Duterte segir íslensku þjóðina bara borða ís Eiður Þór Árnason skrifar 12. júlí 2019 15:46 Duterte var frumlegur í gagnrýni sinni. Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, segir að íslenska þjóðin geri lítið annað en að borða ís og hafi engan skilning á vandamálum landsins. Ummælin koma í kjölfar þess að Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti á dögunum ályktun sem Ísland lagði þar fram um stöðu mannréttindamála á Filippseyjum. „Hvert er vandamál Íslands? Ekkert nema ís. Það er vandamálið ykkar. Þið hafið of mikið af ís og það er ekki hægt að greina milli dags og nætur þarna,“ sagði Duterte fyrir framan hóp þarlendra embættismanna í dag. „Svo þið skiljið hvers vegna þar eru engir glæpir, engir lögreglumenn heldur, og þau borða bara ís.“ Klippa: Duerte talar um Íslendinga Hann hélt áfram og sagði enn fremur að Íslendingar skilji ekki þau félagslegu, efnahagslegu og pólitísku vandamál sem ríkið glími við. Með samþykkt ályktunarinnar lýsti Mannréttindaráðið formlega yfir áhyggjum af ástandinu á Filippseyjum, hvatti stjórnvöld í landinu til að stöðva aftökur á fólki án dóms og laga og draga þá til ábyrgðar sem hafa staðið fyrir slíku. Fulltrúi Filippseyja í ráðinu brást illa við ályktuninni og sagði þjóðirnar sem greiddu atkvæði með ályktuninni vera hræsnara. Að sögn talsmanns Duterte er ályktun Íslands byggð á „röngum upplýsingum og fölskum fréttum.“ Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa greint frá því að misbeiting á valdi lögreglu og aftökur án dóms og laga séu nú viðtekin venja á Filippseyjum. Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Ummælin til marks um slæma samvisku Málflutningur utanríkisráðherra Filippseyja er ekki svaraverður. Þetta segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í samtali við Fréttablaðið. 11. júlí 2019 06:30 Blæs á gagnrýni frá Filippseyjum og segir mannréttindaráð engan spjallklúbb Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra gagnrýnir að lönd sem viðhafa sömu gildi og Íslendingar hafi ekki beitt sér fyrir eða kosið með ályktun Íslands um stöðu mannréttindamála á Filippseyjum. 11. júlí 2019 12:45 Tillaga Íslands samþykkt og Filippseyingar bregðast illa við Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti á fundi sínum í dag tillögu Íslands vegna mannréttindaástandsins á Filippseyjum með átján atkvæðum gegn fimmtán. 11. júlí 2019 11:03 Mannréttindavaktin fagnar hugrekki Íslands Sérfræðingur í málefnum Filippseyja hjá Mannréttindavaktinni segir ályktun Íslands aðeins fyrsta skrefið í að draga filippseysk stjórnvöld til ábyrgðar. 12. júlí 2019 06:30 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjá meira
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, segir að íslenska þjóðin geri lítið annað en að borða ís og hafi engan skilning á vandamálum landsins. Ummælin koma í kjölfar þess að Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti á dögunum ályktun sem Ísland lagði þar fram um stöðu mannréttindamála á Filippseyjum. „Hvert er vandamál Íslands? Ekkert nema ís. Það er vandamálið ykkar. Þið hafið of mikið af ís og það er ekki hægt að greina milli dags og nætur þarna,“ sagði Duterte fyrir framan hóp þarlendra embættismanna í dag. „Svo þið skiljið hvers vegna þar eru engir glæpir, engir lögreglumenn heldur, og þau borða bara ís.“ Klippa: Duerte talar um Íslendinga Hann hélt áfram og sagði enn fremur að Íslendingar skilji ekki þau félagslegu, efnahagslegu og pólitísku vandamál sem ríkið glími við. Með samþykkt ályktunarinnar lýsti Mannréttindaráðið formlega yfir áhyggjum af ástandinu á Filippseyjum, hvatti stjórnvöld í landinu til að stöðva aftökur á fólki án dóms og laga og draga þá til ábyrgðar sem hafa staðið fyrir slíku. Fulltrúi Filippseyja í ráðinu brást illa við ályktuninni og sagði þjóðirnar sem greiddu atkvæði með ályktuninni vera hræsnara. Að sögn talsmanns Duterte er ályktun Íslands byggð á „röngum upplýsingum og fölskum fréttum.“ Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa greint frá því að misbeiting á valdi lögreglu og aftökur án dóms og laga séu nú viðtekin venja á Filippseyjum.
Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Ummælin til marks um slæma samvisku Málflutningur utanríkisráðherra Filippseyja er ekki svaraverður. Þetta segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í samtali við Fréttablaðið. 11. júlí 2019 06:30 Blæs á gagnrýni frá Filippseyjum og segir mannréttindaráð engan spjallklúbb Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra gagnrýnir að lönd sem viðhafa sömu gildi og Íslendingar hafi ekki beitt sér fyrir eða kosið með ályktun Íslands um stöðu mannréttindamála á Filippseyjum. 11. júlí 2019 12:45 Tillaga Íslands samþykkt og Filippseyingar bregðast illa við Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti á fundi sínum í dag tillögu Íslands vegna mannréttindaástandsins á Filippseyjum með átján atkvæðum gegn fimmtán. 11. júlí 2019 11:03 Mannréttindavaktin fagnar hugrekki Íslands Sérfræðingur í málefnum Filippseyja hjá Mannréttindavaktinni segir ályktun Íslands aðeins fyrsta skrefið í að draga filippseysk stjórnvöld til ábyrgðar. 12. júlí 2019 06:30 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjá meira
Ummælin til marks um slæma samvisku Málflutningur utanríkisráðherra Filippseyja er ekki svaraverður. Þetta segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í samtali við Fréttablaðið. 11. júlí 2019 06:30
Blæs á gagnrýni frá Filippseyjum og segir mannréttindaráð engan spjallklúbb Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra gagnrýnir að lönd sem viðhafa sömu gildi og Íslendingar hafi ekki beitt sér fyrir eða kosið með ályktun Íslands um stöðu mannréttindamála á Filippseyjum. 11. júlí 2019 12:45
Tillaga Íslands samþykkt og Filippseyingar bregðast illa við Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti á fundi sínum í dag tillögu Íslands vegna mannréttindaástandsins á Filippseyjum með átján atkvæðum gegn fimmtán. 11. júlí 2019 11:03
Mannréttindavaktin fagnar hugrekki Íslands Sérfræðingur í málefnum Filippseyja hjá Mannréttindavaktinni segir ályktun Íslands aðeins fyrsta skrefið í að draga filippseysk stjórnvöld til ábyrgðar. 12. júlí 2019 06:30