Persónuvernd tekur ekki afstöðu til útgáfu tekjublaða Eiður Þór Árnason skrifar 12. júlí 2019 14:58 Tekjublöðin eru söluhæstu blöð ársins hjá sumum miðlum, og hleypur auglýsingasalan í þeim á milljónum. Fréttablaðið/Anton Persónuvernd telur að Ríkisskattstjóra sé heimilt að birta upplýsingar um tekjuskatt og útsvar, en hafi ekki heimild til að birta upplýsingar um gjöld einstaklinga til Ríkisútvarpsins og í framkvæmdasjóð aldraðra.Álit Persónuverndar kemur í kjölfar þess að Ríkisskattstjóri óskaði eftir áliti stofnunarinnar á vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við framlagningu álagningarskráa. Álagningarskrár Ríkisskattstjóra sýna álagða skatta á skattgreiðendur og hafa meðal annars verið notaðar af fjölmiðlum til þess að útbúa lista yfir tekjur einstaklinga og gefa út tekjublöð.Útgáfa slíkra tekjublaða hefur verið í uppnámi í ljósi breytinga sem Ríkisskattstjóri fyrirhugaði á framsetningu upplýsinga í álagningarskrám, og frestun á birtingu þeirra. Í nóvember úrskurðaði Persónuvernd að Viskubrunnur ehf., sem rak vefsíðuna tekjur.is, skyldi eyða gagnagrunni sínum á grundvelli nýrra persónuverndarlaga. Hefur starfsfólk Ríkisskattstjóra verið lengi að túlka niðurstöðuna vegna álagningarskránna. Þann 31. maí síðastliðinn átti að birta skrárnar en á síðustu stundu var ákveðið að fresta birtingu þeirra fram til 19. ágúst. Í nýútgefnu áliti Persónuverndar úrskurðar stofnunin einnig að Ríkisskattstjóri megi ekki birta kennitölur einstaklinga með álagningarskránum þar sem nafn, heimilisfang og fæðingardagur sé talið nægja til að persónugreina þá. Persónuvernd segir jafnframt að vinnsla á upplýsingum úr álagningarskrám eingöngu í þágu fjölmiðla, falli ekki undir valdsvið Persónuverndar. Það sama eigi við ef upplýsingar úr skránum eru unnar af einstaklingum og eingöngu til persónulegra nota. Í þeim efnum segir stofnunin það vera utan síns valdsviðs að skera úr um hvar mörkin milli tjáningarfrelsis fjölmiðla annars vegar og friðhelgi einkalífsins hins vegar liggja, ef litið er til ákvæða stjórnarskrárinnar. Úrlausn slíkra álitaefna heyri undir dómstóla að skera úr um. Fjölmiðlar Persónuvernd Skattar og tollar Tekjur Tengdar fréttir Fengu skattskrár allra Íslendinga frá ríkisskattstjóra Tekjur.is fengu eintak af skattskrá allra Íslendinga frá ríkisskattstjóra í sumar. Fengu þeir sem standa að baki síðunni skrárnar afhentar á pappír sem þeir færðu síðan yfir á rafrænt form. 17. október 2018 08:55 Loka Tekjur.is og eyða öllum upplýsingum Persónuvernd hefur tilkynnt stjórnendum hinnar umdeildu upplýsingasíðu Tekjur.is að birting þeirra á tekjum Íslendinga upp úr skattskrám sé óheimil. 29. nóvember 2018 09:43 Tekjur.is gæti þurft að nafngreina þá sem sækja upplýsingar af vefsíðunni Vefsíðan Tekjur.is gæti þurft að gefa upp hvaða áskrifendur flettu öðrum upp á síðunni. Beiðnin þyrfti að koma frá þeim sem upplýsingarnar varða. 25. október 2018 06:00 Útgáfa tekjublaða sumarsins í uppnámi Töluverð óvissa ríkir um hvort hægt verður að gefa út tekjublöð í sumar en enn er ekki vitað hvaða upplýsingar munu koma fram í álagningarskrám. Mikið er í húfi fyrir þá fjölmiðla sem gefa út, bæði hvað varðar sölu og auglýsýsingar. 5. júlí 2019 07:00 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Persónuvernd telur að Ríkisskattstjóra sé heimilt að birta upplýsingar um tekjuskatt og útsvar, en hafi ekki heimild til að birta upplýsingar um gjöld einstaklinga til Ríkisútvarpsins og í framkvæmdasjóð aldraðra.