Novak Djokovic er kominn í úrslit í einliðaleik karla á Wimbledon-mótinu í tennis annað árið í röð eftir sigur á Roberto Bautista Agut, 6-2, 4-6, 6-3.
Djokovic á titil að verja en hann vann Kevin Anderson í úrslitaviðureigninni í fyrra.
Þetta er í sjötta sinn sem Serbinn kemst í úrslit Wimbledon. Hann vann mótið 2011, 2014, 2015 og 2018 en tapaði fyrir Andy Murray 2013.
Í úrslitaviðureigninni mætir Djokovic annað hvort Rafael Nadal eða Roger Federer. Þeir mætast seinna í dag.
Meistarinn í úrslit á Wimbledon
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið



„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“
Körfubolti

Amorim vildi ekki ræða framtíðina
Fótbolti

Ægir valinn verðmætastur
Körfubolti

Tottenham vann Evrópudeildina
Fótbolti

„Okkur er alveg sama núna“
Fótbolti


Shaq segist hundrað prósent
Körfubolti
