Hafa fundað um flugrekstarleyfi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 12. júlí 2019 12:15 Hermt er að kaupandinn á eignum úr þrotabúi WOW air sé bandarískur hergagnasali sem sérhæfi sig meðal annars í flutningi vopna. Lögmaður kaupandans segist bjartsýnn á að nýtt lággjaldaflugfélag verði að veruleika á næstunni. Vísir/Vilhelm Kaupandi eigna þrotabús WOW air vinnur nú að því að undirbúa nauðsynleg gögn svo hægt sé að sækja formlega um flugrekstarleyfi hjá Samgöngustofu. Fulltrúar kaupandans hafa átt nokkra fundi með stofnuninni. Hermt er að um sé að ræða bandarískan hergagnasala sem sérhæfir sig meðal annars í flutningi vopna. Lögmaður kaupandans segist bjartsýnn á að nýtt lággjaldaflugfélag verði að veruleika á næstunni.Viðskiptablaðið greindi frá því nú skömmu fyrir hádegi að kaupandi eigna þrotabús WOW sé Michele Ballarin og félag henni tengt, Oasis Aviation Group. Þetta herma heimildir blaðsins. Þá hefur fréttastofa fengið staðfest að Indigo Partners, sem áttu í viðræðum um kaup á WOW air, eiga ekki aðild að kaupunum nú. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að bandarískir aðilar hefðu keypt allar flugrekstartengdar eignir WOW úr þrotabúi félagsins. Þetta staðfesti annar skiptastjóra búsins. Í Viðskiptablaðinu kemur fram að áður en en WOW féll hafi Ballarin verið að þefa af félaginu. Hún hafi sett sig í samband við ýmsa einstaklinga sem störfuðu hjá WOW áður en félagið féll með það að markmaði að fá fólkið aftur til starfa. Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður kaupandans.Michelle Ballarin er eigandi hergagnaframleiðandans Select Armor sem gerir út frá Virginíu-ríki Bandaríkjanna. Félagið býður upp á flug frá Washington-borg til Djíbúti og sérhæfir sig meðal annars í flutningi vopna. Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður kaupandans, segist ekki geta tjáð sig um það hver skjólstæðingur hans er að öðru leiti en að um sé að ræða bandarískan fjárfesti sem hefur áratuga reynslu af fjölþættum flugrekstri. „Bæði af því að reka flugvélar og ýmsa viðhaldsstarfsemi, endurgerðir á flugvélum og fleira slíkt. Umbjóðandi minn mun kynna sig með rækilegum hætti þegar þar að kemur,“ segir Páll Ágúst. Markmiðið með kaupunum hafi verið að endurvekja lágfargjaldaflugrekstur. „Markmiðið er að halda áfram þeim lággjaldaflugreksti sem WOW stóð fyrir,“ segir Páll Ágúst. Í Fréttablaðinu kemur fram að umfang viðskiptanna hlaupi á hundruðum milljóna króna sem hafi verið greitt með eingreiðslu. Páll Ágúst segir að ýmsar rekstrartengdar einingar hafi verið keyptar. „Náttúrulega nafnið, logoið og lénin. Aðrar tengdar eignir eins og hugbúnað, bókunarkerfi og ýmsar vörur sem voru seldar um borð og fleira,“ segir Páll Ágúst. Hann segir að kaupandinn vinni nú að því að undirbúa nauðsynleg gögn svo hægt sé að sækja formlega um flugrekstarleyfi hjá Samgöngustofu. Fulltrúar kaupandans hafa átt nokkra fundi með stofnuninni, bæði formlega og óformlega. Umrædd viðskipti séu með öllu ótengd þeim íslensku aðilum sem undirbúið hafa stofnun nýs lággjaldafélags undir nafninu WAB. Páll segist vera bjartsýnn á að nýtt flugfélag hefji störf hér á landi á næstunni.Fréttin var uppfærð klukkan 15:12 með upplýsingum frá Indigo Partners. Fréttir af flugi Play WOW Air Tengdar fréttir Yfir 600 fyrrverandi starfsmenn WOW air enn án vinnu Aðeins tæpur fimmtungur fyrrverandi starfsmanna WOW air sem fór á atvinnuleysiskrá þegar flugfélagið féll í apríl hefur fengið atvinnu. 11. júlí 2019 20:15 Ameríkanar endurreisa WOW Bandarískir flugrekendur, ótengdir WAB, hafa keypt flugrekstrareignir þrotabús WOW air. Kaupverðið greitt með eingreiðslu. Markmiðið er að endurvekja lággjaldaflugrekstur á grunni hins fallna flugfélags. 12. júlí 2019 06:15 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Kaupandi eigna þrotabús WOW air vinnur nú að því að undirbúa nauðsynleg gögn svo hægt sé að sækja formlega um flugrekstarleyfi hjá Samgöngustofu. Fulltrúar kaupandans hafa átt nokkra fundi með stofnuninni. Hermt er að um sé að ræða bandarískan hergagnasala sem sérhæfir sig meðal annars í flutningi vopna. Lögmaður kaupandans segist bjartsýnn á að nýtt lággjaldaflugfélag verði að veruleika á næstunni.Viðskiptablaðið greindi frá því nú skömmu fyrir hádegi að kaupandi eigna þrotabús WOW sé Michele Ballarin og félag henni tengt, Oasis Aviation Group. Þetta herma heimildir blaðsins. Þá hefur fréttastofa fengið staðfest að Indigo Partners, sem áttu í viðræðum um kaup á WOW air, eiga ekki aðild að kaupunum nú. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að bandarískir aðilar hefðu keypt allar flugrekstartengdar eignir WOW úr þrotabúi félagsins. Þetta staðfesti annar skiptastjóra búsins. Í Viðskiptablaðinu kemur fram að áður en en WOW féll hafi Ballarin verið að þefa af félaginu. Hún hafi sett sig í samband við ýmsa einstaklinga sem störfuðu hjá WOW áður en félagið féll með það að markmaði að fá fólkið aftur til starfa. Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður kaupandans.Michelle Ballarin er eigandi hergagnaframleiðandans Select Armor sem gerir út frá Virginíu-ríki Bandaríkjanna. Félagið býður upp á flug frá Washington-borg til Djíbúti og sérhæfir sig meðal annars í flutningi vopna. Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður kaupandans, segist ekki geta tjáð sig um það hver skjólstæðingur hans er að öðru leiti en að um sé að ræða bandarískan fjárfesti sem hefur áratuga reynslu af fjölþættum flugrekstri. „Bæði af því að reka flugvélar og ýmsa viðhaldsstarfsemi, endurgerðir á flugvélum og fleira slíkt. Umbjóðandi minn mun kynna sig með rækilegum hætti þegar þar að kemur,“ segir Páll Ágúst. Markmiðið með kaupunum hafi verið að endurvekja lágfargjaldaflugrekstur. „Markmiðið er að halda áfram þeim lággjaldaflugreksti sem WOW stóð fyrir,“ segir Páll Ágúst. Í Fréttablaðinu kemur fram að umfang viðskiptanna hlaupi á hundruðum milljóna króna sem hafi verið greitt með eingreiðslu. Páll Ágúst segir að ýmsar rekstrartengdar einingar hafi verið keyptar. „Náttúrulega nafnið, logoið og lénin. Aðrar tengdar eignir eins og hugbúnað, bókunarkerfi og ýmsar vörur sem voru seldar um borð og fleira,“ segir Páll Ágúst. Hann segir að kaupandinn vinni nú að því að undirbúa nauðsynleg gögn svo hægt sé að sækja formlega um flugrekstarleyfi hjá Samgöngustofu. Fulltrúar kaupandans hafa átt nokkra fundi með stofnuninni, bæði formlega og óformlega. Umrædd viðskipti séu með öllu ótengd þeim íslensku aðilum sem undirbúið hafa stofnun nýs lággjaldafélags undir nafninu WAB. Páll segist vera bjartsýnn á að nýtt flugfélag hefji störf hér á landi á næstunni.Fréttin var uppfærð klukkan 15:12 með upplýsingum frá Indigo Partners.
Fréttir af flugi Play WOW Air Tengdar fréttir Yfir 600 fyrrverandi starfsmenn WOW air enn án vinnu Aðeins tæpur fimmtungur fyrrverandi starfsmanna WOW air sem fór á atvinnuleysiskrá þegar flugfélagið féll í apríl hefur fengið atvinnu. 11. júlí 2019 20:15 Ameríkanar endurreisa WOW Bandarískir flugrekendur, ótengdir WAB, hafa keypt flugrekstrareignir þrotabús WOW air. Kaupverðið greitt með eingreiðslu. Markmiðið er að endurvekja lággjaldaflugrekstur á grunni hins fallna flugfélags. 12. júlí 2019 06:15 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Yfir 600 fyrrverandi starfsmenn WOW air enn án vinnu Aðeins tæpur fimmtungur fyrrverandi starfsmanna WOW air sem fór á atvinnuleysiskrá þegar flugfélagið féll í apríl hefur fengið atvinnu. 11. júlí 2019 20:15
Ameríkanar endurreisa WOW Bandarískir flugrekendur, ótengdir WAB, hafa keypt flugrekstrareignir þrotabús WOW air. Kaupverðið greitt með eingreiðslu. Markmiðið er að endurvekja lággjaldaflugrekstur á grunni hins fallna flugfélags. 12. júlí 2019 06:15