Brandi Chastain tryggði bandaríska kvennalandsliðinu heimsmeistaratitilinn á heimavelli fyrir tuttugu árum þegar hún skoraði úr síðustu spyrnu liðsins í vítakeppni í úrslitaleiknum.
Úrslitaleikurinn, á milli Bandaríkjanna og Kína, fór fram 10. júlí 1999 og Brandi Chastain vígði styttuna af sér tuttugu árum síðar.
On this day 20 years ago sports history was made! Today and everyday we will honor that moment of victory in bronze. #INSPIRE #1999WWC#RoseBowlpic.twitter.com/jn5cmWmqCG
— Rose Bowl Stadium (@RoseBowlStadium) July 10, 2019
Það var ekki aðeins markið hennar Brandi Chastain sem vakti mikla athygli heldur einnig fagnaðarlætin hennar i kjölfarið fyrir framan 90 þúsund áhorfendur sem voru á þessum sögulega leik.
Brandi Chastain fagnaði markinu með því að rífa sig úr af ofan og fagna á toppnum. Myndir af henni fagna voru á forsíðum flestra blaðanna daginn eftir.
Karlarnir voru þekktir fyrir að fagna svona í fótboltanum en þetta þótti ekki koma til greina hjá konunum. Brandi Chastain breytti því og vakti mikla athygli á kvennafótboltanum í kjölfarið.
Við sjáum sjaldan svona fagnaðarlæti í dag eftir af leikmenn fóru að fá gult spjald fyrir að fara úr treyjunni.
Styttan af Brandi Chastain sýnir hana fagna markinu sínu á toppnum. Hún var sett út fyrir utan Rose Bowl leikvanginn sem hefu hýst bæði úrslitaleik á HM kvenna (1999) og HM karla (1994).