Novak Djokovic er kominn í úrslit í einliðaleik karla á Wimbledon-mótinu í tennis annað árið í röð eftir sigur á Roberto Bautista Agut, 6-2, 4-6, 6-3.
Djokovic á titil að verja en hann vann Kevin Anderson í úrslitaviðureigninni í fyrra.
Þetta er í sjötta sinn sem Serbinn kemst í úrslit Wimbledon. Hann vann mótið 2011, 2014, 2015 og 2018 en tapaði fyrir Andy Murray 2013.
Í úrslitaviðureigninni mætir Djokovic annað hvort Rafael Nadal eða Roger Federer. Þeir mætast seinna í dag.
