Duterte segir íslensku þjóðina bara borða ís Eiður Þór Árnason skrifar 12. júlí 2019 15:46 Duterte var frumlegur í gagnrýni sinni. Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, segir að íslenska þjóðin geri lítið annað en að borða ís og hafi engan skilning á vandamálum landsins. Ummælin koma í kjölfar þess að Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti á dögunum ályktun sem Ísland lagði þar fram um stöðu mannréttindamála á Filippseyjum. „Hvert er vandamál Íslands? Ekkert nema ís. Það er vandamálið ykkar. Þið hafið of mikið af ís og það er ekki hægt að greina milli dags og nætur þarna,“ sagði Duterte fyrir framan hóp þarlendra embættismanna í dag. „Svo þið skiljið hvers vegna þar eru engir glæpir, engir lögreglumenn heldur, og þau borða bara ís.“ Klippa: Duerte talar um Íslendinga Hann hélt áfram og sagði enn fremur að Íslendingar skilji ekki þau félagslegu, efnahagslegu og pólitísku vandamál sem ríkið glími við. Með samþykkt ályktunarinnar lýsti Mannréttindaráðið formlega yfir áhyggjum af ástandinu á Filippseyjum, hvatti stjórnvöld í landinu til að stöðva aftökur á fólki án dóms og laga og draga þá til ábyrgðar sem hafa staðið fyrir slíku. Fulltrúi Filippseyja í ráðinu brást illa við ályktuninni og sagði þjóðirnar sem greiddu atkvæði með ályktuninni vera hræsnara. Að sögn talsmanns Duterte er ályktun Íslands byggð á „röngum upplýsingum og fölskum fréttum.“ Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa greint frá því að misbeiting á valdi lögreglu og aftökur án dóms og laga séu nú viðtekin venja á Filippseyjum. Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Ummælin til marks um slæma samvisku Málflutningur utanríkisráðherra Filippseyja er ekki svaraverður. Þetta segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í samtali við Fréttablaðið. 11. júlí 2019 06:30 Blæs á gagnrýni frá Filippseyjum og segir mannréttindaráð engan spjallklúbb Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra gagnrýnir að lönd sem viðhafa sömu gildi og Íslendingar hafi ekki beitt sér fyrir eða kosið með ályktun Íslands um stöðu mannréttindamála á Filippseyjum. 11. júlí 2019 12:45 Tillaga Íslands samþykkt og Filippseyingar bregðast illa við Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti á fundi sínum í dag tillögu Íslands vegna mannréttindaástandsins á Filippseyjum með átján atkvæðum gegn fimmtán. 11. júlí 2019 11:03 Mannréttindavaktin fagnar hugrekki Íslands Sérfræðingur í málefnum Filippseyja hjá Mannréttindavaktinni segir ályktun Íslands aðeins fyrsta skrefið í að draga filippseysk stjórnvöld til ábyrgðar. 12. júlí 2019 06:30 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, segir að íslenska þjóðin geri lítið annað en að borða ís og hafi engan skilning á vandamálum landsins. Ummælin koma í kjölfar þess að Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti á dögunum ályktun sem Ísland lagði þar fram um stöðu mannréttindamála á Filippseyjum. „Hvert er vandamál Íslands? Ekkert nema ís. Það er vandamálið ykkar. Þið hafið of mikið af ís og það er ekki hægt að greina milli dags og nætur þarna,“ sagði Duterte fyrir framan hóp þarlendra embættismanna í dag. „Svo þið skiljið hvers vegna þar eru engir glæpir, engir lögreglumenn heldur, og þau borða bara ís.“ Klippa: Duerte talar um Íslendinga Hann hélt áfram og sagði enn fremur að Íslendingar skilji ekki þau félagslegu, efnahagslegu og pólitísku vandamál sem ríkið glími við. Með samþykkt ályktunarinnar lýsti Mannréttindaráðið formlega yfir áhyggjum af ástandinu á Filippseyjum, hvatti stjórnvöld í landinu til að stöðva aftökur á fólki án dóms og laga og draga þá til ábyrgðar sem hafa staðið fyrir slíku. Fulltrúi Filippseyja í ráðinu brást illa við ályktuninni og sagði þjóðirnar sem greiddu atkvæði með ályktuninni vera hræsnara. Að sögn talsmanns Duterte er ályktun Íslands byggð á „röngum upplýsingum og fölskum fréttum.“ Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa greint frá því að misbeiting á valdi lögreglu og aftökur án dóms og laga séu nú viðtekin venja á Filippseyjum.
Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Ummælin til marks um slæma samvisku Málflutningur utanríkisráðherra Filippseyja er ekki svaraverður. Þetta segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í samtali við Fréttablaðið. 11. júlí 2019 06:30 Blæs á gagnrýni frá Filippseyjum og segir mannréttindaráð engan spjallklúbb Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra gagnrýnir að lönd sem viðhafa sömu gildi og Íslendingar hafi ekki beitt sér fyrir eða kosið með ályktun Íslands um stöðu mannréttindamála á Filippseyjum. 11. júlí 2019 12:45 Tillaga Íslands samþykkt og Filippseyingar bregðast illa við Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti á fundi sínum í dag tillögu Íslands vegna mannréttindaástandsins á Filippseyjum með átján atkvæðum gegn fimmtán. 11. júlí 2019 11:03 Mannréttindavaktin fagnar hugrekki Íslands Sérfræðingur í málefnum Filippseyja hjá Mannréttindavaktinni segir ályktun Íslands aðeins fyrsta skrefið í að draga filippseysk stjórnvöld til ábyrgðar. 12. júlí 2019 06:30 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Ummælin til marks um slæma samvisku Málflutningur utanríkisráðherra Filippseyja er ekki svaraverður. Þetta segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í samtali við Fréttablaðið. 11. júlí 2019 06:30
Blæs á gagnrýni frá Filippseyjum og segir mannréttindaráð engan spjallklúbb Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra gagnrýnir að lönd sem viðhafa sömu gildi og Íslendingar hafi ekki beitt sér fyrir eða kosið með ályktun Íslands um stöðu mannréttindamála á Filippseyjum. 11. júlí 2019 12:45
Tillaga Íslands samþykkt og Filippseyingar bregðast illa við Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti á fundi sínum í dag tillögu Íslands vegna mannréttindaástandsins á Filippseyjum með átján atkvæðum gegn fimmtán. 11. júlí 2019 11:03
Mannréttindavaktin fagnar hugrekki Íslands Sérfræðingur í málefnum Filippseyja hjá Mannréttindavaktinni segir ályktun Íslands aðeins fyrsta skrefið í að draga filippseysk stjórnvöld til ábyrgðar. 12. júlí 2019 06:30
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila