Innlent

Eitt barn greindist með E. coli í dag

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Tvö börn liggja enn inni á Barnaspítala Hringsins með nýrnabilun af völdum e. coli-smits.
Tvö börn liggja enn inni á Barnaspítala Hringsins með nýrnabilun af völdum e. coli-smits. fbl/heiða
Eitt barn var greint með E. coli STEC-sýkingu í dag. Alls hafa því sautján börn verið greind með E. coli-sýkingu á landinu síðustu vikur, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landlæknisembættinu.

Þrettán sýni voru rannsökuð með tilliti til STEC í dag. Barnið sem greindist með sýkinguna er eins og hálfs árs gamalt og verður í eftirliti á Barnaspítala Hringsins. Faraldsfræðilegar upplýsingar hjá þessu barni liggja ekki fyrir á þessari stundu, að því er segir í tilkynningu.

Í gær greindust fjögur börn á aldrinum fjórtán mánaða til fjögurra ára með E. coli. Samkvæmt upplýsingum frá Barnaspítala Hringsins skömmu fyrir hádegi í dag lágu tvö börn enn inni á spítalanum með nýrnabilun vegna E. coli-smits.


Tengdar fréttir

Ís í Efsta­dal II það eina sem börnin níu eiga sam­eigin­legt

Sóttvarnalæknir og aðrir opinberir aðilar sem haft hafa til rannsóknar e.coli smit sem rekja má til ferðaþjónustubæjarins Efstadals II í Bláskógabyggð vilja árétta að ekki sé hægt að fullyrða að þau níu börn sem smituðust af e.coli á bænum hafi sýkst af umgengni við kálfa sem þar voru í stíu og hægt var að klappa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×