Álit Persónuverndar kemur í kjölfar þess að Ríkisskattstjóri óskaði eftir áliti stofnunarinnar á vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við framlagningu álagningarskráa. Álagningarskrár Ríkisskattstjóra sýna álagða skatta á skattgreiðendur og hafa meðal annars verið notaðar af fjölmiðlum til þess að útbúa lista yfir tekjur einstaklinga og gefa út tekjublöð.Útgáfa slíkra tekjublaða hefur verið í uppnámi í ljósi breytinga sem Ríkisskattstjóri fyrirhugaði á framsetningu upplýsinga í álagningarskrám, og frestun á birtingu þeirra. Í nóvember úrskurðaði Persónuvernd að Viskubrunnur ehf., sem rak vefsíðuna tekjur.is, skyldi eyða gagnagrunni sínum á grundvelli nýrra persónuverndarlaga. Hefur starfsfólk Ríkisskattstjóra verið lengi að túlka niðurstöðuna vegna álagningarskránna. Þann 31. maí síðastliðinn átti að birta skrárnar en á síðustu stundu var ákveðið að fresta birtingu þeirra fram til 19. ágúst. Í nýútgefnu áliti Persónuverndar úrskurðar stofnunin einnig að Ríkisskattstjóri megi ekki birta kennitölur einstaklinga með álagningarskránum þar sem nafn, heimilisfang og fæðingardagur sé talið nægja til að persónugreina þá. Persónuvernd segir jafnframt að vinnsla á upplýsingum úr álagningarskrám eingöngu í þágu fjölmiðla, falli ekki undir valdsvið Persónuverndar. Það sama eigi við ef upplýsingar úr skránum eru unnar af einstaklingum og eingöngu til persónulegra nota. Í þeim efnum segir stofnunin það vera utan síns valdsviðs að skera úr um hvar mörkin milli tjáningarfrelsis fjölmiðla annars vegar og friðhelgi einkalífsins hins vegar liggja, ef litið er til ákvæða stjórnarskrárinnar. Úrlausn slíkra álitaefna heyri undir dómstóla að skera úr um.
Fjölmiðlar Persónuvernd Skattar og tollar Tekjur Tengdar fréttir Fengu skattskrár allra Íslendinga frá ríkisskattstjóra Tekjur.is fengu eintak af skattskrá allra Íslendinga frá ríkisskattstjóra í sumar. Fengu þeir sem standa að baki síðunni skrárnar afhentar á pappír sem þeir færðu síðan yfir á rafrænt form. 17. október 2018 08:55 Loka Tekjur.is og eyða öllum upplýsingum Persónuvernd hefur tilkynnt stjórnendum hinnar umdeildu upplýsingasíðu Tekjur.is að birting þeirra á tekjum Íslendinga upp úr skattskrám sé óheimil. 29. nóvember 2018 09:43 Tekjur.is gæti þurft að nafngreina þá sem sækja upplýsingar af vefsíðunni Vefsíðan Tekjur.is gæti þurft að gefa upp hvaða áskrifendur flettu öðrum upp á síðunni. Beiðnin þyrfti að koma frá þeim sem upplýsingarnar varða. 25. október 2018 06:00 Útgáfa tekjublaða sumarsins í uppnámi Töluverð óvissa ríkir um hvort hægt verður að gefa út tekjublöð í sumar en enn er ekki vitað hvaða upplýsingar munu koma fram í álagningarskrám. Mikið er í húfi fyrir þá fjölmiðla sem gefa út, bæði hvað varðar sölu og auglýsýsingar. 5. júlí 2019 07:00 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Fengu skattskrár allra Íslendinga frá ríkisskattstjóra Tekjur.is fengu eintak af skattskrá allra Íslendinga frá ríkisskattstjóra í sumar. Fengu þeir sem standa að baki síðunni skrárnar afhentar á pappír sem þeir færðu síðan yfir á rafrænt form. 17. október 2018 08:55
Loka Tekjur.is og eyða öllum upplýsingum Persónuvernd hefur tilkynnt stjórnendum hinnar umdeildu upplýsingasíðu Tekjur.is að birting þeirra á tekjum Íslendinga upp úr skattskrám sé óheimil. 29. nóvember 2018 09:43
Tekjur.is gæti þurft að nafngreina þá sem sækja upplýsingar af vefsíðunni Vefsíðan Tekjur.is gæti þurft að gefa upp hvaða áskrifendur flettu öðrum upp á síðunni. Beiðnin þyrfti að koma frá þeim sem upplýsingarnar varða. 25. október 2018 06:00
Útgáfa tekjublaða sumarsins í uppnámi Töluverð óvissa ríkir um hvort hægt verður að gefa út tekjublöð í sumar en enn er ekki vitað hvaða upplýsingar munu koma fram í álagningarskrám. Mikið er í húfi fyrir þá fjölmiðla sem gefa út, bæði hvað varðar sölu og auglýsýsingar. 5. júlí 2019 07:00