Gömul sár á milli United og Inter trufla viðræður um Lukaku Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 12. júlí 2019 09:30 Romelu Lukaku hefur sjálfur sagt að hann vilji fara vísir/getty Blaðamaður Sky Sports segir enn vera illindi á milli Manchester United og Inter Milan eftir félagsskipti sem gengu ekki upp fyrir tveimur árum. Þessi illindi gætu haft áhrif á söluna á Romelu Lukaku. Yfirmaður íþróttamála hjá Inter er á Bretlandseyjum til þess að ræða við forráðamenn United um belgíska framherjann. Í morgun staðfesti hann að fundurinn hafi verið formleg fyrirspurn um stöðu Belgans. Lukaku sjálfur er í Ástralíu með United þar sem liðið er á æfingaferðalagi. Félögunum gengur illa að komast að samkomulagi um verð og Kaveh Solhekol, blaðamaður Sky, telur að það sé ekki það eina sem gæti hindrað skiptin. „Það eru illindi á milli þessara tveggja félaga,“ sagði Solhekol. „Fyrir tveimur árum reyndi Manchester United ítrekað að fá Ivan Perisic frá Milan. United bauð 45 milljónir evra en Inter vildi 50 og var ekki haggað þó munurinn væri aðeins 5 milljónir evra.“ „Ég held það sé enn ofarlega í minnum manna innan United hvernig Inter hagaði sér í því máli.“ United vill fá 75 milljónir punda fyrir Lukaku, sem er sama verð og félagið keypti hann á fyrir tveimur árum frá Everton. Inter er hins vegar langt frá þeim verðmiða. Ítalska félagið vill fá Belgann á láni út næsta tímabili með þeirri skuldbindingu að eftir lánstímann kaupi þeir Lukaku með tveimur greiðslum á tveimur árum.Sky Italy reporting Inter Milan to offer £63m to Manchester United for Romelu Lukaku. But it’s 2-year loan with obligation to buy. Instalments of £9m + £27m + £27m. Can’t see how it makes sense for United to wave goodbye to world-class striker for initial payment of only £9m — Kaveh Solhekol (@SkyKaveh) July 10, 2019 Þeir vilja borga 9 milljónir punda í sumar fyrir lánið og borga svo 27 milljónir punda á ári næstu tvö ár þar á eftir. Það gerir samanlagt 63 milljónir punda. „Þetta er eins og ef ég labbaði inn í Ferrari umboð og spyrði hversu mikið Ferrari 488 kostaði. Sölumaðurinn svaraði 200 þúsund pund en ég býð að borga 20 þúsund pund og fá hann lánaðann í tvö ár áður en ég borga 20 þúsund pund til viðbótar. Þeir segðu mér að hunskast í burtu og ég held að Manchester United segi það sama við Inter Milan,“ sagði Solhekol. Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Sjá meira
Blaðamaður Sky Sports segir enn vera illindi á milli Manchester United og Inter Milan eftir félagsskipti sem gengu ekki upp fyrir tveimur árum. Þessi illindi gætu haft áhrif á söluna á Romelu Lukaku. Yfirmaður íþróttamála hjá Inter er á Bretlandseyjum til þess að ræða við forráðamenn United um belgíska framherjann. Í morgun staðfesti hann að fundurinn hafi verið formleg fyrirspurn um stöðu Belgans. Lukaku sjálfur er í Ástralíu með United þar sem liðið er á æfingaferðalagi. Félögunum gengur illa að komast að samkomulagi um verð og Kaveh Solhekol, blaðamaður Sky, telur að það sé ekki það eina sem gæti hindrað skiptin. „Það eru illindi á milli þessara tveggja félaga,“ sagði Solhekol. „Fyrir tveimur árum reyndi Manchester United ítrekað að fá Ivan Perisic frá Milan. United bauð 45 milljónir evra en Inter vildi 50 og var ekki haggað þó munurinn væri aðeins 5 milljónir evra.“ „Ég held það sé enn ofarlega í minnum manna innan United hvernig Inter hagaði sér í því máli.“ United vill fá 75 milljónir punda fyrir Lukaku, sem er sama verð og félagið keypti hann á fyrir tveimur árum frá Everton. Inter er hins vegar langt frá þeim verðmiða. Ítalska félagið vill fá Belgann á láni út næsta tímabili með þeirri skuldbindingu að eftir lánstímann kaupi þeir Lukaku með tveimur greiðslum á tveimur árum.Sky Italy reporting Inter Milan to offer £63m to Manchester United for Romelu Lukaku. But it’s 2-year loan with obligation to buy. Instalments of £9m + £27m + £27m. Can’t see how it makes sense for United to wave goodbye to world-class striker for initial payment of only £9m — Kaveh Solhekol (@SkyKaveh) July 10, 2019 Þeir vilja borga 9 milljónir punda í sumar fyrir lánið og borga svo 27 milljónir punda á ári næstu tvö ár þar á eftir. Það gerir samanlagt 63 milljónir punda. „Þetta er eins og ef ég labbaði inn í Ferrari umboð og spyrði hversu mikið Ferrari 488 kostaði. Sölumaðurinn svaraði 200 þúsund pund en ég býð að borga 20 þúsund pund og fá hann lánaðann í tvö ár áður en ég borga 20 þúsund pund til viðbótar. Þeir segðu mér að hunskast í burtu og ég held að Manchester United segi það sama við Inter Milan,“ sagði Solhekol.
Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Sjá meira