginni. Von er á 600 nýjum tunnum í næstu viku. Meirihluti plastsins sem flokkað er fer í orkuframleiðslu í Svíþjóð. „Við erum með hundrað og fjórtán manns á biðlista núna eftir tunnum en þær koma líklega í næstu viku,“ segir Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri Skrifstofu umhverfisgæða hjá Reykjavíkurborg. Mikil eftirspurn hefur verið hjá borgarbúum eftir grænum tunnum sem notaðar eru til að flokka plast frá öðru rusli. Guðmundur segir að alltaf sé að bætast í hóp þeirra sem vilji flokka heimilissorp til endurvinnslu og að von sé á um 600 nýjum grænum tunnum til landsins. „Það virðist spyrjast út og smita út frá sér þegar íbúar fá sér græna tunnu.“ Árni Erlingsson, viðskiptastjóri Gámaþjónustunnar, tekur undir orð Guðmundar og segir að eftirspurn eftir endurvinnslutunnum hafi aukist jafnt og þétt hjá fyrirtækinu. „Þetta er alltaf að aukast. Það er mikill áhugi fyrir flokkun og mikið er spurt hvernig eigi að flokka og annað. Það er greinilega mikil vakning í samfélaginu.“ Það plast sem sent er til endurvinnslu hefur í gegnum tíðina að mestu leyti verið sent til Kína en síðastliðinn vetur hætti landið að taka við plasti til endurvinnslu. „Eftir að Kínverjarnir lokuðu markaðnum þá fór allt eiginlega á hliðina en við erum að vona að það verði komið betra skikk á þetta síðar á árinu,“ segir Björn Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu. „Nú fer plastið að mestu leyti í orkuendurvinnslu. Það fer í fjarvarma- og rafmagnsframleiðslu í Svíþjóð.“Björn Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu.Björn bætir við að með því að endurvinna plastið í orku sé því komið í hringrás í stað þess að það sé urðað. „Svona fer þetta í nýtingu annars staðar, hjá þeim sem þurfa á orkunni að halda, jafnvel þó að þetta sé ekki efnisendurunnið þá fer þetta samt sem áður í betri farveg heldur en að fara í urðun.“ Hluti plasts sem fellur til hjá Íslendingum fer enn í efnisendurvinnslu og verður þannig að öðru plasti. „Eins og plastflöskur undan gosdrykkjum til dæmis, þær eru enn þá fluttar út og eru notaðar meðal annars í flíspeysur. Svo auðvitað flytjum við þær heim, þvoum þær og hvert fer þá plastið? Beint út í sjó, svo það er vandlifað en auðvitað er best að koma plastinu í hringrás og flokka ruslið.“ Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Sorpa Umhverfismál Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Sjá meira
Biðlisti hefur myndast eftir grænum tunnum til að flokka plast í borginni. Von er á 600 nýjum tunnum í næstu viku. Meirihluti plastsins sem flokkað er fer í orkuframleiðslu í Svíþjóð. „Við erum með hundrað og fjórtán manns á biðlista núna eftir tunnum en þær koma líklega í næstu viku,“ segir Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri Skrifstofu umhverfisgæða hjá Reykjavíkurborg. Mikil eftirspurn hefur verið hjá borgarbúum eftir grænum tunnum sem notaðar eru til að flokka plast frá öðru rusli. Guðmundur segir að alltaf sé að bætast í hóp þeirra sem vilji flokka heimilissorp til endurvinnslu og að von sé á um 600 nýjum grænum tunnum til landsins. „Það virðist spyrjast út og smita út frá sér þegar íbúar fá sér græna tunnu.“ Árni Erlingsson, viðskiptastjóri Gámaþjónustunnar, tekur undir orð Guðmundar og segir að eftirspurn eftir endurvinnslutunnum hafi aukist jafnt og þétt hjá fyrirtækinu. „Þetta er alltaf að aukast. Það er mikill áhugi fyrir flokkun og mikið er spurt hvernig eigi að flokka og annað. Það er greinilega mikil vakning í samfélaginu.“ Það plast sem sent er til endurvinnslu hefur í gegnum tíðina að mestu leyti verið sent til Kína en síðastliðinn vetur hætti landið að taka við plasti til endurvinnslu. „Eftir að Kínverjarnir lokuðu markaðnum þá fór allt eiginlega á hliðina en við erum að vona að það verði komið betra skikk á þetta síðar á árinu,“ segir Björn Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu. „Nú fer plastið að mestu leyti í orkuendurvinnslu. Það fer í fjarvarma- og rafmagnsframleiðslu í Svíþjóð.“Björn Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu.Björn bætir við að með því að endurvinna plastið í orku sé því komið í hringrás í stað þess að það sé urðað. „Svona fer þetta í nýtingu annars staðar, hjá þeim sem þurfa á orkunni að halda, jafnvel þó að þetta sé ekki efnisendurunnið þá fer þetta samt sem áður í betri farveg heldur en að fara í urðun.“ Hluti plasts sem fellur til hjá Íslendingum fer enn í efnisendurvinnslu og verður þannig að öðru plasti. „Eins og plastflöskur undan gosdrykkjum til dæmis, þær eru enn þá fluttar út og eru notaðar meðal annars í flíspeysur. Svo auðvitað flytjum við þær heim, þvoum þær og hvert fer þá plastið? Beint út í sjó, svo það er vandlifað en auðvitað er best að koma plastinu í hringrás og flokka ruslið.“
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Sorpa Umhverfismál Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Sjá meira